Fréttir Mikil spenna í Palenstínu Mikil spenna er í Palestínu eftir skotbardaga milli andstæðra fylkinga á Gaza landræmunni í morgun. Þetta er martröð flestra Palestínumanna á herteknu svæðunum. Skotbardagar milli andstæðra fylkinga, Fatah hreyfingarinnar og Hamas. Fatah hefur verið ráðandi meðal Palestínumanna alla tíð þangað til Hamas náði óvænt meirihluta á palestínska þinginu í kosningum fyrr á þessu ári. Erlent 19.5.2006 21:07 Ráðherralisti Íraks kynntur á morgun Leiðtogar fylkinga í Írak hafa komist að samkomulagi um nýja ríkisstjórn. Ráðherralistinn verður birtur á morgun.Þó leiðtogarnir hafi komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í landinu hefur ekki tekist að manna stöðu innanríkis- og varnarmálaráðherra landsins. Verðandi forsætisráðherra Íraks, Nuri al Maliki, sagði í dag að hann muni halda áfram með að kynna og fá samþykki Íraksþings fyrir ríkisstjórn sína Erlent 19.5.2006 21:04 Styðja stækkun álversins í Straumsvík Framsóknarmenn í Hafnarfirði kynntu stefnumál sín á fundi í dag. Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið sterkur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sigurður Eyþórsson sem skipar 1. sæti B-lista og óháðra í bænum segist þó ekki líta til fortíðar. Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fram metnaðarfulla stefnuskrá þar sem málefni fjölskyldufólks séu höfð að leiðarljósi. Innlent 19.5.2006 20:37 Átak gegn barnaníðingum á netinu Átak er hafið til að koma í veg fyrir að eldri menn nái í börn á netinu eins og algengt er. Microsoft á Íslandi hefur tekið höndum saman við félagið SAFT, Samfélag fjölskyldu og tækni, til að berjast gegn vandamálinu. Erlent 19.5.2006 18:15 Stimpilgjöld skila 9 milljörðum Stimpilgjöld skiluðu tvöfalt hærri fjárhæð í ríkissjóð í fyrra en áætlað var. Þessi skuldaskattur skilaði fjórum komma fimm milljörðum meira en vænst var, aðallega vegna skuldbreytinga íbúðalána. Engin merki eru um að þessi skattur verði afnumin þrátt fyrir að leiðtogar stjórnarflokkana hafa kallað hann "úreltan og gamaldags hortitt". Innlent 19.5.2006 18:59 Tap Framsóknar skaðar stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta í borginni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, frjálslyndir ná inn manni en Framsókn ekki. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að ef niðurstaðan verði á þessum nótum muni það hafa alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Framsóknarmenn sitji ekki undir því að taka einir á sig óvinsældir ríkisstjórnarinnar. Innlent 19.5.2006 18:56 "Mama Africa" tók lagið á fundi Unicef Miriam Makeba, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna og einn virtasti tónlistamaður síðustu aldar, hitti aðstandendur Unicef á Íslandi á Hótel Nordica í dag. Innlent 19.5.2006 18:19 Gæsluvarðhaldi framlengt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhaldi yfir mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að stóru fíkniefnamáli sem upp kom í apríl. Mennirnir voru staðnir að verki við að taka á þriðja tug kílóa af amfetamíni og hassi úr bíl sem fluttur var hingað frá Hollandi. Þrír mannanna eru íslenskir en sá fjórði er hollenskur. Innlent 19.5.2006 18:14 Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ ökuréttindalaus Annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hefur ekki ökuleyfi þar sem hann var sviptur því í eitt ár eftir ölvunarakstur í nóvember á síðasta ári. Samherjar hans vissu ekki af málinu fyrr en í síðustu viku. Innlent 19.5.2006 