Fréttir Lýsti sig saklausan Rússneski auðkýfingurinn, Mikhail Khodorkovsky, lýsti yfir sakleysi í öllum ákæruatriðum í dómssal í Moskvu í gær. Erlent 13.10.2005 14:25 Flugvél hlekktist á í flugtaki Lítilli eins hreyfils flugvél hlekktist á í flugtaki á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ um klukkan hálf þrjú í dag. Um borð voru flugmaður og farþegi og sakaði þá ekki. Flugvélin er af Citabria gerð. Innlent 13.10.2005 14:25 Alltaf leitað til lögreglu Forstöðumaður Barnaverndarstofu segir að alltaf sé leitað til lögreglu þegar kynferðisbrotamál gegn börnum komi til kasta hennar. Hann vísar því algjörlega á bug að persónuleg óvild í garð hjóna sem reka meðferðarheimilið að Torfastöðum hafi stjórnað rannsókn á meintu kynferðisbroti á heimilinu. Innlent 13.10.2005 14:25 Reknir yfir fjárheimildum Af 520 fjárlagaliðum ríkisins á síðasta ári voru 210 reknir yfir fjárheimildum í fjárlögum. Þar af fóru 108 fjárlagaliðir meira en 4 prósent fram úr fjárheimildum, sem eru þau viðmiðunarmörk, sem getið er um í reglugerð fjármálaráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 14:24 Leyniskýrsla um spilltan svínakóng <strong><font color="#008080"></font></strong> Félagsmenn í Mjólkurfélagi Reykjavíkur vilja opinbera rannsókn á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns félagsins, Kristins Gylfa Jónssonar. Í trúnaðarskýrslu segir að ekkert hafi komið fram í ársreikningi um 41 milljónar króna heimildarlauss peningaláns til svínabús Kristins. Lánsviðskipti við fyrirtæki Kristins Gylfa hafi verið yfir öll mörk. Innlent 13.10.2005 14:24 Karnival hjá ungu kynslóðinni Karnival, skrúðgöngur og grímuklædd börn skóku Reykjavík í dag. Þau skemmtu sér hið besta í sumarblíðunni - en þótti það skemmtilegasta við íslenska sumarið - að fara af landi brott. Innlent 13.10.2005 14:25 Ísland lækkar á lista Ísland lækkar á lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífsgæði, sem birtur var í dag. Hér á landi er stöðnun, en merkja má framfarir víða annars staðar. Í þróunarlöndum valda fátækt og sjúkdómar hins vegar afturför. Innlent 13.10.2005 14:25 Símamaður rekinn vegna netspjalls Starfsmaður í bilanaþjónustu Landssímans var afkastamikill á spjallvefnum Malefnin.com. Hann lagði að meðaltali 40 innlegg á síðuna á dag, en var rekinn á þriðjudaginn eftir 23 ára starf. Innlent 13.10.2005 14:25 Enn leitað að kennitöluflassara Persónuvernd hefur enn ekki tekist að varpa ljósi á það hver er að baki nafninu Guðmundur góði á spjallþræðinum malefnin.com. Guðmundur góði varð uppvís að því að birta á þræðinum nöfn, kennitölur og heimilisföng þriggja alnafna sem allir heita Guðmundur Jón Sigurðsson. Innlent 13.10.2005 14:25 Fjárhagsaðstoð æ algengari Sá fjöldi ungs fólks í Bretlandi sem lent hefur í alvarlegum fjárhagsvandræðum og þurft á hjálp að halda hefur tífaldast á síðustu tveimur árum. Erlent 13.10.2005 14:25 Engin fyrirskipun um brotthvarf Algjör óvissa ríkir enn um hvort og þá hvenær sveitir Filipseyinga í Írak yfirgefa landið. Mannræningjar sem halda filipseyska gíslinum Angelo de la Cruz hafa hótað að drepa hann hverfi sveitirnar ekki til síns heima fyrir tuttugasta þessa mánaðar. Erlent 13.10.2005 14:24 Stúdentar fagna ákvörðun Formaður stúdentaráðs fagnar