Fréttir

Fréttamynd

Stjórnmálaleiðtogi myrtur

Írakskur stjórnmálaleiðtogi í Basra, annarri stærstu borg landsins, var myrtur í morgun. Talsmaður héraðsstjórnarinnar í Basra segir að menn í öryggisbúningum hafi skotið meðlim stjórnarinnar, al-Anachi, við varðstöð í borginni. Undanfarið hafa nokkrir stjórnmálaleiðtogar í Írak verið drepnir.

Erlent
Fréttamynd

Eldur í rafstöðinni slökktur

Eldurinn sem kviknaði í gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum á 3. tímanum í dag hefur verið slökktur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Málskotsréttur forseta úr sögunni

Til þess að afnema málskotsrétt forseta Íslands þarf stjórnarskrárbreytingu. Stjórnarskrárbreyting verður ekki gerð nema á tveim þingum og er því ferli sem tekur langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur skutu upp neyðarblysum

Tilkynning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:24 í gær um að neyðarblys hefði sést út af Gróttu á Seltjarnarnesi. Stjórnstöðin óskaði þegar eftir því við strandarstöðvarnar að þær kölluðu út til skipa á svæðinu. Slysavarnarfélagið Landsbjörg var einnig beðið um að senda björgunarbát þangað.

Innlent
Fréttamynd

Leita sátta

Mér finnst virðingarvert að ríkisstjórnin skuli reyna að leita sátta um fjölmiðlafrumvarpið," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, um afturköllun ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlalögunum.

Innlent
Fréttamynd

Hallinn meiri en leyfilegt er

Hallinn á rekstri Ríkisendurskoðunar í fyrra var meiri en leyfilegt er samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Sagt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Ríkisendurskoðun fór 43 milljónir króna fram úr fjárlögum í fyrra, á sama tíma og embættið gagnrýndi aðrar ríkisstofnanir fyrir agaleysi í fjármálum.

Innlent
Fréttamynd

Tugir fórust í sprengingu

Á fjórða tug manna lét lífið þegar sprenging varð í úkraínskri kolanámu. Björgunarstarfsmenn börðust við mikið bál, banvænar gasgufur og allt að fimmtíu stiga hita þegar þeir reyndu að bjarga nokkrum kolanámumönnum sem var saknað eftir slysið.

Erlent
Fréttamynd

Borell kosinn forseti þingsins

Þingmenn Evrópusambandsins gengu til atkvæða í morgun og kusu í embætti forseta þings Evrópusambandsins. Spánverjinn Josep Borrell úr sósíalistaflokki hlaut meirihluta atkvæða en hann tekur við af Íranum Pat Cox sem barðist gegn spillingu í Evrópusambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Kerfisbundnar nauðganir í Súdan

Súdanskir arabar nauðga konum og börnum til að hrekja afríska Súdana út úr vesturhluta Darfur-héraðs í Súdan, að sögn mannréttindasamtaka í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Skjóta niður eiturlyfjasmyglara

Brasilíumenn ætla, eftir þrjá mánuði, að byrja að skjóta niður flugvélar sem þá grunar að séu notaðar til eiturlyfjaflutninga yfir hina víðáttumiklu frumskóga landsins. Yfirvöld í Brasilíu segja að yfir 4000 óskráðar flugvélar séu á sveimi yfir Amazon skógunum, sem eru víðáttumeiri en bandaríska meginlandið.

Erlent
Fréttamynd

Ekki gosdrykkjum að kenna

Neysla sykraðra gosdrykkja hefur dregist saman um rúmlega 36.000 lítra síðastliðna 12 mánuði samanborið við síðustu 12 mánuði þar á undan, segir í fréttatilkynningu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Ölgerðin sendi frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar Lýðheilsustofnunar um of mikið gosdrykkjaþamb.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu togara á jeppaverði

Júlíus Sólnes, verkfræðingur og fyrrverandi umhverfisráðherra, datt í lukkupottinn á dögunum þegar hann keypti þúsund tonna fiskflutningaskip á uppboði hérlendis fyrir nokkru á fimm milljónir ásamt bróður sínum, Gunnari Sólnes hæstaréttarlögmanni. Þeim tókst að koma skipinu sem togara inn í fiskveiðilögsögu ESB og verð skipsins tuttugufaldaðist.

Innlent
Fréttamynd

Hópnauðganir í Darfur

Hermenn í Darfur í Súdan nota hópnauðganir sem vopn í baráttu sinni að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Talið er að milljón manns hafi flúið heimili sín. Ástandið í Darfur í Súdan fer versnandi og alþjóðasamfélagið hefur engan veginn undan í að aðstoða nauðstadda.

Erlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir eiturlyfjasmygl

Ekki hefur tekist að upplýsa um samverkamenn nígerískrar konu, sem var í dag dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins. Bæði var ákært og dæmt í málinu í dag, um leið og gæsluvarðhald yfir konunni rann út, enda lá fyrir játning hennar.

Innlent
Fréttamynd

Nemendum rænt í Nepal

Skæruliðar í Nepal rændu í gær 50 nemendum og um tug kennara þeirra í Katmandu, höfuðborg landsins. Nemendurnir eru aðallega stelpur á aldrinum þrettán til sextán ára. Skæruliðarnir beindu byssum að ungmennunum og kennurum þeirra og neyddu þau út úr skólanum. Skæruliðasamtök maóista í Nepal vilja steypa konungsveldinu af stóli.

