Fréttir Verkalýðsfélög á Vesturlandi sameinuð Félagar í þremur verkalýðsfélögum á Vesturlandi hafa samþykkt sameiningu félaganna undir nafni Verkalýðsfélags Vesturlands. Félögin eru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal. Innlent 24.5.2006 06:49 Athuga hvort fuglaflensa hafi smitast milli manna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin rannsakar nú hvort átta manna fjölskylda í Indónesíu hafi smitað hvort annað af fuglaflensu. Ef rétt reynist er þetta fyrsta tilfelli þar sem fuglaflensuveiran berst frá manni til manns. Aldrei hafa svo margir á sama stað smitast af fuglaflensunni, en það sem veldur sérstökum áhyggjum starfsmanna alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, er að ekki er vitað til að fólkið hafi komist í snertingu við sýkta fugla eða dýr. Erlent 24.5.2006 06:27 Skjót viðbrögð bænda á haugsugum réðu úrslitum Skjót viðbrögð bænda réðu úrslitum um það að sinubruni, sem kviknaði við Bollastaði í Hraungerðishreppi, rétt austan við Selfoss snemma í gærkvöldi, náði ekki útbreiðslu. Þeir komu á vettvang með fjórar öflugar haugsugur og gátu dælt margfalt meiru vatni en slökkviliðið. Einangrari á raflínu um sveitina slitnaði niður úr einum staurnum þannig að raflínum sló saman og við það varð mikið neistaflug, sem talið er hafa kveikt eldinn. Slökkvistarfið tók röskar tvær klukkusutndir. Innlent 24.5.2006 06:26 Velti flutningabíl í vindhviðu Ökumaður slapp ómeiddur þegar flutningabíll með tengivagni valt út af veginum við Kollafjörð, undir Esjuhlíðum í gærkvöldi, í geysi harðri vindhviðu. Vegna hvassviðris á svæðinu og vestur á Kjalarnes, hefur ekki verið hægt að ná bílnum upp og varar lögregla ökumenn við því að tengivagninn er enn í vegkantinum. Innlent 24.5.2006 06:22 Geta skilað inn hnífum án þess að greiða sekt Breska lögreglan stendur nú fyrir nokkurs konar gjaldfrjálsum dögum út júní. Fólk sem hefur ólöglega hnífa undir höndum getur nú skilað þeim á lögreglustöð án þess að þurfa að greiða sekt fyrir ólöglega vopnaeign. Átakið er til komið vegna vaxandi tíðni ofbeldis þar sem hnífar koma við sögu. Eftir gjaldfrjálsu dagana verður hins vegar tekið fastar en nokkru sinni á þeim sem eru teknir með ólöglega hnífa undir höndum. Erlent 24.5.2006 06:20 Óttast að yfir hundrað manns hafi farist Óttast er að yfir hundrað manns hafi farist í hamfaraflóðum í Norður-Tælandi í gær. 27 höfðu fundist látnir í gær og margra er saknað. Björgunarmenn á þyrlum og á jörðu reyndu í gær að bjarga fólki sem situr fast á heimilum sínum, í lestum og á víðavangi. Um þúsund manns hafa verið fluttir í burtu en reiknað er með að um 75 þúsund manns hafi orðið fyrir einhverju eignatjóni. Erlent 24.5.2006 06:15 Töldu sig ekki skuldbundna loforði Bush við Davíð Bandaríkjamenn töldu sig ekki lengur skuldbundna af því persónulegu loforði Bush bandaríkjafroseta við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að ákveða ekki einhliða breytingar á vörnum Íslands, eftir að Davíð hætti í pólitík og Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra. Þetta kemur fram í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, sem birt er í vorhefti Skýrnis. Innlent 24.5.2006 06:45 Dansstjörnur framtíðarinnar Nemendur í Jazzballetskóla Báru stóðu fyrir veglegri nemendasýninu í Borgarleikhúsinu í kvöld. Töfrar, söngleikir og ævintýri voru þema sýningarinnar í ár og voru Alladín, Bugsý Mallone, og Chicago meðal þeirra atriða sem nemendur sýndu. Skólinn fagnar fjörtíu ára starfsafmæli um þessar mundir en um sjö hundruð nemar stunda dansnám við skólann. Innlent 23.5.2006 22:52 D-listi á móti rekstri opinberra leikskóla? Þrír frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru á móti rekstri