Fréttir Maður stunginn í samkvæmi Kona er í haldi lögreglunnar eftir að hafa stungið mann í kviðinn í samkvæmi í húsi hennar í Barmahlíð í nótt. Konan hafði áður haft samband við lögregluna og óskað eftir aðstoð hennar við að koma þremur gestum út úr húsinu. Innlent 13.10.2005 14:25 Stuðningur í Reykjavík norður Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins og þingflokk í fjölmiðlamálinu. Innlent 13.10.2005 14:25 Streita á meðgöngu afdrifarík Konur sem þjást af streitu um miðbik meðgöngunnar eru líklegri en aðrar konur til að eignast börn sem síðar á lífsleiðinni stríða við hegðunarvandamál. Vísindamenn í Bandaríkjunum tilkynntu þessar niðurstöður rannsóknar sinnar í gær. Erlent 13.10.2005 14:25 Ísland í 14. sæti í frjálsræði Ísland er í 14. sæti á lista yfir þær þjóðir þar sem mest frjálsræði er í efnahagsmálum samkvæmt nýrri skýrslu frá Fraser-stofnuninni í Kanada. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands segir þetta viðunandi stöðu en auka megi frelsi hér á landi enn frekar með því að aflétta hömlum á landbúnaðarvörum og lækka skatta. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:25 Einn lést og annar særðist Bandarískur hermaður lést og annar særðist í sprengjuárás uppreisnarmanna í Írak í dag. Um var að ræða sprengju í vegarkanti nálægt borginni Baijí í norðurhluta landsins. Erlent 13.10.2005 14:25 Eignatjón minnkaði um helming Fjárhagstjón vegna bruna hefur minnkað um helming milli ára. Athugun Brunamálastofnunar sýnir að ástand brunavarna á gistiheimilum er slæmt í 46 prósent tilvika og hefur staðið í stað frá árinu 1997. Innlent 13.10.2005 14:25 50 ára kampavín af hafsbotni Breskir kafarar fundu 20 þúsund flöskur af vel kældu kampavíni sem höfðu legið á botni Ermarsunds í nær hálfa öld. Ekki fæst gefið upp nákvæmlega hvar fjársjóðurinn fannst. Erlent 13.10.2005 14:25 Spá miklum hækkunum Heilbrigðisráðuneytið fundar þessa dagana með lyfjahópi Félags íslenskra kaupmanna í þeim tilgangi að ná fram lækkunum á lyfjaverði. Ástæðan er útlit fyrir mikla hækkun á útgjöldum Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar milli áranna 2003 og 2004. Innlent 13.10.2005 14:25 Hárið á Akureyri Söngleikurinn Hárið verður sýndur í Íþróttahöllinni á Akureyri í lok september. Sýningin er nú sem stendur flutt í Austurbæ í Reykjavík en Leikfélag Akureyrar hefur náð samkomulagi við aðstandendur sýningarinnar og knattspyrnudeild Þórs um að sýna hana einu sinni fyrir norðan. Íþróttahöllin á Akureyri tekur 1700 manns í sæti. Innlent 13.10.2005 14:25 Brunavarnir skóla í slæmu ástandi Brunavarnir í framhaldsskólum landsins eru í slæmu eða óviðunandi ástandi í tæplega 30 prósentum tilvika. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Brunamálastofnunar. Innlent 13.10.2005 14:25 Forsætisráðherrann segir af sér Ahmed Qurie, forsætisráðherra Palestínumanna, sagði af sér nú fyrir stundu og tilkynnti hann Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, ákvörðun sína. Arafat neitaði hins vegar að taka við afsögninni. Fundur stendur nú yfir á meðal ráðamanna þjóðarinnar. Erlent 13.10.2005 14:25 Neyðarástand á Gasa Heimastjórn Palestínumanna hefur lýst yfir neyðarástandi á Gasasvæðinu í kjölfar mannrána og ólgu. Svo alvarlegt er ástandið að jafnvel er búist við að Ahmed Qurea forsætisráðherra segi af sér eða verði þvingaður til þess. Erlent 13.10.2005 14:25 Gekkst undir aðgerð Maðurinn sem varð fyrir hnífsstungunni í Barmahlíð í nótt gekkst undir aðgerð í morgun. Að sögn vakthafandi