því að menntamálaráðherra skuli ætla að taka tillit til skoðana þeirra, varðandi skólagjöld í Háskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur lýst þeirri skoðun sinni að ekki eigi að leggja skólagjöld á grunnnám, við Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 14:25 Fjárfesting mest í frjálsræði Fjárfesting er mest í þeim löndum þar sem mest frjálsræði er í efnahagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fraser stofnunarinnar í Kanada, en íslenski hluti skýrslunnar er unninn hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 14:25 Nefnd um Evrópumál skipuð Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um Evrópumál, en hlutverk hennar er meðal annars að kanna framkvæmd EES-samningsins, hvort og þá hvers konar undanþágur séu veittar í aðildarsamningnum að Evrópusambandinu og hvað aðild myndi kosta ríkissjóð til lengri og skemmri tíma litið Innlent 13.10.2005 14:24 Tala látinna hækkar enn Tala látinna vegna flóðanna í Suður Asíu hækkar enn. Þrjú hundruð hafa þegar látist og er búist við að ástandið versni enn frekar á næstu dögum. Brynja Þorgeirsdóttir. Þetta eru mestu rigningar og flóð á svæðinu í áratug. Erlent 13.10.2005 14:24 Uppsagnir vegna skipulagsbreytinga Eimskipafélag Íslands hefur tilkynnt að í gær hafi verið fækkað um fjörutíu til fimmtíu stöðugildi hjá félaginu en nú stendur yfir vinna við endurskipulagningu hjá félaginu. Ekki er vitað hversu mörgum verður sagt upp vegna breytinganna en þær verða kynntar í lok mánaðarins þegar sex mánaða uppgjör félagsins liggur fyrir. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:24 Fjölmargir lýstu andstöðu sinni Enginn úr ráðherrasveit eða landstjórn Framsóknarflokksins kom á fjölmennnan fund Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi suður, þar sem fjölmiðlafrumvarpið nýja var til umræðu. Fjölmargir félagsmenn lýstu yfir andstöðu við aðgerðir stjórnarflokkanna í málinu og sögðu forystusveit Framsóknarflokksins ekki samstíga almennum flokksmönnum. Innlent 13.10.2005 14:24 Blair réðst inn í góðri trú Gögn bresku leyniþjónustunnar sem bentu til þess að Írakar byggju yfir efnavopnum fyrir innrásina í landið voru mjög gölluð og byggðu á óáreiðanlegum heimildum. Tony Blair forsætisráðherra er hins vegar ekki sekur um að hafa viljandi brenglað fyrirliggjandi gögn eða um vítaverða vanrækslu. Erlent 13.10.2005 14:24 Ungir Framsóknar menn klofnir Ungir framsóknarmenn eru klofnir í afstöðu sinni til fjölmiðlafrumvarpsins. Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður styður forystu Framsóknarflokksins í málinu, en Samband ungra framsóknarmanna, á landsvísu, gerir það ekki. Innlent 13.10.2005 14:24 Myrtu héraðsstjóra Mósúl Írakskir skæruliðar myrtu í dag héraðsstjóra Mósúl, þar sem hann var á leið sinni til Bagdad. Á sama tíma sprakk öflug bílsprengja í Bagdad, með þeim afleiðingum að ellefu létust og tugir særðust. Talið er að þetta hafi verið sjálfsmorðsárás og er hún sú mannskæðasta síðan Írakar tóku við stjórnartaumunum í landinu í lok júní. Hershöfðingjar tengja árásina við handtöku meira en 500 grunaðra hryðjuverkamanna fyrr í vikunni. Erlent 13.10.2005 14:24 Aðgangur að farþegaupplýsingum Frá og með 28. júlí næstkomandi mun bandaríska Tolla- og