17:29 Átök milli fanga og fangavarða í Guantanamo-búðunum Til átaka kom milli fanga og fangavarða í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í gær. Fram kemur á fréttavef BBC að fangaverðir voru að reyna að koma í veg fyrir að einn fanginn svipti sig lífi þegar aðrir fangar réðust á þá með vopnum útbúnum úr viftum og öðru tiltæku. Erlent 19.5.2006 17:17 Deila um styrkveitingu til Fram Samstaða Sjálfstæðismanna og Alfreðs Þorsteinssonar um styrkveitingu til Fram sýnir að fyrirgreiðslupólitíkin ræður völdum í Reykjavík ef Sjálfstæðismenn komast til valda segir borgarfulltrúi Samfylkingar. Ómerkilegur málflutningur segja hvort tveggja oddviti Sjálfstæðisflokks og formaður Fram. Innlent 19.5.2006 17:03 400 stúdentaíbúðir byggðar við Hlemm 400 stúdentaíbúðir munu rísa við Hlemm á næstu árum, en Skipulagsráð Reykjavíkur og Byggingafélag námsmanna kynnti þessi áform á blaðamannafundi í dag. Innlent 19.5.2006 16:06 Dorrit ekki búin að sækja um ríkisborgararétt Forsetahjónin fögnuðu nýlega þriggja ára brúðkaupsafmæli sínu og því getur Dorrit Moussaief sótt um að gerast íslenskur ríkisborgari. Í viðtali við NFS hinn 10. maí sagðist Dorrit ætla að sækja um ríkisborgararétt, en hún hafði skömmu áður átt í útistöðum við starfsmenn innflytjendaeftirlitsins í Ísrael. Innlent 19.5.2006 16:27 Mannskætt umferðarslys í Tyrklandi Minnst fjörutíu létu lífið og sjö særðust þegar vöruflutningabíll sem var að flytja ólöglega innflytjendur frá Afganistan og Bangladess skall aftan á kyrrstæðan flutningabíl í bænum Osmaniye í Tyrklandi í dag. Svo virðist sem fólkið hafi kastast út úr bílnum og á götuna þegar áreksturinn varð með þessum hörmulegu afleiðingum. Erlent 19.5.2006 15:50 Apple-verslun opnar í Finnlandi Öflun ehf., sem rekur Apple-verslanir á Norðurlöndum, opnaði 13. Apple-verslunina í Helsinki í Finnlandi í dag. Þetta er önnur verslun fyrirtækisins í landinu. Mikil spenna var vegna opnunarinnar og biðu um 300 manns fyrir utan verslunina eftir því að hún opnaði. Með því var fyrra met slegið hvað varðar aðsókn og veltu á opnunardegi. Viðskipti innlent 19.5.2006 16:01 Hörð átök við öryggismúr Ísraela í Bilin Palestínskur mótmælandi slasaðist alvarlega þegar öryggismúr Ísraela á Vesturbakkanum var mótmælt í dag. Mótmælin fór fram í Bilin nálægt borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Mótmælendur köstuðu grjóti að ísraelskum hermönnum sem svöruðu með táragasi og skutu gúmmíkúlum á mótmælendur til að stöðva aðgerðir þeirra Erlent 19.5.2006 15:44 Nasdaq eykur hlut sinn í LSE Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur aukið hlut sinn í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) í 25,1 prósent. Markaðurinn hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt og eykur það líkurnar til muna á því að hann geri yfirtökutilboð í LSE á nýjan leik. Viðskipti erlent 19.5.2006 15:45 Harður árekstur í Mývatnssveit Harður árekstur var á þjóðveginum við gömlu Kísiliðjuna við Mývatn á þriðja tímanum í dag. Tildrög slyssins eru óljós en annar bílanna valt við áreksturinn en hinn fór út af veginum. Ekki munu hafa orðið alvarleg slys á fólki en lögregla er nú á vettvangi. Innlent 19.5.2006 15:41 Allir viðskiptabankarnir og SPRON hafa hækkað vexti Allir stóru viðskiptabankarnir og SPRON hafa hækkað vexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðalbankans í gær. Glitnir reið á vaðið í gær og hækkaði bæði verðtryggða og óverðtryggða vexti. Sama gerði SPRON í morgun og nú eftir hádegið