læknis á skurðdeild er líðan mannsins eftir atvikum góð og er hann ekki lífshættulega slasaður. Innlent 13.10.2005 14:25 Fjármálaráðherra greip inn í Fjármálaráðherra greip inn í deilu tollayfirvalda og akstursíþróttamanna um tryggingafé vegna heimsbikarsins í torfæru um helgina. Þar af leiðandi var hætt við að aflýsa keppninni. Landssamband íslenskra akstursfélaga segir málið engu að síður til skammar. <font size="2"></font> Innlent 13.10.2005 14:25 Þriggja bíla árekstur Þriggja bíla árekstur varð við Þrengslavegamót í Svínahrauni rétt eftir hádegið í gær. Einn bílanna hafnaði utan vegar og valt í kjölfarið. Innlent 13.10.2005 14:25 Mannfall heldur áfram Tugir manna liggja sárir og að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tvær bílsprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Önnur sprakk í námunda við bílalest nýskipaðs dómsmálaráðherra landsins, Maliks Dohans al-Hassans. Ráðherrann slapp ómeiddur en fjórir lífverðir hans létust. Erlent 13.10.2005 14:25 Skelfilegt óréttlæti Einar Oddur Kristjánsson telur að veiðigjald sem lagt verður á sjávarútvegsfyrirtæki frá september verði greitt af verkafólki í fiskiðnaði sem hann segir skelfilegt óréttlæti. Sjávarútvegsráðherra segir gjaldið hóflegt. Innlent 13.10.2005 14:25 Sex létust í árekstri á hraðbraut Reykslæður sem bárust yfir hraðbraut virðast hafa verið kveikjan að 20 bíla árekstri sem kostaði sex manns lífið nærri Róm, höfuðborg Ítalíu. Auk þeirra sex sem létust slösuðust um 40 og voru margir þeirra með brunasár. Erlent 13.10.2005 14:25 Stjórnarandstaðan fundar Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittast á fundi nú á tólfta tímanum en þeir eru afar ósáttir við að enginn fundur verði í allsherjarnefnd í dag. Stjórnarandstaðan krafðist þess í gær að fundum nefndarinnar yrði framhaldið strax í dag en næsti fundur hefur hins vegar verið boðaður klukkan 10 á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:25 Löggæslukostnaður hækkar mjög Löggæslukostnaður á Landsmóti hestamanna hefur farið hækkandi undanfarin ár . Kostnaðurinn á landsmótinu á Hellu í ár var 2,7 milljónir króna en var 2,5 milljónir króna á Vindheimamelum fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 14:25 44 þúsund tonnum landað Tæplega 44 þúsund tonnum af síld úr norsk íslenska síldarstofninum hefur verið landað það sem af er vertíðinni. Þar af hafa íslensk skip landað tæplega 38 þúsund tonnum og erlend skip um sex þúsund tonnum. Innlent 13.10.2005 14:25 10 ára drengur varð fyrir bíl Tíu ára drengur slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl við Síðumúla í Reykjavík um eitt leytið í dag. Ekki er ljóst á þesari stundu hvernig slysið vildi til en að sögn lögreglunnar er rannsókn á frumstigi. Innlent 13.10.2005 14:25 Enginn fundur fyrr en eftir helgi Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samkomulagi um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd Alþingis mótmæla því harðlega að fundum í nefndinni skuli hafa verið frestað fram yfir helgi. Innlent 13.10.2005 14:25 Neysla gosdrykkja minnkar Neysla landsmanna á sykruðum gosdrykkjum hefur dregist saman um rúmlega 36 þúsund lítra sl. tólf mánuði, samanborið við síðustu tólf mánuði þar á undan, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þar er stuðst við Nielsen-sölutölur frá Markaðsgreiningu ehf., dótturfélagi IMG. Innlent 13.10.2005 14:25 Skýrsla Ríkisendurskoðunar röng Fjármálaráðuneytið setur verulega ofan í við Ríkisendurskoðun vegna skýrslu hennar um framkvæmd