opinberra leikskóla og opinberum framlögum til menningar- og menntamála. Þessu heldur frambjóðandi Samfylkingarinnar í borginni fram. Innlent 23.5.2006 22:43 Hjallastefnan tekin upp á Hraunborg Hjallastefnan ehf. mun taka við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is, greinir frá því að samningur þess efnis hafi verið undirritaður í dag. Innlent 23.5.2006 22:40 Grillveisla hjá Skammtímavistun einhverfra barna Margt var um manninn í grillveislu Skammtímavistunar fyrir einhverf börn í Hólabergi í kvöld. Snorri Idolstjarna söng fyrir hópinn og Latabæjarveggurinn svokallaði var vígður. Innlent 23.5.2006 22:15 Hafði ekkert með árásirnar 11. september að gera Zacarias Moussaoui hafði ekkert með hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 að gera. Þetta segir Osama bin Laden á hljóðupptöku sem birtist á vefsíðu í kvöld. Þar segist bin Laden hafa sjálfur valið alla þá nítján menn sem tóku þátt í árásunum sem kostuðu hátt í þrjú þúsund manns lífið í New York og Washington og því viti hann um hvað hann er að tala. Erlent 23.5.2006 22:00 Þrjú verkalýðsfélög sameinast Félagar í þremur verkalýðsfélögum á Vesturlandi hafa samþykkt sameiningu félaganna undir nafni Verkalýðsfélags Vesturlands. Félögin eru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal. Innlent 23.5.2006 21:22 Sjálfstæðismenn til valda í Kópavogi Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS. Sjálfstæðismenn fengju 46,8 prósent atkvæða og það dygði þeim til að fá sex bæjarfulltrúa af ellefu í Kópavogi. Innlent 23.5.2006 19:25 Kosningavaka NFS og Stöðvar 2 allt þar til yfir lýkur Áhersla verður lögð á skjótar, áreiðanlegar og skýrar upplýsingar á kosningavöku NFS, Stöðvar tvö og tengdra miðla sem fram fer að kvöldi kjördags. Kosningavakan hefst strax að loknum fréttum á laugardag og stendur þar til öll úrslit liggja fyrir. Innlent 23.5.2006 18:26 Gjaldskyld bílastæði við Landspítalann Þeir sem heimsækja Landspítalann við Hringbraut eða í Fossvogi á næstu vikum mega eiga von á stöðumælasekt ef þeir leggja í stæði nærri aðalbyggingunum án þess að greiða fyrir. Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs segir stöðumælum komið þar upp að ósk stjórnenda spítalans sem vilja tryggja sjúklingum og aðstandendum þeirra betra aðgengi að spítalanum. Innlent 23.5.2006 18:14 Hægt að lækka lyfjaútgjöld um 160 milljónir með einu lyfi Tryggingastofnun ríksins gæti sparað um 160 milljónir króna í lyfjakostnað á ári ef hægt væri að kaupa samheitalyfið Sivacor, sem lækkar blóðfitu, á sama verði og í Danmörku. Hlutur sjúklinga yrði þá einnig tíu þúsund krónum lægri. Innlent 23.5.2006 17:42 Tvískinnungur rauði þráðurinn Árið 2005 var mótsagnakennt í mannréttindamálum í heiminum, því þótt margt hafi áunnist, grófu áhrifamiklar ríkisstjórnir undan væntingum um aukin mannréttindi. Þetta er í stuttu máli niðurstaða ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Erlent 23.5.2006 18:22 Vonskuveður víða um land Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir eru á Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Vonskuveður er á Klettshálsi og vegurinn þungfær. Á Steingrímsfjarðarheiði er hálku og skafrenningur, hálkublettir eru á Ströndum og ófært er norðan Bjarnafjarðar. Í Húnavatnssýslum er víðast snjóþekja eða krapi á vegum og þæfingsfærð er fyrir Vatnsnes. Þá er sömuleiðis þæfingsfærð á Þverárfjalli, snjóþekja er á Siglufjarðarvegi og þungfært er í Fljótum. Innlent 23.5.2006 17:58 Loftsteinn á leið til jarðar Loftsteinn fellur á jörðina nú á fimmtudaginn ef marka má kenningar sem nú ganga ljósum logum á netinu. Erlent 23.5.2006 17:40 Fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar snuprar Björn