hækkauðu KB banki og Landsbankinn sína vexti. Innlent 19.5.2006 15:26 Deilt um hvort bílastæðum fækki í miðborginni Þróunarfélag miðborgarinnar mótmælir líkt og Laugavegssamtökin áformum Reykjavíkurborgar um að fækka bílastæðum við götur miðborgarinnar eins og kemur fram í samþykkt borgarstjórnar. Þessari túlkun á samþykktum mótmælir formaður umhverfisráðs. Innlent 19.5.2006 15:11 Þýskir læknar krefjast betri kjara og vinnuaðstæðna Fjölmargir ævareiðir læknar lögðu niður vinnu víðsvegar um Þýskaland í dag, í þriðja sinn á fimm mánuðum til að krefjast betri launa og umbóta á vinnuaðstöðu sinni. Erlent 19.5.2006 14:46 Landamærastöð opnuð aftur eftir skotárás Landamærastöðin þar sem mexíkóska borgin Tijuana og San Diego í Bandaríkjunum liggja saman var opnuð aftur í dag eftir að landamæraverðir skutu til bana ökumann sem var á leið til Mexíkó síðdegis í gær. Erlent 19.5.2006 14:34 Atlanta leigir Saudi Arabian Airlines flugvélar Atlanta hefur gengið frá samningi um leigu Boeing 747-200 fraktvélar til Saudi Arabian Airlines. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Saudi Arabian Airlines leigir fraktvél af félaginu en hún bætist í hóp tveggja Boeing 747-300 farþegavéla sem Saudi Arabian Airlines leigir af Atlanta. Innlent 19.5.2006 14:31 KB banki hækkar líka vexti sína KB banki fylgir í kjölfar Glitnis og SPRON og hyggst hækka vexti óverðtryggðra og verðtryggðra lána. Er það gert eftir tilkynningu Seðlabankans í gær um hækkun stýrivaxta um 0,75 prósentustig. Innlent 19.5.2006 13:41 Tap Spalar 81 milljón Spölur ehf., sem rekur Hvalfjarðargöng, tapaði 81 milljón króna á sex mánaða tímabili frá 1. október í fyrra til 31. mars á þessu ári. Tapið á sama tíma í fyrra og hitteðfyrra nam 188 milljónum króna. Í sex mánaða uppgjör fyrirtækisins kemur fram að tap á öðrum ársfjórðungi fyrirtækisins, frá 1. janúar á þessu ári til 31. mars síðastliðins, nam 63 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra nam það 326 milljónum króna. 730 þúsund ökutæki fóru í gegnum Hvalfjarðargöng á tímabilinu. Viðskipti innlent 19.5.2006 13:47 Einsdæmi að púað sé fyrir flutning lags Fjöldi áhorfenda púaði og baulaði á Silvíu Nótt áður en hún hóf að flytja lag Íslendinga í undankeppni Eurovision í Ólympíuhöllinni í Grikklandi í gærkvöldi, sem mun vera einsdæmi í sögu keppninnar. Innlent 19.5.2006 12:21 Fjallað um Ísland í rússnesku morgunsjónvarpi Fjallað verður um Geysi, álfa og íslenska náttúru í rússnesku morgunsjónvarpi á næstu vikum. Annar aðalstjórnenda þáttarins hefur verið hér á landi ásamt tökuliði að kynna sér land og þjóð og ber hvoru tveggja vel söguna. Innlent 19.5.2006 12:17 Háttsettur Hamas-liði gripinn með mikla fjármuni Háttsettur fulltrúi í Hamas-samtökunum, sem stýra heimastjórn Palestínumanna, var gripinn við landamærin inn í Rafah-borg á Gaza-ströndinni frá Egyptalandi, með um sex hundruð þúsund evrur í beinhörðum peningum á sér. Erlent 19.5.2006 12:15 Húsnæðisverð hækkar enn Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1 prósent á milli mars og apríl. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,7 prósent en verð á sérbýli hækkaði um 2,5 prósent á milli mánaða. Viðskipti innlent 19.5.2006 13:08 Hlutabréf féllu á Indlandi Hlutabréf féllu á Indlandi í dag, annan daginn í röð. Bréf í kauphöll Indlands lækkuðu um 4,2 prósent en Sensex hlutabréfavísitalan fór niður um 4 prósent. Vísitalan féll um 6,8 prósent í gær en það mesta lækkun hlutabréfa í sögu landsins. Viðskipti erlent 19.5.2006 13:00 « ‹ ›
