Fréttir Fjögur flugfélög keppa um hylli farþega Fjögur flugfélög keppa um hylli farþega á milli London og Keflavíkur næsta sumar. Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur áætlunarflug hingað til lands. Innlent 4.10.2006 12:02 Vilja banna botnvörpuveiðar Umhverfisverndarsinnar leggja nú hart að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að banna botnvörpuveiðar. Umræður um bann við slíkum veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum fara fram á þinginu í vikunni. Erlent 4.10.2006 11:55 10 látnir og 72 slasaðir í Baghdad 10 eru látnir og 72 slasaðir eftir að fjöldi sprengja sprakk í Baghdad í dag. Fjöldi lögreglumanna og gangandi vegfarenda slasaðist, bílar eyðilögðust og hluti nærliggjandi byggingar hrundi. Sprengja hæfði einnig öryggisfylgd iðnaðarráðherra Íraks sem var á ferð í nýjum hluta borgarinnar. Erlent 4.10.2006 10:57 Kreditkortavelta heimilanna eykst Kreditkortavelta heimilanna jókst um 22% á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Debetkortavelta jókst um 7,7% á þessu tímabili. Innlent 4.10.2006 10:40 Farþegum til landsins fjölgar Farþegum sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 14,6% á fyrstu átta mánuðum ársins, samanborið við saman tíma í fyrra. Samtals komu 612 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll fyrstu átta mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra komu 534 þúsund farþegar. Innlent 4.10.2006 10:14 Landvernd sendir Skagfirðingum aðvörun Innlent 4.10.2006 10:14 Á stuttaermabol í kuldann Hundrað og fimmtíu manna hópur, sem kom til Akureyrar með leiguflugi í nótt, var tekinn niður á jörðina í orðsins fyllstu merkingu. Fólkið hafði stigið upp í flugvélina í fjörutíu stiga hita á Mallorca, en hiti var við frostmark á Akureyri þegar það gekk út úr vélinni í stuttermabolum Innlent 4.10.2006 09:50 Síldin brædd í mjöl Lang mest af síldinni, sem veiðst hefur á þessari vertíð, hefur verið brætt í mjöl til skepnufóðurs, en ekki til menneldis eins og í fyrra. Ástæðan er að að bæði Íslendingar og Norðmenn frystu allt of mikið af síld í fyrra þannig að markaðurinn yfirfylltist og birgðir hlóðust upp. Innlent 4.10.2006 09:46 Enn fleiri rafhlöður innkallaðar Japanski tölvuframleiðandinn Fujitsu hefur bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að innkalla rafhlöður frá Sony, sem seldar voru með fartölvum fyrirtækisins. Um 287.000 rafhlöður er að ræða að þessu sinni, sem verða innkallaðar í varúðarskyni. Viðskipti erlent 4.10.2006 09:01 Tafir á afhendingu risaþota frá Airbus Mörg af stærstu flugfélögum í heimi munu vera að endurskoða pantanir sínar á A380 risaþotum eftir að stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, greindi frá því að afhending á risaþotunum myndi dragast fram á haustið 2007. Viðskipti erlent 4.10.2006 09:01 Geir vinsælastur Geir Haarde forsætisráðherra er vinsælasti ráðherrann samkæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallups. Um 56% svarenda völdu Geir, en fast á hæla honum fylgdu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Siv Friðleifsdóttir. Guðni Ágústsson og Einar K. Guðfinnsson voru með yfir 40 % og Jónína Bjartmars og Árni Mathiesen með ríflega 30%. Innlent 4.10.2006 08:42 Ryanair til Íslands Lággjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að hefja áætlunarflug hingað til lands frá London og Dublin næsta sumar. Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ryanair verður þá eina flugvélagið sem flýgur áætlunarflug milli Íslands og Dublin. Innlent 4.10.2006 08:14 Stöð 2 verði efld Efling ljósvakamiðla 365 er meðal þess sem stjórnendur Dagsbrúnar horfa til nú þegar unnið er að uppskiptingu félagsins í tvo hluta, 365 hf. og Teymis hf. Er þar aðallega horft til Stöðvar 2 þar sem stjórnendur félagsins sjá aukna vaxtarmöguleika en alls mun einn þriðji hluti eigna Dagsbrúnar falla í fjölmiðlahlutann. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17 Samdráttur hjá 3i Group Breski fjárfestingasjóðurinn 3i, sem sérhæfir sig í yfirtökum á skráðum félögum, greindi frá því að fjárfestingatekjur hans hefðu fallið um þriðjung frá því í apríl til loka ágúst miðað við sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16 N-Kórea gerir tilraun með kjarnorkuvopn Klofningur er í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna milli Bandaríkjanna, Frakklands og Kína varðandi hvernig best er að bregðast við tilkynningu Norður-Kóreumanna um yfirvofandi tilraun með kjarnavopn, en prófunin á að fara fram í dag. Erlent 4.10.2006 07:37 Hundruðir sækja minningarathöfn Hundruð manna sóttu minningarathöfn í Lancaster í Pennsilvaníu í gær í minningu stúlknanna fimm sem voru myrtar í Amishskóla á mánudag. Flestir komu til að sýna syrgjendum í hluttekningu yfir þessari freklegu árás á samfélag Amish fólksins, en það lifir friðsælu og trúræknu lífi án allra nútímaþæginda, eins og rafmagns og bíla. Erlent 4.10.2006 07:14 Lækkun matvöruverðs í sjónmáli Verið er að leggja lokahönd á tillögur sem leiða til verulegrar lækkunar á matvælaverði. Þetta sagði forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Tillögurnar verða kynntar á næstu dögum. Geir H. Haarde sagði að vegna traustra stöðu ríkissjóðs hefði skapast svigrúm til lækkunar matarverðs. Innlent 4.10.2006 06:56 Hagkerfið í Færeyjum vex Danski Seðlabankinn býst áfram við áframhaldandi framþróun í færeyska hagkerfinu. Eftir nokkur samdráttarár sýnir færeyska hagkerfið framfarir. Þetta sést sérstaklega á hækkandi launum og umbótum á vinnumarkaði. Hagvöxtur er drifinn áfram af háu fiskverði og vaxandi fjárfestingu í fasteignum. Viðskipti erlent 3.10.2006 20:16 Fjárfestar erlendis eiga helming íslenskra ríkisskuldabréfa Fjárfestar sem búsettir eru erlendis áttu íslensk ríkisskuldabréf fyrir 51 milljarð íslenskra króna að markaðsvirði í lok júlí. Þetta nemur helmingi íslenskra ríkisskuldabréfa á móti eign innlendra aðila. Þetta er talsverð aukning á milli ára en á svipuðum tíma í fyrra áttu fjárfestar með búsetu erlendis 27 prósent ríkisskuldabréfa að verðmæti 24 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17 Öll spil á borðið Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í ræðu á Alþingi í kvöld vera sammála formanni Vinstri grænna um að mikilvægt væri að fá öll spil á borðið varðandi Kaldastríðs árin á Íslandi. Tími sé kominn til að draga fram afstöðu manna á hverjum tíma. Ræða þurfi hvaðan flokkar hafi fengið fjárstuðning á liðnum árum og sagði hann að formenn Samfylkingar og Vinstri grænna hefðu báðir dregið taum utanríkisstefnu Sovétríkjanan á áttunda áratug liðinnar aldar. Innlent 3.10.2006 22:13 Langdýrasta félagsmálastofnun landsins Sjáfstæðisflokkurinn að breytast í langdýrstu félagsmálastofnun landsins þar sem vinum og öðrum er úthlutað embættum, þetta sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Innlent 3.10.2006 22:02 Vill friðlýsa Skerjafjörð Friðlýsing Skerjafjarðar, frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð og undurbúningshópur sem vinnur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum voru meðal umræðuefna Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, á Alþingi í kvöld. Innlent 3.10.2006 21:51 Of mikið hugað að hagsmunum bankanna Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að brottför hersins væri ánægjuefni. Hernaðarstefna Bush, Bandaríkjaforseta, hefði ekki aukið á vinsældir hans og Bandaríkjahers. Guðjón gerði einnig bankana að umtalsefni sínu en ofverndun væri hér á landi á viðskiptum með lánsfé. Innlent 3.10.2006 21:24 Gera þarf upp Kalda stríðið á Íslandi Nauðsynlegt er að gera upp atburði kalda stríðsins í kjölfar brotthvarfs hersins að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði að leggja þyrfti öll spil á borðið og upplýsa um símhleranir og njósnir sem fólk virðist hafa mátt sæta vegna skoðana sinna. Stofna þyrfti sannleiksnefnd í því máli. Innlent 3.10.2006 21:21 Rangfærslur og misskilningur um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir hafa orðið vart við ótrúlegar rangfærslur og misskilning í