Fréttir

Fréttamynd

Tígrisdýrahvolpar fæðast í Kína

Tveir tígrisdýrahvolpar fæddust í dýraverndunarmiðstöð í Kína í gær. Kínverski tígurinn er í bráðri útrýmingarhættu og er ákaft barist fyrir verndun hans. Aðeins eru til um fjörutíu dýr af þessari tegund og eru þau öll í dýragörðum.

Erlent
Fréttamynd

Blóðsýni tekin úr stigangi

Blóðsýni voru tekin úr stiga í sameign í húsinu í Stórholti þar sem lögregla hefur rannsakað hvarf indónesískar konu undanfarna daga. Ekki er útilokað að lýst verði eftir henni síðar í vikunni en þá er búist við niðurstöðum DNA-rannsókna frá Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Japanskir tökumenn á Jökulsárlóni

Starfsmenn frá japönsku kvikmyndafyrirtæki voru við myndatöku á á Jökulsárlóni um helgina.  Kvikmyndin sem tekin var verður sýnd á heimssýningunni í Japan á næsta ári og verður hún á tjaldi sem er 50 metrar á breidd og 10 metrar á hæð.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn týndust í Ásbyrgi

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn voru í gærkvöld kallaðar út til að leita að tveimur erlendum ferðamönnum sem voru villtir í Ásbyrgi við Jökulsárgljúfur. Skömmu eftir að leit hófst komu þeir sjálfir fram, heilir á húfi.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálfti í Slóveníu og Ítalíu

Jarðskjálfti upp á 5,2 á Richter skók Slóveníu og norðvesturhluta Ítalíu um þrjúleytið í dag að staðartíma. Engin alvarleg meiðsl hafa verið tilkynnt en skjálftans varð m.a. vart í Feneyjum.

Erlent
Fréttamynd

Ekki rætt að afturkalla frumvarpið

Halldór Ásgrímsson sagði það ekki hafa verið rætt á þingflokksfundi Framsóknarflokksisn hvort draga ætti fjölmiðlafrumvarpið til baka í kjölfar gagnrýni á málsmeðferðina innan flokksins. Halldór segir enn skiptar skoðanir innan flokksins. Hann er ósammála lagaprófessorum.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa um örlög gíslsins

Óvissa ríkir um örlög filipseysk gísls sem mannræningjar í Írak hafa hótað að drepa. Mannræningjarnir vilja að Filipseyingar kalli hermenn sína til baka þegar í stað en yfirvöld hafa hafnað því og segja þá koma heim að loknum verkefnum sínum í ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig varð til líf á jörðinni?

Kviknaði líf á jörðinni eða barst það hingað með halastjörnu? Þetta er meðal spurninga sem margir af virtustu vísindamönnum heims í stjörnulíffræði velta upp á ráðstefnu sem nú er haldin í Reykjavík. <font size="2"></font>

Erlent
Fréttamynd

Vilja geta frestað kosningum

Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna vill opna fyrir þann möguleika að fresta kosningum ef hryðjuverkamenn láta til skarar skríða. Forsetakosningum hefur aldrei verið frestað, ekki einu sinni á stríðstímum.

Erlent
Fréttamynd

Tvö innbrot í nótt

Brotist var inn í sendiferðabíl í vesturbæ Reykjavíkur í nótt og stolið úr honum tölvu og nokkrum tölvuskjám. Þá var tölvu og tölvuskjá einnig stolið úr báti í Reykjavíkurhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Höfða mætti mál á hendur ríkinu

Einstaklingur sem telur á sér brotið getur hugsanlega höfðað mál gegn íslenska ríkinu verði nýja fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi og þannig sneitt hjá þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fara skal fram samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, að sögn Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns.

Innlent
Fréttamynd

Yukos býður 7 milljarða dollara

Nýr yfirmaður Yukos olíufélagsins rússneska hefur boðið þarlendum stjórnvöldum rúmlega sjö milljarða dollara, eða sem samsvarar rúmum 500 milljörðum króna, upp í meintar skattaskuldir félagsins sem eru til rannsóknar ásamt svikum fyrrverandi forstjóra þess, Mikhails Khodorkovskys.

Erlent
Fréttamynd

Líklega ekki afgreitt í vikunni

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, býst ekki við að fjölmiðlafrumvarpið hið nýja verði afgreitt sem lög frá Alþingi í vikunni þótt allsherjarnefnd ljúki umfjöllun sinni.

Innlent
Fréttamynd

Kynna sér sjónarmið útvegsmanna

Sjávarútvegsráðherra þingar í dag með forsvarsmönnum Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna deilna íslenskra og norska stjórnvalda um fiskveiðiréttindi kringum Svalbarða.

Innlent
Fréttamynd

Á móti dauðarefsingu

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins hvetja bráðabirgðaríkisstjórn Íraks til að innleiða ekki dauðarefsingu á ný. Þetta kemur fram í drögum að yfirlýsingu sem Reuters-fréttastofan hefur undir höndum en ríkisstjórn Íraks hefur hugleitt að innleiða dauðarefsingu. 