Mikil spenna í Palenstínu Mikil spenna er í Palestínu eftir skotbardaga milli andstæðra fylkinga á Gaza landræmunni í morgun. Þetta er martröð flestra Palestínumanna á herteknu svæðunum. Skotbardagar milli andstæðra fylkinga, Fatah hreyfingarinnar og Hamas. Fatah hefur verið ráðandi meðal Palestínumanna alla tíð þangað til Hamas náði óvænt meirihluta á palestínska þinginu í kosningum fyrr á þessu ári. Erlent 19.5.2006 21:07
Ráðherralisti Íraks kynntur á morgun Leiðtogar fylkinga í Írak hafa komist að samkomulagi um nýja ríkisstjórn. Ráðherralistinn verður birtur á morgun.Þó leiðtogarnir hafi komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í landinu hefur ekki tekist að manna stöðu innanríkis- og varnarmálaráðherra landsins. Verðandi forsætisráðherra Íraks, Nuri al Maliki, sagði í dag að hann muni halda áfram með að kynna og fá samþykki Íraksþings fyrir ríkisstjórn sína Erlent 19.5.2006 21:04
Styðja stækkun álversins í Straumsvík Framsóknarmenn í Hafnarfirði kynntu stefnumál sín á fundi í dag. Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið sterkur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sigurður Eyþórsson sem skipar 1. sæti B-lista og óháðra í bænum segist þó ekki líta til fortíðar. Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fram metnaðarfulla stefnuskrá þar sem málefni fjölskyldufólks séu höfð að leiðarljósi. Innlent 19.5.2006 20:37
Átak gegn barnaníðingum á netinu Átak er hafið til að koma í veg fyrir að eldri menn nái í börn á netinu eins og algengt er. Microsoft á Íslandi hefur tekið höndum saman við félagið SAFT, Samfélag fjölskyldu og tækni, til að berjast gegn vandamálinu. Erlent 19.5.2006 18:15
Stimpilgjöld skila 9 milljörðum Stimpilgjöld skiluðu tvöfalt hærri fjárhæð í ríkissjóð í fyrra en áætlað var. Þessi skuldaskattur skilaði fjórum komma fimm milljörðum meira en vænst var, aðallega vegna skuldbreytinga íbúðalána. Engin merki eru um að þessi skattur verði afnumin þrátt fyrir að leiðtogar stjórnarflokkana hafa kallað hann "úreltan og gamaldags hortitt". Innlent 19.5.2006 18:59
Tap Framsóknar skaðar stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta í borginni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, frjálslyndir ná inn manni en Framsókn ekki. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að ef niðurstaðan verði á þessum nótum muni það hafa alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Framsóknarmenn sitji ekki undir því að taka einir á sig óvinsældir ríkisstjórnarinnar. Innlent 19.5.2006 18:56
"Mama Africa" tók lagið á fundi Unicef Miriam Makeba, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna og einn virtasti tónlistamaður síðustu aldar, hitti aðstandendur Unicef á Íslandi á Hótel Nordica í dag. Innlent 19.5.2006 18:19
Gæsluvarðhaldi framlengt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhaldi yfir mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að stóru fíkniefnamáli sem upp kom í apríl. Mennirnir voru staðnir að verki við að taka á þriðja tug kílóa af amfetamíni og hassi úr bíl sem fluttur var hingað frá Hollandi. Þrír mannanna eru íslenskir en sá fjórði er hollenskur. Innlent 19.5.2006 18:14
Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ ökuréttindalaus Annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hefur ekki ökuleyfi þar sem hann var sviptur því í eitt ár eftir ölvunarakstur í nóvember á síðasta ári. Samherjar hans vissu ekki af málinu fyrr en í síðustu viku. Innlent 19.5.2006 17:29