fjárlaga í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Eru gerðar níu athugasemdir við skýrsluna og færð rök fyrir rangfærslum Ríkisendurskoðunar í hverju tilviki fyrir sig. Innlent 13.10.2005 14:25 Öryggisráðið fundar um múrinn Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun síðar í dag fjalla um ályktunartillögu þar sem Ísraelsríki er skyldað til að fara að úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag þess efnis að rífa beri hluta öryggismúrsins sem skilur að Ísraela og Palestínumenn. Erlent 13.10.2005 14:25 Leikarar framtíðarinnar Leikarar framtíðarinnar létu ljós sitt skína á nýja sviði Borgarleikhússins í dag þar sem sýndur var afrakstur leiklistarnámskeiðs Borgarleikhússins og Draumasmiðjunnar. Foreldrar ungmennanna og aðstandendur fylgdust með tilþrifunum í dag og urðu ekki fyrir vonbrigðum. Innlent 13.10.2005 14:25 Annarri útgáfu skýrslunnar lokið Skattrannsóknarstjóri hefur lokið við aðra útgáfu frumskýrslu vegna skattrannsóknar á Baugi og tengdum félögum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa frest til mánudags til að skila inn athugasemdum við hana. Innlent 13.10.2005 14:25 Skelfilegt ástand í Chad Alvarleg vannæring hrjáir eitt af hverjum þremur börnum sem halda til í flóttamannabúðum í Chad eftir flótta frá Darfúr-héraði í Súdan. Ástandið þar versnar sífellt og svo virðist sem mannúðaraðstoð sé ekki nema dropi í hafið. Erlent 13.10.2005 14:25 Réttarhöldum Milosevic frestað Vörn Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í réttarhöldunum yfir honum fyrir stríðglæpadómstólnum í Haag hefur aftur verið frestað, nú til 31. ágúst. Ástæðan er sögð vera heilsufar Milosevic en blóðþrýstingur hans er víst mjög hár þessa dagana. Erlent 13.10.2005 14:25 « ‹ ›
Maður stunginn í samkvæmi Kona er í haldi lögreglunnar eftir að hafa stungið mann í kviðinn í samkvæmi í húsi hennar í Barmahlíð í nótt. Konan hafði áður haft samband við lögregluna og óskað eftir aðstoð hennar við að koma þremur gestum út úr húsinu. Innlent 13.10.2005 14:25
Stuðningur í Reykjavík norður Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins og þingflokk í fjölmiðlamálinu. Innlent 13.10.2005 14:25
Streita á meðgöngu afdrifarík Konur sem þjást af streitu um miðbik meðgöngunnar eru líklegri en aðrar konur til að eignast börn sem síðar á lífsleiðinni stríða við hegðunarvandamál. Vísindamenn í Bandaríkjunum tilkynntu þessar niðurstöður rannsóknar sinnar í gær. Erlent 13.10.2005 14:25
Ísland í 14. sæti í frjálsræði Ísland er í 14. sæti á lista yfir þær þjóðir þar sem mest frjálsræði er í efnahagsmálum samkvæmt nýrri skýrslu frá Fraser-stofnuninni í Kanada. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands segir þetta viðunandi stöðu en auka megi frelsi hér á landi enn frekar með því að aflétta hömlum á landbúnaðarvörum og lækka skatta. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:25
Einn lést og annar særðist Bandarískur hermaður lést og annar særðist í sprengjuárás uppreisnarmanna í Írak í dag. Um var að ræða sprengju í vegarkanti nálægt borginni Baijí í norðurhluta landsins. Erlent 13.10.2005 14:25
Eignatjón minnkaði um helming Fjárhagstjón vegna bruna hefur minnkað um helming milli ára. Athugun Brunamálastofnunar sýnir að ástand brunavarna á gistiheimilum er slæmt í 46 prósent tilvika og hefur staðið í stað frá árinu 1997. Innlent 13.10.2005 14:25
50 ára kampavín af hafsbotni Breskir kafarar fundu 20 þúsund flöskur af vel kældu kampavíni sem höfðu legið á botni Ermarsunds í nær hálfa öld. Ekki fæst gefið upp nákvæmlega hvar fjársjóðurinn fannst. Erlent 13.10.2005 14:25