Landamærastofnunin fá aðgang að farþegaupplýsingum úr bókunarkerfi Icelandair um farþega á leið til Bandaríkjanna. Samkvæmt bandarískri löggjöf eru öll flugfélög sem fljúga til Bandaríkjanna skyldug til að veita þessar upplýsingar. Innlent 13.10.2005 14:24 Norðmenn telja sig í fullum rétti Réttur Norðmanna til að setja reglur um fiskveiðar kringum Svalbarða er skýr og í fullu samræmi við alþjóðleg lög og reglur. Þetta er svar norska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna deilu þeirrar er uppi er milli Noregs og Íslands um rétt til fiskveiða innan lögsögu Svalbarða. Innlent 13.10.2005 14:24 Látlausir skjálftar Látlausir jarðskjálftar hafa verið í Fagradalsfjalli, milli Grindavíkur og Krýsuvíkur, síðan á sunnudag. Veðurstofan segir að hrinan geti annað hvort fjarað út eða færst í aukana og skjálftarnir orðið stærri. Innlent 13.10.2005 14:24 Tíu farast við höfuðstöðvar Að minnsta kosti tíu fórust í öflugri sprengingu við græna svæðið sem umlykur höfuðstöðvar Bandaríkjahers í Bagdad í morgun. Yfir fjörutíu slösuðust. Talið er að um bílsprengju hafi verið að ræða. Svo virðist sem sprengingin hafi orðið þar sem bílar bíða í röð eftir starfsfólki á græna svæðinu. Árásir á þeim stað eru mjög algengar, enda jafnan mikið af fólki á ferð þar á þessum tíma sólarhrings. Erlent 13.10.2005 14:24 Skaut undan sér Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir vörslu ólöglegrar haglabyssu í Sheffield á Englandi í gær. Erlent 13.10.2005 14:24 Síbrotabræður í haldi lögreglu Ungir bræður, 15 og 16 ára, voru handteknir í gærmorgun eftir að hafa brotist inn í íbúðarhús í Austurbæ Reykjavíkur. Bræðurnir, sem búsettir eru í Vesturbæ Reykjavíkur, hafa komið við sögu í fjölda innbrota, að sögn lögreglunnar í Reykjavík og verið marghandteknir fyrir. Innlent 13.10.2005 14:24 Einokun á áfengi ekki réttmæt Framkvæmdastjórn ESB hefur komist að þeirri niðurstöðu að einokun ríkisins í Svíþjóð á áfengissölu stríði gegn viðskiptafrelsi innan ESB. Framkvæmdastjórn ESB telur að ekki megi koma í veg fyrir að Svíar geti keypt vörur frá öðru ESB ríki. Erlent 13.10.2005 14:24 Stórfelldir gallar á upplýsingum Stórfelldir gallar voru á upplýsingum bresku leyniþjónustunnar um gereyðingavopaneign Íraka og stjórnvöld tóku upplýsingar alvarlegar en tilefni var til. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Butlers lávarðar sem byrjað var að kynna fyrir hálftíma síðan. Butler hóf að kynna skýrslu sína klukkan hálf tólf í dag, um hvort innrás Breta í Írak hafi verið byggð á vafasömum upplýsingum. Erlent 13.10.2005 14:24 Stjórnskipuleg valdníðsla Lögspekingar sem komu á fund allsherjarnefndar í gær sögðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri "stjórnskipuleg valdníðsla" og að hún hefði "bundið hendur forseta". Aðrir töldu hana standast stjórnarskrá. Innlent 13.10.2005 14:24 Skipar nefnd um Evrópumál Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um Evrópumál. Helstu hlutverk hennar eru meðal annars að kanna framkvæmd EES-samningsins, hvort og þá hverskonar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum að Evrópusambandinu, hvað aðild myndi kosta ríkisstjóð, til lengri og skemmri tíma, og hverjir séu kostir og gallar evrunnar fyrir Ísland. Innlent 13.10.2005 14:24 « ‹ ›