Erlent
Fréttamynd

Of margir fjárlagaliðir fram úr

Ríkisendurskoðun segir það varla ásættanlegt að margar stofnanir og ráðuneyti hafi farið langt fram úr fjárheimildum á undanförnum árum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári kemur fram að allt of margir fjárlagaliðir fari ár eftir ár fram úr fjárheimildum og að í nágrannalöndum heyri slíkt til undantekninga.

Innlent
Fréttamynd

Reynt var að þrífa blóð í íbúðinni

Reynt var að þrífa burt blóð í íbúð mannsins sem er í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs 33 ára gamallar konu frá Indónesíu. Konunnar er enn saknað en vísbendingar í íbúð og bíl mannsins benda til að voveiflegir atburðir hafi átt sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Google á Nasdaq

Leitarvélafyrirtækið Google hefur ákveðið að félagið verði skráð á Nasdaq-markaðinn að loknu frumútboði. Vangaveltur voru um að félagið yrði skráð á NYSE-markaðinn.

Erlent
Fréttamynd

Orkuveitan kaupir hverfla

Samningur um kaup á tveimur 40 megavatta hverflum og öðrum búnaði fyrir Hellisheiðarvirkjun var undirritaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur í morgun. Samningurinn er gerður við japanska fyrirtækið Mitsubishi og þýska fyrirtækið Balce Durr um tvær vélasamstæður sem eiga að hefja framleiðslu eftir tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Útboð vegna eldsneytiskaupa

Fyrir dyrum stendur fyrsta útboð Ríkiskaupa vegna kaupa á eldsneyti og olíum til handa Landhelgisgæslunni og Hafrannsóknastofnuninni samkvæmt rammasamningakerfi ríkisins. Þessi útgjaldaliður hefur reynst einna kostnaðarsamastur ríkisfyrirtækjanna enda olíu- og bensínverð há hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peres og Sharon vinna saman

Shimon Peres, einn leiðtoga Verkamannaflokks Ísraels, hefur fallist á að vinna með Ariel Sharon forsætisráðherra að brotthvarfi frá Gasa-svæðinu. Stjórnmálaleiðtogarnir ræddu einnig hugsanlega myndun þjóðstjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar og Írakar taka upp þráðinn

Frakkar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Íraka að nýju en því var slitið eftir innrás Íraka í Kúveit árið 1990. Í yfirlýsingu frá franska utanríkisráðuneytinu nú fyrir stundu segir að stefnt sé að því að stjórnmálasamskiptin muni koma báðum ríkjum til góða.

Erlent
Fréttamynd

Rafgmagnslaust í Aþenu

Rafmagn virðist vera farið af stærstum hluta Aþenu, höfuðborgar Grikklands. Starfsmaður rafmagnsveitunnar þar í borg segir fólk hafa verið að hringja hvaðanæva frá í borginni til að tilkynna ragmagnsleysi en ekki er vitað hvað veldur.

Erlent
Fréttamynd

Friðargæsluliðar særðust í Kósóvó

Fjórir finnskir friðargæsluliðar særðust lítillega í árás byssumanna í Kósóvó um helgina. Friðargæsluliðarnir voru í eftirlitsferð skammt frá þorpinu Terbovc þegar skotið var á þá. Sex Albanir voru yfirheyrðir vegna málsins en þeim hefur verið sleppt.

Erlent
Fréttamynd

Sást bera eitthvað vafið í plast

Vitni segist hafa séð til mannsins, sem grunaður er um aðild að hvarfi indónesískrar konu, bera eitthvað vafið inn í plast af heimili sínu á sunnudag fyrir rúmri viku. Lögregla bíður eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn til að staðfesta hvort blóð sem fannst á og við heimili mannsins sé úr konunni. 

Innlent
Fréttamynd

Óttast nýtt vígbúnaðarkapphlaup

Pakistönsk stjórnvöld hafa áhyggjur af auknum útgjöldum Indverja til varnarmála og óttast að nýtt vígbúnaðarkapphlaup kunni að hefjast á milli þessara nágrannaríkja sem hafa átt í stöðugum deilum um áratugaskeið.

Erlent
Fréttamynd

Stúlka rotaðist í fótbolta

Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um að ung stúlka lægi meðvitundarlaus á knattspyrnuvellinum í Grindavík í gær. Þegar lögregla og sjúkralið mættu á staðinn kom í ljós að stúlkan hafði fengið fótbolta í höfuðið og rotast.

Innlent
Fréttamynd

Radar sem mælir hraða snjóflóða

Ákveðið hefur verið að setja upp mælitæki til mælinga á hraða snjóflóða á varnargörðunum á Flateyri. Um er að ræða radar sem mælir hraða snjóflóða úr Skollahvilft með svipaðri tækni og lögreglan notar við hraðamælingar á bílum.

Innlent
Fréttamynd

Enski boltinn á ensku

Forráðamenn á Skjá einum hafa ákveðið að hafa lýsingar á enska boltanum á ensku í haust. Ljóst er að ákvörðunin um að nota enska þuli verður umdeild, enda stangast hún á við íslensk útvarpslög.

Innlent