Átök milli fanga og fangavarða í Guantanamo-búðunum Til átaka kom milli fanga og fangavarða í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í gær. Fram kemur á fréttavef BBC að fangaverðir voru að reyna að koma í veg fyrir að einn fanginn svipti sig lífi þegar aðrir fangar réðust á þá með vopnum útbúnum úr viftum og öðru tiltæku. Erlent 19.5.2006 17:17
Deila um styrkveitingu til Fram Samstaða Sjálfstæðismanna og Alfreðs Þorsteinssonar um styrkveitingu til Fram sýnir að fyrirgreiðslupólitíkin ræður völdum í Reykjavík ef Sjálfstæðismenn komast til valda segir borgarfulltrúi Samfylkingar. Ómerkilegur málflutningur segja hvort tveggja oddviti Sjálfstæðisflokks og formaður Fram. Innlent 19.5.2006 17:03
400 stúdentaíbúðir byggðar við Hlemm 400 stúdentaíbúðir munu rísa við Hlemm á næstu árum, en Skipulagsráð Reykjavíkur og Byggingafélag námsmanna kynnti þessi áform á blaðamannafundi í dag. Innlent 19.5.2006 16:06
Dorrit ekki búin að sækja um ríkisborgararétt Forsetahjónin fögnuðu nýlega þriggja ára brúðkaupsafmæli sínu og því getur Dorrit Moussaief sótt um að gerast íslenskur ríkisborgari. Í viðtali við NFS hinn 10. maí sagðist Dorrit ætla að sækja um ríkisborgararétt, en hún hafði skömmu áður átt í útistöðum við starfsmenn innflytjendaeftirlitsins í Ísrael. Innlent 19.5.2006 16:27
Mannskætt umferðarslys í Tyrklandi Minnst fjörutíu létu lífið og sjö særðust þegar vöruflutningabíll sem var að flytja ólöglega innflytjendur frá Afganistan og Bangladess skall aftan á kyrrstæðan flutningabíl í bænum Osmaniye í Tyrklandi í dag. Svo virðist sem fólkið hafi kastast út úr bílnum og á götuna þegar áreksturinn varð með þessum hörmulegu afleiðingum. Erlent 19.5.2006 15:50
Apple-verslun opnar í Finnlandi Öflun ehf., sem rekur Apple-verslanir á Norðurlöndum, opnaði 13. Apple-verslunina í Helsinki í Finnlandi í dag. Þetta er önnur verslun fyrirtækisins í landinu. Mikil spenna var vegna opnunarinnar og biðu um 300 manns fyrir utan verslunina eftir því að hún opnaði. Með því var fyrra met slegið hvað varðar aðsókn og veltu á opnunardegi. Viðskipti innlent 19.5.2006 16:01
Hörð átök við öryggismúr Ísraela í Bilin Palestínskur mótmælandi slasaðist alvarlega þegar öryggismúr Ísraela á Vesturbakkanum var mótmælt í dag. Mótmælin fór fram í Bilin nálægt borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Mótmælendur köstuðu grjóti að ísraelskum hermönnum sem svöruðu með táragasi og skutu gúmmíkúlum á mótmælendur til að stöðva aðgerðir þeirra Erlent 19.5.2006 15:44
Nasdaq eykur hlut sinn í LSE Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur aukið hlut sinn í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) í 25,1 prósent. Markaðurinn hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt og eykur það líkurnar til muna á því að hann geri yfirtökutilboð í LSE á nýjan leik. Viðskipti erlent 19.5.2006 15:45
Harður árekstur í Mývatnssveit Harður árekstur var á þjóðveginum við gömlu Kísiliðjuna við Mývatn á þriðja tímanum í dag. Tildrög slyssins eru óljós en annar bílanna valt við áreksturinn en hinn fór út af veginum. Ekki munu hafa orðið alvarleg slys á fólki en lögregla er nú á vettvangi. Innlent 19.5.2006 15:41
Allir viðskiptabankarnir og SPRON hafa hækkað vexti Allir stóru viðskiptabankarnir og SPRON hafa hækkað vexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðalbankans í gær. Glitnir reið á vaðið í gær og hækkaði bæði verðtryggða og óverðtryggða vexti. Sama gerði SPRON í morgun og nú eftir hádegið hækkauðu KB banki og Landsbankinn sína vexti. Innlent 19.5.2006 15:26