Spá miklum hækkunum Heilbrigðisráðuneytið fundar þessa dagana með lyfjahópi Félags íslenskra kaupmanna í þeim tilgangi að ná fram lækkunum á lyfjaverði. Ástæðan er útlit fyrir mikla hækkun á útgjöldum Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar milli áranna 2003 og 2004. Innlent 13.10.2005 14:25
Hárið á Akureyri Söngleikurinn Hárið verður sýndur í Íþróttahöllinni á Akureyri í lok september. Sýningin er nú sem stendur flutt í Austurbæ í Reykjavík en Leikfélag Akureyrar hefur náð samkomulagi við aðstandendur sýningarinnar og knattspyrnudeild Þórs um að sýna hana einu sinni fyrir norðan. Íþróttahöllin á Akureyri tekur 1700 manns í sæti. Innlent 13.10.2005 14:25
Brunavarnir skóla í slæmu ástandi Brunavarnir í framhaldsskólum landsins eru í slæmu eða óviðunandi ástandi í tæplega 30 prósentum tilvika. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Brunamálastofnunar. Innlent 13.10.2005 14:25
Forsætisráðherrann segir af sér Ahmed Qurie, forsætisráðherra Palestínumanna, sagði af sér nú fyrir stundu og tilkynnti hann Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, ákvörðun sína. Arafat neitaði hins vegar að taka við afsögninni. Fundur stendur nú yfir á meðal ráðamanna þjóðarinnar. Erlent 13.10.2005 14:25
Neyðarástand á Gasa Heimastjórn Palestínumanna hefur lýst yfir neyðarástandi á Gasasvæðinu í kjölfar mannrána og ólgu. Svo alvarlegt er ástandið að jafnvel er búist við að Ahmed Qurea forsætisráðherra segi af sér eða verði þvingaður til þess. Erlent 13.10.2005 14:25
Gekkst undir aðgerð Maðurinn sem varð fyrir hnífsstungunni í Barmahlíð í nótt gekkst undir aðgerð í morgun. Að sögn vakthafandi læknis á skurðdeild er líðan mannsins eftir atvikum góð og er hann ekki lífshættulega slasaður. Innlent 13.10.2005 14:25
Fjármálaráðherra greip inn í Fjármálaráðherra greip inn í deilu tollayfirvalda og akstursíþróttamanna um tryggingafé vegna heimsbikarsins í torfæru um helgina. Þar af leiðandi var hætt við að aflýsa keppninni. Landssamband íslenskra akstursfélaga segir málið engu að síður til skammar. <font size="2"></font> Innlent 13.10.2005 14:25
Þriggja bíla árekstur Þriggja bíla árekstur varð við Þrengslavegamót í Svínahrauni rétt eftir hádegið í gær. Einn bílanna hafnaði utan vegar og valt í kjölfarið. Innlent 13.10.2005 14:25
Mannfall heldur áfram Tugir manna liggja sárir og að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tvær bílsprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Önnur sprakk í námunda við bílalest nýskipaðs dómsmálaráðherra landsins, Maliks Dohans al-Hassans. Ráðherrann slapp ómeiddur en fjórir lífverðir hans létust. Erlent 13.10.2005 14:25
Skelfilegt óréttlæti Einar Oddur Kristjánsson telur að veiðigjald sem lagt verður á sjávarútvegsfyrirtæki frá september verði greitt af verkafólki í fiskiðnaði sem hann segir skelfilegt óréttlæti. Sjávarútvegsráðherra segir gjaldið hóflegt. Innlent 13.10.2005 14:25
Sex létust í árekstri á hraðbraut Reykslæður sem bárust yfir hraðbraut virðast hafa verið kveikjan að 20 bíla árekstri sem kostaði sex manns lífið nærri Róm, höfuðborg Ítalíu. Auk þeirra sex sem létust slösuðust um 40 og voru margir þeirra með brunasár. Erlent 13.10.2005 14:25
Stjórnarandstaðan fundar Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittast á fundi nú á tólfta tímanum en þeir eru afar ósáttir við að enginn fundur verði í allsherjarnefnd í dag. Stjórnarandstaðan krafðist þess í gær að fundum nefndarinnar yrði framhaldið strax í dag en næsti fundur hefur hins vegar verið boðaður klukkan 10 á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:25