Erlent
Fréttamynd

Framkvæmdir fyrir endur

Hringbraut hefur verið þrengd við Sæmundargötu þar sem verið er að endurnýja ræsi fyrir endur svo þær komist leiðar sinnar undir akbrautina. Umferð hefur ekki raskast verulega vegna framkvæmdanna sem lýkur um miðjan ágúst, þó mönnum seinki líklega aðeins á háannatíma.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst svara fjármálaráðherra

Ríkisendurskoðandi hyggst svara athugasemdum fjármálaráðherra, vegna skýrslu um framkvæmd fjárlaga, eigi síðar en á miðvikudaginn kemur. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sendi Sigurði Þórðarsyni ríkisendurskoðanda skriflegar athugasemdir á föstudaginn var, þar sem skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga er gagnrýnd.

Innlent
Fréttamynd

Kafarar leita í sjó

Kafarar leituðu í sjó við Geldinganes í Reykjavík í dag vegna hvarfs hinnar indónesísku Sri Ramawati fyrir tveimur vikum. För eftir jeppa fundust á svæðinu sem gætu verið eftir jeppa mannsins sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi hennar.

Innlent
Fréttamynd

Lýðheilsustöð á villigötum

Árangursríkasta vopnið í baráttunni gegn offitu er fræðsla og þess vegna er Lýðheilsustöð hvött til samvinnu við samtök auglýsenda sem búa yfir reynslu og þekkingu á viðhorfum og atferli almennings.

Innlent
Fréttamynd

NATO varar Serba við

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir yfirvöld í Serbíu/Svartfjallalandi verða að sýna vilja í verki og handtaka og framselja eftirlýsta stríðsglæpamenn ef koma á traustum og góðum tengslum við NATO.

Erlent
Fréttamynd

Vill láta athuga rekstrarleyfi

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar botnar ekkert í því að gististöðum með óviðunandi brunavarnir sé veitt rekstrarleyfi og vill láta rannsaka hvernig standi á því. Brunavarnir eru í slæmu ástandi á hartnær helmingi gististaða í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Bíða eftir ákvörðun formanna

Allsherjarnefnd Alþingis bíður eftir að formenn stjórnarflokkanna ræði saman og komist að samkomulagi í fjölmiðlamálinu. Fundi allsherjarnefndar, sem boðað hafði verið til í morgun, var frestað þar til síðdegis í dag. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru afar ósáttir við að fundi allsherjarnefndar hafi verið frestað í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Grænfriðungar mættir til Sorrento

Grænfriðungar eru mættir til Sorrento á Ítalíu, til þess að mótmæla hvalveiðum, á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þar verður á morgun, lögð fram tillaga um að halda áfram vinnu að samkomulagi um hvalveiðar í atvinnuskyni.

Erlent
Fréttamynd

Góður árangur tóbaksforvarna

Sala á tóbaki á Íslandi minnkaði um 42.5 % á tímabilinu 1984-2001. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Hjálmars W. Hannessonar, sendiherra og fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, sem hann hélt á aðalfundi Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) sem hófst 28. júní og stendur til 23. þessa mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Vandkvæði í símakerfi lögreglunnar

Byrjunarörðugleikar settu strik í reikninginn þegar lögreglan í Reykjavík tók nýtt símkerfi í notkun í gær. Nýja kerfið sameinar öll símanúmer og símakerfi embættisins í eitt kerfi.

Innlent
Fréttamynd

Fangarnir vinsælir í Danmörku

Danskir fangar virðast vinsælir, í það minnsta er kapphlaupið hafið í Danmörku um hvaða sveitarfélag fær nýtt fangelsi til sín. Áformað er að reisa nýtt fangelsi á austurhluta Danmerkur og mun það skapa um 250 til 300 störf.

Erlent
Fréttamynd

Ný kynslóð abstraktmálara

Ný kynslóð abstraktmálara gerir mikla lukku meðal listaelítunnar í Rússlandi þessa dagana. Verkin eru máluð af svínum, kráku, fíl, höfrungi og apa. Listrænn þjálfari dýranna hefur unnið með þeim í fimm ár og afrakstur þeirrar vinnu dregur að sér fjölda fólks.

Erlent
Fréttamynd

Símar lögreglunnar í nýtt kerfi

Lögreglan í Reykjavík tekur í notkun nýtt Centrexkerfi símkerfi frá Símanum og færast allir símar lögregluembættisins inn í það kerfi.  Með þessu hefur lögreglan sameinað öll símanúmer og síma embættisins í eitt kerfi, sem fær nýtt símanúmer, 444 1000.

Innlent
Fréttamynd

Ísland í dag og fyrir 30 árum

Frönsk hjón og kvikmyndagerðarmenn, sem fjölluðu um Ísland á margmiðlunarsýningu árið 1971, hafa tekið upp þráðinn að nýju. Ætlunin er að bera saman Ísland í dag og Ísland fyrir 30 árum. 

Innlent
Fréttamynd

Stefnt fyrir að hygla ættingjum

Evrópusambandið hefur stefnt Edit Cresson, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands fyrir mannréttindadómstólinn, vegna ásakana um að hún hafi hyglað ættingjum sínum og vinum, þegar hún átti sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Sambandið hefur aldrei áður stefnt jafn hátt settum embættismanni fyrir dómstóla.

Erlent