Fréttir

Fréttamynd

Esso hækkar bensínverð

Esso hækkaði verð á 95 oktana eldsneyti rétt fyrir hádegi í dag. Verðið hækkaði um tvær krónur lítrinn og kostar nú 106,10 krónur en kostaði áður 104,10. Verð hjá Shell er enn óbreytt, 104,10 krónur líterinn, og sömuleiðis er algengasta verðið hjá Olís 104,10.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin brýtur stjórnarskrána

Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun erlendra lækna í Danmörku

Fjöldi erlendra lækna sem starfa í Danmörku hefur þrefaldast á síðustu árum. Vegna mikils skorts á heilbrigðisstarfsfólki í landinu ráðgera stjórnvöld nú að flytja inn starfsfólk frá Austur- Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Ástandið verður betra í Írak

Ástandið í Írak verður betra en í tíð Saddams Hússeins takist að byggja upp lýðræðisríki þar, segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Hann gerir ekki athugasemdir við orð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Hvíta húsinu í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Margt gagnlegt í skýrslunni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið, þar sem stjórnvöld eru hvött til skýrari stefnumótunar, muni gagnast vel í stefnumótunarvinnu innan menntamálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Fresturinn framlengdur

Mannræningjarnir sem hafa filippseyskan vörubílstjóra í haldi sínu í Írak hafa framlengt frest stjórnvalda á Filippseyjum til að kalla herlið sitt heim frá Írak, ellegar verði gíslinn afhöfðaður. Arabísk sjónvarpsstöð greindi frá þessu fyrr í dag.

Erlent
Fréttamynd

Nikkei hækkar vegna kosninga

Japanska hlutabréfavísitalan, Nikkei, hækkar í dag um 1,39 prósent, eftir að ljóst varð að samsteypustjórn Koizumis forsætisráðherra héldi meirihluta í efri deild japanska þingsins. Endanleg úrslit í kosningunum hafa ekki verið birt en samkvæmt spám tapar flokkur Koizumis fylgi og hlýtur 49 af 121 þingsæti í efri deildinni.

Erlent
Fréttamynd

Undrast ekki fylgi Framsóknar

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, undrast ekki slæma útkomu flokksins í skoðanakönnunum því hann sé á villigötum í fjölmiðlamálinu. Flokkurinn eigi að sjá til þess að fjölmiðlalögin verði felld úr gildi og að vinna við nýtt fjölmiðlafrumvarp eigi að hefjast að nýju í haust. 

Innlent
Fréttamynd

Var ekki sleppt eins og talið var

Mannræningjar í Írak neituðu seint í gær að hafa sleppt filipseyskum gísl sínum og hótuðu enn á ný að afhöfða manninn yrðu friðargæsluliðar frá Filipseyjum ekki kallaðir heim innan sólarhrings. Í gær var talið að manninum hefði verið sleppt, þar sem forseti Filipseyja sagði umboð fimmtíu friðargæsluliða í Írak ekki verða framlengt, og þeir kæmu því heim á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Óánægður með matinn

Franskur fangi sem situr í lífstíðarfangelsi fyrir morð og mannát á árum áður notaði tækifærið nýlega til að bragða á öðrum fanga þegar verið var að dreifa hádegismat í fangelsinu.

Erlent
Fréttamynd

Keyrði á hund og ók burt

Mikill söknuður ríkir á heimili Benedikts Ólafssonar og fjölskyldu eftir að annar hunda þeirra, Pjakkur, hljóp fyrir bíl á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði á föstudagseftirmiðdag

Innlent
Fréttamynd

Baráttan gegn eyðni gengur of hægt

Baráttan gegn alnæmi gengur of hægt, ekki síst þar sem ráðamenn um víða veröld hafa ekki horfst í augu við vandann og tekið á honum. Þetta sagði Kofi Annan á ráðstefnu um vána í dag. Fjórtán þúsund smitast af HIV-veirunni daglega og fæstir fá nokkra aðhlynningu.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að hunsa úrskurð dómstólsins

Alþjóðadómstólnum í Haag er kennt um sprengjuárás í Tel Aviv í morgun. Ísraelar segja árásina sýna nauðsyn öryggismúrsins og ætla að hunsa úrskurð dómstólsins um að hann brjóti í bága við alþjóðalög.

Erlent
Fréttamynd

Einn lést og tugir slösuðust

Öflug sprengja varð einum að bana og særði minnst 30 aðra í miðborg Tel Aviv í Ísrael í gærmorgun. Lýstu herskáir Palestínumenn sprengingunni á hendur sér skömmu síðar en þetta mun vera fyrsta sprengjuárás þeirra síðan í mars.

Erlent
Fréttamynd

Húsbátar í stað sumarhúsa

Sífellt fleiri Danir varpa hugmyndinni um sumarhús fyrir róða og kaupa sér húsbát í staðinn en með þeim hætti fæst eigulegur sumarbústaður með útsýn til hafs á mun lægra verði en dýr eign á landi.