Deilt um hvort bílastæðum fækki í miðborginni Þróunarfélag miðborgarinnar mótmælir líkt og Laugavegssamtökin áformum Reykjavíkurborgar um að fækka bílastæðum við götur miðborgarinnar eins og kemur fram í samþykkt borgarstjórnar. Þessari túlkun á samþykktum mótmælir formaður umhverfisráðs. Innlent 19.5.2006 15:11
Þýskir læknar krefjast betri kjara og vinnuaðstæðna Fjölmargir ævareiðir læknar lögðu niður vinnu víðsvegar um Þýskaland í dag, í þriðja sinn á fimm mánuðum til að krefjast betri launa og umbóta á vinnuaðstöðu sinni. Erlent 19.5.2006 14:46
Landamærastöð opnuð aftur eftir skotárás Landamærastöðin þar sem mexíkóska borgin Tijuana og San Diego í Bandaríkjunum liggja saman var opnuð aftur í dag eftir að landamæraverðir skutu til bana ökumann sem var á leið til Mexíkó síðdegis í gær. Erlent 19.5.2006 14:34
Atlanta leigir Saudi Arabian Airlines flugvélar Atlanta hefur gengið frá samningi um leigu Boeing 747-200 fraktvélar til Saudi Arabian Airlines. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Saudi Arabian Airlines leigir fraktvél af félaginu en hún bætist í hóp tveggja Boeing 747-300 farþegavéla sem Saudi Arabian Airlines leigir af Atlanta. Innlent 19.5.2006 14:31
KB banki hækkar líka vexti sína KB banki fylgir í kjölfar Glitnis og SPRON og hyggst hækka vexti óverðtryggðra og verðtryggðra lána. Er það gert eftir tilkynningu Seðlabankans í gær um hækkun stýrivaxta um 0,75 prósentustig. Innlent 19.5.2006 13:41
Tap Spalar 81 milljón Spölur ehf., sem rekur Hvalfjarðargöng, tapaði 81 milljón króna á sex mánaða tímabili frá 1. október í fyrra til 31. mars á þessu ári. Tapið á sama tíma í fyrra og hitteðfyrra nam 188 milljónum króna. Í sex mánaða uppgjör fyrirtækisins kemur fram að tap á öðrum ársfjórðungi fyrirtækisins, frá 1. janúar á þessu ári til 31. mars síðastliðins, nam 63 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra nam það 326 milljónum króna. 730 þúsund ökutæki fóru í gegnum Hvalfjarðargöng á tímabilinu. Viðskipti innlent 19.5.2006 13:47
Einsdæmi að púað sé fyrir flutning lags Fjöldi áhorfenda púaði og baulaði á Silvíu Nótt áður en hún hóf að flytja lag Íslendinga í undankeppni Eurovision í Ólympíuhöllinni í Grikklandi í gærkvöldi, sem mun vera einsdæmi í sögu keppninnar. Innlent 19.5.2006 12:21
Fjallað um Ísland í rússnesku morgunsjónvarpi Fjallað verður um Geysi, álfa og íslenska náttúru í rússnesku morgunsjónvarpi á næstu vikum. Annar aðalstjórnenda þáttarins hefur verið hér á landi ásamt tökuliði að kynna sér land og þjóð og ber hvoru tveggja vel söguna. Innlent 19.5.2006 12:17
Háttsettur Hamas-liði gripinn með mikla fjármuni Háttsettur fulltrúi í Hamas-samtökunum, sem stýra heimastjórn Palestínumanna, var gripinn við landamærin inn í Rafah-borg á Gaza-ströndinni frá Egyptalandi, með um sex hundruð þúsund evrur í beinhörðum peningum á sér. Erlent 19.5.2006 12:15
Húsnæðisverð hækkar enn Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1 prósent á milli mars og apríl. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,7 prósent en verð á sérbýli hækkaði um 2,5 prósent á milli mánaða. Viðskipti innlent 19.5.2006 13:08
Hlutabréf féllu á Indlandi Hlutabréf féllu á Indlandi í dag, annan daginn í röð. Bréf í kauphöll Indlands lækkuðu um 4,2 prósent en Sensex hlutabréfavísitalan fór niður um 4 prósent. Vísitalan féll um 6,8 prósent í gær en það mesta lækkun hlutabréfa í sögu landsins. Viðskipti erlent 19.5.2006 13:00