umræðunni um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði andstæðinga framkvæmdanna hafa sáð fræjum ótta og kvíða með málflutningi sínum. Ráðherra sagði unnið að samfelldri heildaráætlun um nýtingu og vernd auðlinda. Megin stefnan væri að ráðdeild og aðgát, varúð og virðing ráði ferð við nýtingu þeirra. Innlent 3.10.2006 21:11 Ríkisstjórnin mætir tómhent til leiks Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mætir tómehnt til leiks á nýju þingi að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í ræðu hennar á Alþingi í kvöld. Hún segir forsætisráðherra ekki hafa talað um framtíðina í stefnuræðu sinni á þingi í kvöld og sá forsætisráðherra sem geri það ekki sé saddur og fullmettur og hafi ekki brennandi áhuga á að laga það sem betur megi fara. Innlent 3.10.2006 21:01 Hugmyndir um lækkun matvælaverðs kynntar fljótlega Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. Innlent 3.10.2006 20:14 Flugvél nauðlent í Teheran Farþegaflugvél var nauðlent á Mehrabad-flugvelli í Teheran, höfuðborg Írans, í dag. Íranska fréttastofan Fars segir að kviknað hafi í hreyfli flugvélarinnar og því hafi henni verið nauðlent. Sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang. Flugmálayfirvöld þar í borg segja ekkert hæft í þeim fullyrðingum. Erlent 3.10.2006 20:08 Líkast til aðeins einn flugræningi en ekki tveir Svo virðist sem einn maður hafi rænt tyrkneskri farþegaflugvél í dag en ekki tveir eins og haldið hefur verið fram. Vélin var á leið frá Tírana í Albaníu til Istanbúl þegar henni var rænt og beint til Ítalíu. Flugræninginn mun, að sögn tyrkneskra fjölmiðla, ekki hafa verið að mótmæla væntanlegri heimsókn Benedikts páfa XVI. með flugráninu eins og haldið hefur verið fram. Erlent 3.10.2006 19:50 Man ekki eftir að hafa orðið systrum sínum að bana Maðurinn sem myrti systur sínar þrjár í Ósló í fyrrakvöld kveðst ekkert muna eftir að hafa orðið þeim að bana. Hann dvelur á geðdeild vegna þess að hann er enn í of miklu losti til að hægt sé að yfirheyra hann. Erlent 3.10.2006 18:37 « ‹ ›
Fjögur flugfélög keppa um hylli farþega Fjögur flugfélög keppa um hylli farþega á milli London og Keflavíkur næsta sumar. Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur áætlunarflug hingað til lands. Innlent 4.10.2006 12:02
Vilja banna botnvörpuveiðar Umhverfisverndarsinnar leggja nú hart að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að banna botnvörpuveiðar. Umræður um bann við slíkum veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum fara fram á þinginu í vikunni. Erlent 4.10.2006 11:55
10 látnir og 72 slasaðir í Baghdad 10 eru látnir og 72 slasaðir eftir að fjöldi sprengja sprakk í Baghdad í dag. Fjöldi lögreglumanna og gangandi vegfarenda slasaðist, bílar eyðilögðust og hluti nærliggjandi byggingar hrundi. Sprengja hæfði einnig öryggisfylgd iðnaðarráðherra Íraks sem var á ferð í nýjum hluta borgarinnar. Erlent 4.10.2006 10:57
Kreditkortavelta heimilanna eykst Kreditkortavelta heimilanna jókst um 22% á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Debetkortavelta jókst um 7,7% á þessu tímabili. Innlent 4.10.2006 10:40
Farþegum til landsins fjölgar Farþegum sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 14,6% á fyrstu átta mánuðum ársins, samanborið við saman tíma í fyrra. Samtals komu 612 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll fyrstu átta mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra komu 534 þúsund farþegar. Innlent 4.10.2006 10:14
Á stuttaermabol í kuldann Hundrað og fimmtíu manna hópur, sem kom til Akureyrar með leiguflugi í nótt, var tekinn niður á jörðina í orðsins fyllstu merkingu. Fólkið hafði stigið upp í flugvélina í fjörutíu stiga hita á Mallorca, en hiti var við frostmark á Akureyri þegar það gekk út úr vélinni í stuttermabolum Innlent 4.10.2006 09:50
Síldin brædd í mjöl Lang mest af síldinni, sem veiðst hefur á þessari vertíð, hefur verið brætt í mjöl til skepnufóðurs, en ekki til menneldis eins og í fyrra. Ástæðan er að að bæði Íslendingar og Norðmenn frystu allt of mikið af síld í fyrra þannig að markaðurinn yfirfylltist og birgðir hlóðust upp. Innlent 4.10.2006 09:46