Erlent
Fréttamynd

Alvarleg skilaboð til Framsóknar

Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Bosnía grætur

Yfir tíu þúsund íbúar Bosníu komu saman í gær þegar lík 338 fórnarlamba ógnaratburðanna sem urðu í Srebrenica 1995 voru loks lögð til hinstu hvílu. Líkin fundust nýlega í fjöldagröfum sem enn þann dag í dag finnast í landinu en áætlað er að alls átta þúsund múslimar, bæði karlar og drengir, hafi verið teknir af lífi af hermönnum Serba.

Erlent
Fréttamynd

Fyllyrðingar Blairs voru rangar

Fullyrðingar Tonys Blairs um hættuna af gjöreyðingarvopnum Íraka voru ekki einungis ýktar, heldur beinlínis rangar. Þetta er niðurstaða rannsóknar Butlers lávarðar. Blair er enn sagður íhuga afsögn.

Erlent
Fréttamynd

Sýnir óvinsældir ríkisstjórnar

Vinstri grænir bæta mest við sig fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fara upp um rúm 5 prósentustig og mælast með 20,5 prósenta fylgi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, setur fyrirvara við punktmælingar eins og hann kallar skoðanakannanir af þessu tagi en segir að hún sýni umfram allt óvinsældir ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Kólígerlar lífsseigari en talið

Greint er frá því í Danmörku að samkvæmt rannsóknarverkefni sem þar fór fram eru kólígerlar í vatni mun lífsseigari en áður var talið. Hefur hingað til þumalputtareglan verið sú að gerlar af þessari tegund lifa ekki í drykkjarvatni lengur en nokkra daga en Danirnir hafa uppgötvað að bakteríurnar geta þrifist margar vikur ef aðstæður eru réttar.

Erlent
Fréttamynd

Fasteignaverð hækkar

Fasteignaverð hækkaði hlutfallslega mest á Vesturlandi sé miðað við þróun fasteignaverðs frá árinu 1990 að því er kemur fram í héraðsfréttablaðinu Skessuhorni.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskur olíuhreinsunarplógur

Fyrrverandi vélstjóri á olíuflutningaskipi hannaði olíuhreinsunarplóg í hjáverkum. Eftir að hann hætti að vinna hefur hann einbeitt sér að því að markaðssetja plóginn og hafa erlend fyrirtæki sýnt honum áhuga.

Innlent
Fréttamynd

Lestur á undanhaldi

Innan við helmingur átján ára og yngri í Bandaríkjunum lesa eða hafa lesið bókmenntir af einhverju tagi. Kemur þetta fram í könnun sem Hagstofa Bandaríkjanna stóð fyrir árið 2002.

Erlent
Fréttamynd

Róttækar breytingar á vegamálum

Hægt er að minnka umferð á þjóðvegum Bretlands um helming með róttækum aðferðum sem breska samgönguráðuneytið er að skoða. Er um nokkurs konar vegatoll að ræða en þó ekki með því móti sem margir þekkja frá Evrópu þar sem ekið verður gegnum sérstök tollhlið. Bretarnir sýna því meiri áhuga að nota gervihnattatækni til að rukka breska ökumenn

Erlent
Fréttamynd

Davíð stjórni með hótunum

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir Davíð Oddsson, forsætisráðherra, stjórna með hótunum og að eftir höfðinu dansi limirnir. Ragnar var í morgunþætti Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni spurður álits á þeim ummælum Davíðs Oddssonar varðandi lögfræðiálit um að framlagning nýs fjölmiðlafrumvarps færi í bága við stjórnarskrá

Innlent
Fréttamynd

Tveir bílar fjarlægðir

Tæknideild lögreglunnar fjarlægði í dag tvo bíla frá húsinu í Stórholti, þar sem Sri Ramawati var nóttina áður en hún hvarf. Nágrannar sambýlismanns hennar segjast ekki hafa orðið varir við neitt óvenjulegt þessa nótt.

Innlent
Fréttamynd

Markaðstorg í Bolungarvík

Stórstjörnur og gott veður settu mark sitt á hina árlegu markaðsdaga í Bolungarvík, um helgina. Það eru mörg og margvísleg fyrirtæki sem styðja hina árlegu markaðsdaga á Bolungarvík. Þar er jafnan margt um manninn, enda margt á boðstólum, og því hægt að gera góð kaup, auk þess að fá ókeypis skemmtun.

Innlent
Fréttamynd

Notkun geðlyfja tvöfaldast

Notkun geðlyfja hefur tvöfaldast hér á landi síðustu tuttugu ár, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Á sama tíma hefur tíðni geðsjúkdóma ekki aukist að neinu marki. Áfengisneysla hefur hinsvegar aukist um helming.

Innlent
Fréttamynd

Deiliskipulag endurskoðað

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur verið falið að endurskoða deiliskipulag Hnoðraholts en það er sú byggð sem rís hvað hæst í bænum austan megin við Reykjanesbraut.

Innlent
Fréttamynd

Halldór hlusti á flokksmenn sína

Alfreð Þorsteinsson forystumaður Framsóknarflokksins í borgarmálunum segir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins stóralvarleg tíðindi en þar kemur fram að Framsóknarflokkurinn er minnstur íslenskra stjórnmálaflokka þar sem 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja flokkinn.

Innlent