Inga Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, snuprar Björn Inga Hrafnsson, oddvita flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar um næstu helgi, í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 23.5.2006 17:31 Segir marga bresti hafa myndast í íslensku velferðarkerfi Mikil aukning hefur verið meðal þeirra sem þurfa að leita aðstoðar Fjölskylduhjálpar Íslands á síðustu árum. Allt starf samtakanna er unnið í sjálfboðastarfi en um 60 fyrirtækjum, sem stutt hafa við Fjölskylduhjálpina, voru veitt þakkarbréf í Ráðherrabústaðnum í dag. Innlent 23.5.2006 17:07 Dönsku fjölmiðlarnir gefa út fríblað Fréttir hafa borist af því að Politiken og Jyllandsposten ætli að gefa út fríblað í Kaupmannahöfn líkt og Dagsbrúnarliðar. Blaðið mun bera nafnið Nyhederavisen, eða Fréttablaðið, upp á ástkæra ylhýra. Forstjóri 365 miðla í Danmörku segist ekki óttast samkeppnina. Erlent 23.5.2006 17:07 20 prósent dýrara en yfirvinna Íslendinganna Það verður 20 prósent dýrara að fá danska hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum en að fá íslenska hjúkrunarfræðinga til að manna vaktirnar í yfirvinnu. Stjórnendur spítalans segja þetta hins vegar tryggja mönnun á þeim vöktum sem Danirnir eru ráðnir á meðan á sumarfríum starfsmanna stendur. Innlent 23.5.2006 16:51 Meirihlutinn kýs NYSE Hluthafar í samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext felldu á árlegum hluthafafundi markaðarins í dag tillögu þess efnis að ganga að tilboði þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börsen, í markaðinn, sem lagt var fram í dag. Tilboð kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum, sem gert var í Euronext í gær, hljóðar upp á 10,3 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 750 milljarða íslenskra króna. Virðist engu skipta þótt tilboð þýsku kauphallarinnar sé 8 prósentum hærra. Viðskipti erlent 23.5.2006 15:42 Veðurspá hækkar olíuverð Olíuverð hækkaði um tæpan Bandaríkjadal á tunnu í framvirkum samningum á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að veðurfræðingar spáðu því að fellibyljir á Atlantshafi geti truflað olíuframleiðslu við Mexíkóflóa í sumar og haust. Viðskipti erlent 23.5.2006 15:32 Landhelgisgæslan fjölgar þyrlum sínum Ákveðið hefur verið að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar um tvær. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en leigja á tvær þyrlur, sambærilegar þeim sem nú er í rekstri hjá Landhelgisgæslunni, til viðbótar þeim sem fyrir eru. Miðað er við að þyrlurnar verði komnar til landsins eigi síðar en í september á þessu ári. Samhliða verður unnið að því að fjölga starfsfólki hjá Landhelgisgæslunni svo unnt sé að halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn allt árið. Innlent 23.5.2006 14:15 Eimskip eykur umsvif sín Eimskip hefur gengið frá kaupum á helmings hlut í Kursia Linija, sem er eitt stærsta skipafélag í Eystarsaltsríkjunum í einkaeign. Heildartekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru tæpir 4,3 milljaðrar króna. Innlent 23.5.2006 13:46 Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, verður haldinn í Kópavogi í kvöld. Þar situr nú meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en klukkan fimm í dag birtum við fyrstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem sýnir hvort breyting er að verða á því. Innlent 23.5.2006 12:29 Deutsche Börse býður í Euronext Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, gerði í dag tilboð í samevrópa hlutabréfamarkaðinn Euronext. Tilboðið hljóðar upp á 11 milljarða Bandaríkjadali, sem er 700 milljónum dölum meira en kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum bauð í hlutabréfamarkaðinn. Viðskipti erlent 23.5.2006 11:11 « ‹ ›