Löggæslukostnaður hækkar mjög Löggæslukostnaður á Landsmóti hestamanna hefur farið hækkandi undanfarin ár . Kostnaðurinn á landsmótinu á Hellu í ár var 2,7 milljónir króna en var 2,5 milljónir króna á Vindheimamelum fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 14:25
44 þúsund tonnum landað Tæplega 44 þúsund tonnum af síld úr norsk íslenska síldarstofninum hefur verið landað það sem af er vertíðinni. Þar af hafa íslensk skip landað tæplega 38 þúsund tonnum og erlend skip um sex þúsund tonnum. Innlent 13.10.2005 14:25
10 ára drengur varð fyrir bíl Tíu ára drengur slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl við Síðumúla í Reykjavík um eitt leytið í dag. Ekki er ljóst á þesari stundu hvernig slysið vildi til en að sögn lögreglunnar er rannsókn á frumstigi. Innlent 13.10.2005 14:25
Enginn fundur fyrr en eftir helgi Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samkomulagi um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd Alþingis mótmæla því harðlega að fundum í nefndinni skuli hafa verið frestað fram yfir helgi. Innlent 13.10.2005 14:25
Neysla gosdrykkja minnkar Neysla landsmanna á sykruðum gosdrykkjum hefur dregist saman um rúmlega 36 þúsund lítra sl. tólf mánuði, samanborið við síðustu tólf mánuði þar á undan, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þar er stuðst við Nielsen-sölutölur frá Markaðsgreiningu ehf., dótturfélagi IMG. Innlent 13.10.2005 14:25
Skýrsla Ríkisendurskoðunar röng Fjármálaráðuneytið setur verulega ofan í við Ríkisendurskoðun vegna skýrslu hennar um framkvæmd fjárlaga í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Eru gerðar níu athugasemdir við skýrsluna og færð rök fyrir rangfærslum Ríkisendurskoðunar í hverju tilviki fyrir sig. Innlent 13.10.2005 14:25
Öryggisráðið fundar um múrinn Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun síðar í dag fjalla um ályktunartillögu þar sem Ísraelsríki er skyldað til að fara að úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag þess efnis að rífa beri hluta öryggismúrsins sem skilur að Ísraela og Palestínumenn. Erlent 13.10.2005 14:25
Leikarar framtíðarinnar Leikarar framtíðarinnar létu ljós sitt skína á nýja sviði Borgarleikhússins í dag þar sem sýndur var afrakstur leiklistarnámskeiðs Borgarleikhússins og Draumasmiðjunnar. Foreldrar ungmennanna og aðstandendur fylgdust með tilþrifunum í dag og urðu ekki fyrir vonbrigðum. Innlent 13.10.2005 14:25
Annarri útgáfu skýrslunnar lokið Skattrannsóknarstjóri hefur lokið við aðra útgáfu frumskýrslu vegna skattrannsóknar á Baugi og tengdum félögum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa frest til mánudags til að skila inn athugasemdum við hana. Innlent 13.10.2005 14:25
Skelfilegt ástand í Chad Alvarleg vannæring hrjáir eitt af hverjum þremur börnum sem halda til í flóttamannabúðum í Chad eftir flótta frá Darfúr-héraði í Súdan. Ástandið þar versnar sífellt og svo virðist sem mannúðaraðstoð sé ekki nema dropi í hafið. Erlent 13.10.2005 14:25
Réttarhöldum Milosevic frestað Vörn Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í réttarhöldunum yfir honum fyrir stríðglæpadómstólnum í Haag hefur aftur verið frestað, nú til 31. ágúst. Ástæðan er sögð vera heilsufar Milosevic en blóðþrýstingur hans er víst mjög hár þessa dagana. Erlent 13.10.2005 14:25