Lýsti sig saklausan Rússneski auðkýfingurinn, Mikhail Khodorkovsky, lýsti yfir sakleysi í öllum ákæruatriðum í dómssal í Moskvu í gær. Erlent 13.10.2005 14:25
Flugvél hlekktist á í flugtaki Lítilli eins hreyfils flugvél hlekktist á í flugtaki á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ um klukkan hálf þrjú í dag. Um borð voru flugmaður og farþegi og sakaði þá ekki. Flugvélin er af Citabria gerð. Innlent 13.10.2005 14:25
Alltaf leitað til lögreglu Forstöðumaður Barnaverndarstofu segir að alltaf sé leitað til lögreglu þegar kynferðisbrotamál gegn börnum komi til kasta hennar. Hann vísar því algjörlega á bug að persónuleg óvild í garð hjóna sem reka meðferðarheimilið að Torfastöðum hafi stjórnað rannsókn á meintu kynferðisbroti á heimilinu. Innlent 13.10.2005 14:25
Reknir yfir fjárheimildum Af 520 fjárlagaliðum ríkisins á síðasta ári voru 210 reknir yfir fjárheimildum í fjárlögum. Þar af fóru 108 fjárlagaliðir meira en 4 prósent fram úr fjárheimildum, sem eru þau viðmiðunarmörk, sem getið er um í reglugerð fjármálaráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 14:24
Leyniskýrsla um spilltan svínakóng <strong><font color="#008080"></font></strong> Félagsmenn í Mjólkurfélagi Reykjavíkur vilja opinbera rannsókn á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns félagsins, Kristins Gylfa Jónssonar. Í trúnaðarskýrslu segir að ekkert hafi komið fram í ársreikningi um 41 milljónar króna heimildarlauss peningaláns til svínabús Kristins. Lánsviðskipti við fyrirtæki Kristins Gylfa hafi verið yfir öll mörk. Innlent 13.10.2005 14:24
Karnival hjá ungu kynslóðinni Karnival, skrúðgöngur og grímuklædd börn skóku Reykjavík í dag. Þau skemmtu sér hið besta í sumarblíðunni - en þótti það skemmtilegasta við íslenska sumarið - að fara af landi brott. Innlent 13.10.2005 14:25
Ísland lækkar á lista Ísland lækkar á lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífsgæði, sem birtur var í dag. Hér á landi er stöðnun, en merkja má framfarir víða annars staðar. Í þróunarlöndum valda fátækt og sjúkdómar hins vegar afturför. Innlent 13.10.2005 14:25
Símamaður rekinn vegna netspjalls Starfsmaður í bilanaþjónustu Landssímans var afkastamikill á spjallvefnum Malefnin.com. Hann lagði að meðaltali 40 innlegg á síðuna á dag, en var rekinn á þriðjudaginn eftir 23 ára starf. Innlent 13.10.2005 14:25
Enn leitað að kennitöluflassara Persónuvernd hefur enn ekki tekist að varpa ljósi á það hver er að baki nafninu Guðmundur góði á spjallþræðinum malefnin.com. Guðmundur góði varð uppvís að því að birta á þræðinum nöfn, kennitölur og heimilisföng þriggja alnafna sem allir heita Guðmundur Jón Sigurðsson. Innlent 13.10.2005 14:25
Fjárhagsaðstoð æ algengari Sá fjöldi ungs fólks í Bretlandi sem lent hefur í alvarlegum fjárhagsvandræðum og þurft á hjálp að halda hefur tífaldast á síðustu tveimur árum. Erlent 13.10.2005 14:25
Engin fyrirskipun um brotthvarf Algjör óvissa ríkir enn um hvort og þá hvenær sveitir Filipseyinga í Írak yfirgefa landið. Mannræningjar sem halda filipseyska gíslinum Angelo de la Cruz hafa hótað að drepa hann hverfi sveitirnar ekki til síns heima fyrir tuttugasta þessa mánaðar. Erlent 13.10.2005 14:24