Verkalýðsfélög á Vesturlandi sameinuð Félagar í þremur verkalýðsfélögum á Vesturlandi hafa samþykkt sameiningu félaganna undir nafni Verkalýðsfélags Vesturlands. Félögin eru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal. Innlent 24.5.2006 06:49
Athuga hvort fuglaflensa hafi smitast milli manna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin rannsakar nú hvort átta manna fjölskylda í Indónesíu hafi smitað hvort annað af fuglaflensu. Ef rétt reynist er þetta fyrsta tilfelli þar sem fuglaflensuveiran berst frá manni til manns. Aldrei hafa svo margir á sama stað smitast af fuglaflensunni, en það sem veldur sérstökum áhyggjum starfsmanna alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, er að ekki er vitað til að fólkið hafi komist í snertingu við sýkta fugla eða dýr. Erlent 24.5.2006 06:27
Skjót viðbrögð bænda á haugsugum réðu úrslitum Skjót viðbrögð bænda réðu úrslitum um það að sinubruni, sem kviknaði við Bollastaði í Hraungerðishreppi, rétt austan við Selfoss snemma í gærkvöldi, náði ekki útbreiðslu. Þeir komu á vettvang með fjórar öflugar haugsugur og gátu dælt margfalt meiru vatni en slökkviliðið. Einangrari á raflínu um sveitina slitnaði niður úr einum staurnum þannig að raflínum sló saman og við það varð mikið neistaflug, sem talið er hafa kveikt eldinn. Slökkvistarfið tók röskar tvær klukkusutndir. Innlent 24.5.2006 06:26
Velti flutningabíl í vindhviðu Ökumaður slapp ómeiddur þegar flutningabíll með tengivagni valt út af veginum við Kollafjörð, undir Esjuhlíðum í gærkvöldi, í geysi harðri vindhviðu. Vegna hvassviðris á svæðinu og vestur á Kjalarnes, hefur ekki verið hægt að ná bílnum upp og varar lögregla ökumenn við því að tengivagninn er enn í vegkantinum. Innlent 24.5.2006 06:22
Geta skilað inn hnífum án þess að greiða sekt Breska lögreglan stendur nú fyrir nokkurs konar gjaldfrjálsum dögum út júní. Fólk sem hefur ólöglega hnífa undir höndum getur nú skilað þeim á lögreglustöð án þess að þurfa að greiða sekt fyrir ólöglega vopnaeign. Átakið er til komið vegna vaxandi tíðni ofbeldis þar sem hnífar koma við sögu. Eftir gjaldfrjálsu dagana verður hins vegar tekið fastar en nokkru sinni á þeim sem eru teknir með ólöglega hnífa undir höndum. Erlent 24.5.2006 06:20
Óttast að yfir hundrað manns hafi farist Óttast er að yfir hundrað manns hafi farist í hamfaraflóðum í Norður-Tælandi í gær. 27 höfðu fundist látnir í gær og margra er saknað. Björgunarmenn á þyrlum og á jörðu reyndu í gær að bjarga fólki sem situr fast á heimilum sínum, í lestum og á víðavangi. Um þúsund manns hafa verið fluttir í burtu en reiknað er með að um 75 þúsund manns hafi orðið fyrir einhverju eignatjóni. Erlent 24.5.2006 06:15
Töldu sig ekki skuldbundna loforði Bush við Davíð Bandaríkjamenn töldu sig ekki lengur skuldbundna af því persónulegu loforði Bush bandaríkjafroseta við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að ákveða ekki einhliða breytingar á vörnum Íslands, eftir að Davíð hætti í pólitík og Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra. Þetta kemur fram í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, sem birt er í vorhefti Skýrnis. Innlent 24.5.2006 06:45
Dansstjörnur framtíðarinnar Nemendur í Jazzballetskóla Báru stóðu fyrir veglegri nemendasýninu í Borgarleikhúsinu í kvöld. Töfrar, söngleikir og ævintýri voru þema sýningarinnar í ár og voru Alladín, Bugsý Mallone, og Chicago meðal þeirra atriða sem nemendur sýndu. Skólinn fagnar fjörtíu ára starfsafmæli um þessar mundir en um sjö hundruð nemar stunda dansnám við skólann. Innlent 23.5.2006 22:52