Enn fleiri rafhlöður innkallaðar Japanski tölvuframleiðandinn Fujitsu hefur bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að innkalla rafhlöður frá Sony, sem seldar voru með fartölvum fyrirtækisins. Um 287.000 rafhlöður er að ræða að þessu sinni, sem verða innkallaðar í varúðarskyni. Viðskipti erlent 4.10.2006 09:01
Tafir á afhendingu risaþota frá Airbus Mörg af stærstu flugfélögum í heimi munu vera að endurskoða pantanir sínar á A380 risaþotum eftir að stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, greindi frá því að afhending á risaþotunum myndi dragast fram á haustið 2007. Viðskipti erlent 4.10.2006 09:01
Geir vinsælastur Geir Haarde forsætisráðherra er vinsælasti ráðherrann samkæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallups. Um 56% svarenda völdu Geir, en fast á hæla honum fylgdu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Siv Friðleifsdóttir. Guðni Ágústsson og Einar K. Guðfinnsson voru með yfir 40 % og Jónína Bjartmars og Árni Mathiesen með ríflega 30%. Innlent 4.10.2006 08:42
Ryanair til Íslands Lággjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að hefja áætlunarflug hingað til lands frá London og Dublin næsta sumar. Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ryanair verður þá eina flugvélagið sem flýgur áætlunarflug milli Íslands og Dublin. Innlent 4.10.2006 08:14
Stöð 2 verði efld Efling ljósvakamiðla 365 er meðal þess sem stjórnendur Dagsbrúnar horfa til nú þegar unnið er að uppskiptingu félagsins í tvo hluta, 365 hf. og Teymis hf. Er þar aðallega horft til Stöðvar 2 þar sem stjórnendur félagsins sjá aukna vaxtarmöguleika en alls mun einn þriðji hluti eigna Dagsbrúnar falla í fjölmiðlahlutann. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17
Samdráttur hjá 3i Group Breski fjárfestingasjóðurinn 3i, sem sérhæfir sig í yfirtökum á skráðum félögum, greindi frá því að fjárfestingatekjur hans hefðu fallið um þriðjung frá því í apríl til loka ágúst miðað við sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16
N-Kórea gerir tilraun með kjarnorkuvopn Klofningur er í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna milli Bandaríkjanna, Frakklands og Kína varðandi hvernig best er að bregðast við tilkynningu Norður-Kóreumanna um yfirvofandi tilraun með kjarnavopn, en prófunin á að fara fram í dag. Erlent 4.10.2006 07:37
Hundruðir sækja minningarathöfn Hundruð manna sóttu minningarathöfn í Lancaster í Pennsilvaníu í gær í minningu stúlknanna fimm sem voru myrtar í Amishskóla á mánudag. Flestir komu til að sýna syrgjendum í hluttekningu yfir þessari freklegu árás á samfélag Amish fólksins, en það lifir friðsælu og trúræknu lífi án allra nútímaþæginda, eins og rafmagns og bíla. Erlent 4.10.2006 07:14
Lækkun matvöruverðs í sjónmáli Verið er að leggja lokahönd á tillögur sem leiða til verulegrar lækkunar á matvælaverði. Þetta sagði forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Tillögurnar verða kynntar á næstu dögum. Geir H. Haarde sagði að vegna traustra stöðu ríkissjóðs hefði skapast svigrúm til lækkunar matarverðs. Innlent 4.10.2006 06:56
Hagkerfið í Færeyjum vex Danski Seðlabankinn býst áfram við áframhaldandi framþróun í færeyska hagkerfinu. Eftir nokkur samdráttarár sýnir færeyska hagkerfið framfarir. Þetta sést sérstaklega á hækkandi launum og umbótum á vinnumarkaði. Hagvöxtur er drifinn áfram af háu fiskverði og vaxandi fjárfestingu í fasteignum. Viðskipti erlent 3.10.2006 20:16
Fjárfestar erlendis eiga helming íslenskra ríkisskuldabréfa Fjárfestar sem búsettir eru erlendis áttu íslensk ríkisskuldabréf fyrir 51 milljarð íslenskra króna að markaðsvirði í lok júlí. Þetta nemur helmingi íslenskra ríkisskuldabréfa á móti eign innlendra aðila. Þetta er talsverð aukning á milli ára en á svipuðum tíma í fyrra áttu fjárfestar með búsetu erlendis 27 prósent ríkisskuldabréfa að verðmæti 24 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17