Stúdentar fagna ákvörðun Formaður stúdentaráðs fagnar því að menntamálaráðherra skuli ætla að taka tillit til skoðana þeirra, varðandi skólagjöld í Háskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur lýst þeirri skoðun sinni að ekki eigi að leggja skólagjöld á grunnnám, við Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 14:25
Fjárfesting mest í frjálsræði Fjárfesting er mest í þeim löndum þar sem mest frjálsræði er í efnahagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fraser stofnunarinnar í Kanada, en íslenski hluti skýrslunnar er unninn hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 14:25
Nefnd um Evrópumál skipuð Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um Evrópumál, en hlutverk hennar er meðal annars að kanna framkvæmd EES-samningsins, hvort og þá hvers konar undanþágur séu veittar í aðildarsamningnum að Evrópusambandinu og hvað aðild myndi kosta ríkissjóð til lengri og skemmri tíma litið Innlent 13.10.2005 14:24
Tala látinna hækkar enn Tala látinna vegna flóðanna í Suður Asíu hækkar enn. Þrjú hundruð hafa þegar látist og er búist við að ástandið versni enn frekar á næstu dögum. Brynja Þorgeirsdóttir. Þetta eru mestu rigningar og flóð á svæðinu í áratug. Erlent 13.10.2005 14:24
Uppsagnir vegna skipulagsbreytinga Eimskipafélag Íslands hefur tilkynnt að í gær hafi verið fækkað um fjörutíu til fimmtíu stöðugildi hjá félaginu en nú stendur yfir vinna við endurskipulagningu hjá félaginu. Ekki er vitað hversu mörgum verður sagt upp vegna breytinganna en þær verða kynntar í lok mánaðarins þegar sex mánaða uppgjör félagsins liggur fyrir. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:24
Fjölmargir lýstu andstöðu sinni Enginn úr ráðherrasveit eða landstjórn Framsóknarflokksins kom á fjölmennnan fund Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi suður, þar sem fjölmiðlafrumvarpið nýja var til umræðu. Fjölmargir félagsmenn lýstu yfir andstöðu við aðgerðir stjórnarflokkanna í málinu og sögðu forystusveit Framsóknarflokksins ekki samstíga almennum flokksmönnum. Innlent 13.10.2005 14:24
Blair réðst inn í góðri trú Gögn bresku leyniþjónustunnar sem bentu til þess að Írakar byggju yfir efnavopnum fyrir innrásina í landið voru mjög gölluð og byggðu á óáreiðanlegum heimildum. Tony Blair forsætisráðherra er hins vegar ekki sekur um að hafa viljandi brenglað fyrirliggjandi gögn eða um vítaverða vanrækslu. Erlent 13.10.2005 14:24
Ungir Framsóknar menn klofnir Ungir framsóknarmenn eru klofnir í afstöðu sinni til fjölmiðlafrumvarpsins. Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður styður forystu Framsóknarflokksins í málinu, en Samband ungra framsóknarmanna, á landsvísu, gerir það ekki. Innlent 13.10.2005 14:24
Myrtu héraðsstjóra Mósúl Írakskir skæruliðar myrtu í dag héraðsstjóra Mósúl, þar sem hann var á leið sinni til Bagdad. Á sama tíma sprakk öflug bílsprengja í Bagdad, með þeim afleiðingum að ellefu létust og tugir særðust. Talið er að þetta hafi verið sjálfsmorðsárás og er hún sú mannskæðasta síðan Írakar tóku við stjórnartaumunum í landinu í lok júní. Hershöfðingjar tengja árásina við handtöku meira en 500 grunaðra hryðjuverkamanna fyrr í vikunni. Erlent 13.10.2005 14:24