D-listi á móti rekstri opinberra leikskóla? Þrír frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru á móti rekstri opinberra leikskóla og opinberum framlögum til menningar- og menntamála. Þessu heldur frambjóðandi Samfylkingarinnar í borginni fram. Innlent 23.5.2006 22:43
Hjallastefnan tekin upp á Hraunborg Hjallastefnan ehf. mun taka við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is, greinir frá því að samningur þess efnis hafi verið undirritaður í dag. Innlent 23.5.2006 22:40
Grillveisla hjá Skammtímavistun einhverfra barna Margt var um manninn í grillveislu Skammtímavistunar fyrir einhverf börn í Hólabergi í kvöld. Snorri Idolstjarna söng fyrir hópinn og Latabæjarveggurinn svokallaði var vígður. Innlent 23.5.2006 22:15
Hafði ekkert með árásirnar 11. september að gera Zacarias Moussaoui hafði ekkert með hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 að gera. Þetta segir Osama bin Laden á hljóðupptöku sem birtist á vefsíðu í kvöld. Þar segist bin Laden hafa sjálfur valið alla þá nítján menn sem tóku þátt í árásunum sem kostuðu hátt í þrjú þúsund manns lífið í New York og Washington og því viti hann um hvað hann er að tala. Erlent 23.5.2006 22:00
Þrjú verkalýðsfélög sameinast Félagar í þremur verkalýðsfélögum á Vesturlandi hafa samþykkt sameiningu félaganna undir nafni Verkalýðsfélags Vesturlands. Félögin eru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal. Innlent 23.5.2006 21:22
Sjálfstæðismenn til valda í Kópavogi Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS. Sjálfstæðismenn fengju 46,8 prósent atkvæða og það dygði þeim til að fá sex bæjarfulltrúa af ellefu í Kópavogi. Innlent 23.5.2006 19:25
Kosningavaka NFS og Stöðvar 2 allt þar til yfir lýkur Áhersla verður lögð á skjótar, áreiðanlegar og skýrar upplýsingar á kosningavöku NFS, Stöðvar tvö og tengdra miðla sem fram fer að kvöldi kjördags. Kosningavakan hefst strax að loknum fréttum á laugardag og stendur þar til öll úrslit liggja fyrir. Innlent 23.5.2006 18:26
Gjaldskyld bílastæði við Landspítalann Þeir sem heimsækja Landspítalann við Hringbraut eða í Fossvogi á næstu vikum mega eiga von á stöðumælasekt ef þeir leggja í stæði nærri aðalbyggingunum án þess að greiða fyrir. Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs segir stöðumælum komið þar upp að ósk stjórnenda spítalans sem vilja tryggja sjúklingum og aðstandendum þeirra betra aðgengi að spítalanum. Innlent 23.5.2006 18:14
Hægt að lækka lyfjaútgjöld um 160 milljónir með einu lyfi Tryggingastofnun ríksins gæti sparað um 160 milljónir króna í lyfjakostnað á ári ef hægt væri að kaupa samheitalyfið Sivacor, sem lækkar blóðfitu, á sama verði og í Danmörku. Hlutur sjúklinga yrði þá einnig tíu þúsund krónum lægri. Innlent 23.5.2006 17:42
Tvískinnungur rauði þráðurinn Árið 2005 var mótsagnakennt í mannréttindamálum í heiminum, því þótt margt hafi áunnist, grófu áhrifamiklar ríkisstjórnir undan væntingum um aukin mannréttindi. Þetta er í stuttu máli niðurstaða ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Erlent 23.5.2006 18:22
Vonskuveður víða um land Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir eru á Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Vonskuveður er á Klettshálsi og vegurinn þungfær. Á Steingrímsfjarðarheiði er hálku og skafrenningur, hálkublettir eru á Ströndum og ófært er norðan Bjarnafjarðar. Í Húnavatnssýslum er víðast snjóþekja eða krapi á vegum og þæfingsfærð er fyrir Vatnsnes. Þá er sömuleiðis þæfingsfærð á Þverárfjalli, snjóþekja er á Siglufjarðarvegi og þungfært er í Fljótum. Innlent 23.5.2006 17:58
Loftsteinn á leið til jarðar Loftsteinn fellur á jörðina nú á fimmtudaginn ef marka má kenningar sem nú ganga ljósum logum á netinu. Erlent 23.5.2006 17:40
Fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar snuprar Björn Inga Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, snuprar Björn Inga Hrafnsson, oddvita flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar um næstu helgi, í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 23.5.2006 17:31
Segir marga bresti hafa myndast í íslensku velferðarkerfi Mikil aukning hefur verið meðal þeirra sem þurfa að leita aðstoðar Fjölskylduhjálpar Íslands á síðustu árum. Allt starf samtakanna er unnið í sjálfboðastarfi en um 60 fyrirtækjum, sem stutt hafa við Fjölskylduhjálpina, voru veitt þakkarbréf í Ráðherrabústaðnum í dag. Innlent 23.5.2006 17:07
Dönsku fjölmiðlarnir gefa út fríblað Fréttir hafa borist af því að Politiken og Jyllandsposten ætli að gefa út fríblað í Kaupmannahöfn líkt og Dagsbrúnarliðar. Blaðið mun bera nafnið Nyhederavisen, eða Fréttablaðið, upp á ástkæra ylhýra. Forstjóri 365 miðla í Danmörku segist ekki óttast samkeppnina. Erlent 23.5.2006 17:07
20 prósent dýrara en yfirvinna Íslendinganna Það verður 20 prósent dýrara að fá danska hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum en að fá íslenska hjúkrunarfræðinga til að manna vaktirnar í yfirvinnu. Stjórnendur spítalans segja þetta hins vegar tryggja mönnun á þeim vöktum sem Danirnir eru ráðnir á meðan á sumarfríum starfsmanna stendur. Innlent 23.5.2006 16:51
Meirihlutinn kýs NYSE Hluthafar í samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext felldu á árlegum hluthafafundi markaðarins í dag tillögu þess efnis að ganga að tilboði þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börsen, í markaðinn, sem lagt var fram í dag. Tilboð kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum, sem gert var í Euronext í gær, hljóðar upp á 10,3 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 750 milljarða íslenskra króna. Virðist engu skipta þótt tilboð þýsku kauphallarinnar sé 8 prósentum hærra. Viðskipti erlent 23.5.2006 15:42
Veðurspá hækkar olíuverð Olíuverð hækkaði um tæpan Bandaríkjadal á tunnu í framvirkum samningum á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að veðurfræðingar spáðu því að fellibyljir á Atlantshafi geti truflað olíuframleiðslu við Mexíkóflóa í sumar og haust. Viðskipti erlent 23.5.2006 15:32
Landhelgisgæslan fjölgar þyrlum sínum Ákveðið hefur verið að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar um tvær. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en leigja á tvær þyrlur, sambærilegar þeim sem nú er í rekstri hjá Landhelgisgæslunni, til viðbótar þeim sem fyrir eru. Miðað er við að þyrlurnar verði komnar til landsins eigi síðar en í september á þessu ári. Samhliða verður unnið að því að fjölga starfsfólki hjá Landhelgisgæslunni svo unnt sé að halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn allt árið. Innlent 23.5.2006 14:15
Eimskip eykur umsvif sín Eimskip hefur gengið frá kaupum á helmings hlut í Kursia Linija, sem er eitt stærsta skipafélag í Eystarsaltsríkjunum í einkaeign. Heildartekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru tæpir 4,3 milljaðrar króna. Innlent 23.5.2006 13:46
Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, verður haldinn í Kópavogi í kvöld. Þar situr nú meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en klukkan fimm í dag birtum við fyrstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem sýnir hvort breyting er að verða á því. Innlent 23.5.2006 12:29
Deutsche Börse býður í Euronext Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, gerði í dag tilboð í samevrópa hlutabréfamarkaðinn Euronext. Tilboðið hljóðar upp á 11 milljarða Bandaríkjadali, sem er 700 milljónum dölum meira en kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum bauð í hlutabréfamarkaðinn. Viðskipti erlent 23.5.2006 11:11