Öll spil á borðið Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í ræðu á Alþingi í kvöld vera sammála formanni Vinstri grænna um að mikilvægt væri að fá öll spil á borðið varðandi Kaldastríðs árin á Íslandi. Tími sé kominn til að draga fram afstöðu manna á hverjum tíma. Ræða þurfi hvaðan flokkar hafi fengið fjárstuðning á liðnum árum og sagði hann að formenn Samfylkingar og Vinstri grænna hefðu báðir dregið taum utanríkisstefnu Sovétríkjanan á áttunda áratug liðinnar aldar. Innlent 3.10.2006 22:13
Langdýrasta félagsmálastofnun landsins Sjáfstæðisflokkurinn að breytast í langdýrstu félagsmálastofnun landsins þar sem vinum og öðrum er úthlutað embættum, þetta sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Innlent 3.10.2006 22:02
Vill friðlýsa Skerjafjörð Friðlýsing Skerjafjarðar, frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð og undurbúningshópur sem vinnur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum voru meðal umræðuefna Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, á Alþingi í kvöld. Innlent 3.10.2006 21:51
Of mikið hugað að hagsmunum bankanna Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að brottför hersins væri ánægjuefni. Hernaðarstefna Bush, Bandaríkjaforseta, hefði ekki aukið á vinsældir hans og Bandaríkjahers. Guðjón gerði einnig bankana að umtalsefni sínu en ofverndun væri hér á landi á viðskiptum með lánsfé. Innlent 3.10.2006 21:24
Gera þarf upp Kalda stríðið á Íslandi Nauðsynlegt er að gera upp atburði kalda stríðsins í kjölfar brotthvarfs hersins að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði að leggja þyrfti öll spil á borðið og upplýsa um símhleranir og njósnir sem fólk virðist hafa mátt sæta vegna skoðana sinna. Stofna þyrfti sannleiksnefnd í því máli. Innlent 3.10.2006 21:21
Rangfærslur og misskilningur um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir hafa orðið vart við ótrúlegar rangfærslur og misskilning í umræðunni um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði andstæðinga framkvæmdanna hafa sáð fræjum ótta og kvíða með málflutningi sínum. Ráðherra sagði unnið að samfelldri heildaráætlun um nýtingu og vernd auðlinda. Megin stefnan væri að ráðdeild og aðgát, varúð og virðing ráði ferð við nýtingu þeirra. Innlent 3.10.2006 21:11
Ríkisstjórnin mætir tómhent til leiks Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mætir tómehnt til leiks á nýju þingi að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í ræðu hennar á Alþingi í kvöld. Hún segir forsætisráðherra ekki hafa talað um framtíðina í stefnuræðu sinni á þingi í kvöld og sá forsætisráðherra sem geri það ekki sé saddur og fullmettur og hafi ekki brennandi áhuga á að laga það sem betur megi fara. Innlent 3.10.2006 21:01
Hugmyndir um lækkun matvælaverðs kynntar fljótlega Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. Innlent 3.10.2006 20:14
Flugvél nauðlent í Teheran Farþegaflugvél var nauðlent á Mehrabad-flugvelli í Teheran, höfuðborg Írans, í dag. Íranska fréttastofan Fars segir að kviknað hafi í hreyfli flugvélarinnar og því hafi henni verið nauðlent. Sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang. Flugmálayfirvöld þar í borg segja ekkert hæft í þeim fullyrðingum. Erlent 3.10.2006 20:08
Líkast til aðeins einn flugræningi en ekki tveir Svo virðist sem einn maður hafi rænt tyrkneskri farþegaflugvél í dag en ekki tveir eins og haldið hefur verið fram. Vélin var á leið frá Tírana í Albaníu til Istanbúl þegar henni var rænt og beint til Ítalíu. Flugræninginn mun, að sögn tyrkneskra fjölmiðla, ekki hafa verið að mótmæla væntanlegri heimsókn Benedikts páfa XVI. með flugráninu eins og haldið hefur verið fram. Erlent 3.10.2006 19:50
Man ekki eftir að hafa orðið systrum sínum að bana Maðurinn sem myrti systur sínar þrjár í Ósló í fyrrakvöld kveðst ekkert muna eftir að hafa orðið þeim að bana. Hann dvelur á geðdeild vegna þess að hann er enn í of miklu losti til að hægt sé að yfirheyra hann. Erlent 3.10.2006 18:37