Aðgangur að farþegaupplýsingum Frá og með 28. júlí næstkomandi mun bandaríska Tolla- og Landamærastofnunin fá aðgang að farþegaupplýsingum úr bókunarkerfi Icelandair um farþega á leið til Bandaríkjanna. Samkvæmt bandarískri löggjöf eru öll flugfélög sem fljúga til Bandaríkjanna skyldug til að veita þessar upplýsingar. Innlent 13.10.2005 14:24
Norðmenn telja sig í fullum rétti Réttur Norðmanna til að setja reglur um fiskveiðar kringum Svalbarða er skýr og í fullu samræmi við alþjóðleg lög og reglur. Þetta er svar norska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna deilu þeirrar er uppi er milli Noregs og Íslands um rétt til fiskveiða innan lögsögu Svalbarða. Innlent 13.10.2005 14:24
Látlausir skjálftar Látlausir jarðskjálftar hafa verið í Fagradalsfjalli, milli Grindavíkur og Krýsuvíkur, síðan á sunnudag. Veðurstofan segir að hrinan geti annað hvort fjarað út eða færst í aukana og skjálftarnir orðið stærri. Innlent 13.10.2005 14:24
Tíu farast við höfuðstöðvar Að minnsta kosti tíu fórust í öflugri sprengingu við græna svæðið sem umlykur höfuðstöðvar Bandaríkjahers í Bagdad í morgun. Yfir fjörutíu slösuðust. Talið er að um bílsprengju hafi verið að ræða. Svo virðist sem sprengingin hafi orðið þar sem bílar bíða í röð eftir starfsfólki á græna svæðinu. Árásir á þeim stað eru mjög algengar, enda jafnan mikið af fólki á ferð þar á þessum tíma sólarhrings. Erlent 13.10.2005 14:24
Skaut undan sér Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir vörslu ólöglegrar haglabyssu í Sheffield á Englandi í gær. Erlent 13.10.2005 14:24
Síbrotabræður í haldi lögreglu Ungir bræður, 15 og 16 ára, voru handteknir í gærmorgun eftir að hafa brotist inn í íbúðarhús í Austurbæ Reykjavíkur. Bræðurnir, sem búsettir eru í Vesturbæ Reykjavíkur, hafa komið við sögu í fjölda innbrota, að sögn lögreglunnar í Reykjavík og verið marghandteknir fyrir. Innlent 13.10.2005 14:24
Einokun á áfengi ekki réttmæt Framkvæmdastjórn ESB hefur komist að þeirri niðurstöðu að einokun ríkisins í Svíþjóð á áfengissölu stríði gegn viðskiptafrelsi innan ESB. Framkvæmdastjórn ESB telur að ekki megi koma í veg fyrir að Svíar geti keypt vörur frá öðru ESB ríki. Erlent 13.10.2005 14:24
Stórfelldir gallar á upplýsingum Stórfelldir gallar voru á upplýsingum bresku leyniþjónustunnar um gereyðingavopaneign Íraka og stjórnvöld tóku upplýsingar alvarlegar en tilefni var til. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Butlers lávarðar sem byrjað var að kynna fyrir hálftíma síðan. Butler hóf að kynna skýrslu sína klukkan hálf tólf í dag, um hvort innrás Breta í Írak hafi verið byggð á vafasömum upplýsingum. Erlent 13.10.2005 14:24
Stjórnskipuleg valdníðsla Lögspekingar sem komu á fund allsherjarnefndar í gær sögðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri "stjórnskipuleg valdníðsla" og að hún hefði "bundið hendur forseta". Aðrir töldu hana standast stjórnarskrá. Innlent 13.10.2005 14:24
Skipar nefnd um Evrópumál Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um Evrópumál. Helstu hlutverk hennar eru meðal annars að kanna framkvæmd EES-samningsins, hvort og þá hverskonar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum að Evrópusambandinu, hvað aðild myndi kosta ríkisstjóð, til lengri og skemmri tíma, og hverjir séu kostir og gallar evrunnar fyrir Ísland. Innlent 13.10.2005 14:24