Fréttir

Fréttamynd

Arafat sagður bera mesta ábyrgð

Jasser Arafat, forseti Palestínu, sætir harðari gagnrýni þessa dagana en hann er vanur. Palestínuþing ályktaði gegn honum og enn bólar ekkert á lausn á deilunni um yfirstjórn öryggismála.

Erlent
Fréttamynd

Þýskir sóðar í Tékklandi

Tékkneska lögreglan ætlar að leita af handahófi í þýskum bifreiðum við landamæri Tékklands til að sporna við því að þeir fleygi rusli meðfram tékkneskum þjóðvegum.

Erlent
Fréttamynd

Davíð gekkst undir aðgerð

Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu rétt áðan þar sem segir að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi verið lagður inn á Landspítalann við Hringbraut síðastliðna nótt vegna gallblöðrubólgu. Við rannsókn kom í ljós staðbundið æxli í hægra nýra og gekkst forsætisráðherra undir aðgerð þar sem gallblaðran og hægra nýra voru fjarlægð.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra í skurðaðgerð

Davíð Oddsson forsætisráðherra gekk undir aðgerð í gær vegna staðbundins æxli á hægra nýra. Halldór Ásgrímsson gegnir störfum forsætisráðherra í fjarveru Davíðs.

Innlent
Fréttamynd

Fálkaorðan á Ebay

Eitt af æðstu heiðursmerkjum íslenska ríkisins, hin íslenska fálkaorða, er nú til sölu á bandaríska uppboðsvefnum Ebay og hafa áhugasamir fjóra daga til stefnu til að slá út núverandi boð sem eru rúmar 18 þúsund krónur. Alls átta aðilar hafa gert tilboð hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys á Vantsnesvegi

Banaslys varð er bíll fór út af Vatnsnesvegi við Valdalæk, skammt frá Hvammstanga, um klukkan 20 í gærkvöld. Kona lést og önnur slasaðist alvarlega en fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Blönduósi er fólkið frá Slóveníu.

Innlent
Fréttamynd

Þingflokksformenn sáttir

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins segjast vera sáttir við þá niðurstöðu sem liggi fyrir í fjölmiðlamálinu. Þeir segja þingmenn ánægða og einhuga um niðurstöðuna. 

Innlent
Fréttamynd

Ríkisendurskoðun svarar ráðherra

Ríkisendurskoðun sendi fyrr í dag fjármálaráðherra svar við athugasemdum sem gerðar voru við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi skýrsluna harðlega á dögunum og sagði hana ónákvæma.

Innlent
Fréttamynd

Athugasemdum vísað til föðurhúsa

Ríkisendurskoðun vísar athugasemdum fjármálaráðuneytis vegna umdeildrar skýrslu um framkvæmd fjárlaga árið 2003 að mestu til föðurhúsanna og stendur við flest það sem þar stóð. Þetta kemur fram í bréfi Sigurðar Þórðarsonar, ríkisendurskoðanda, til ráðuneytisins en alls setti ráðuneytið út á níu atriði í upphaflegri skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Davíð frá störfum á næstunni

Við setningu þingfundar rétt í þessu sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að Davíð Oddsson forsætisráðherra myndi ekki taka þátt í störfum þingsins á næstunni vegna veikinda. Eins og greint hefur verið frá var <span>Davíð fluttur á Landspítala-háskólasjúkrahús í nótt vegna verkja í kviðarholi og er hann í rannsókn á sjúkrahúsinu, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. </span>

Innlent
Fréttamynd

Lést í umferðarslysi

Tékknesk kona lést í umferðarslysi á Vatnsnesvegi í Vestur-Húnavatnssýslu í gærkvöldi. Fimm voru í bílnum og var einn fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á sjúkrahús. Aðrir voru fluttir til aðhlynningar á heilsugæslustöðina á Hvammstanga.

Innlent
Fréttamynd

Heita aðstoð við Norður-Kóreu

Um leið og kjarnorkudeilunni á Kóreuskaga lýkur munu Japan og Suður-Kórea hefjast handa við að hrinda í framkvæmd samstarfsverkefnum við Norður-Kóreu auk þess að veita efnahagsaðstoð.

Erlent
Fréttamynd

Nauðlending í Húsafelli

"Ég reyndi bara að bregðast við eins og ég var þjálfuð til að gera og halda mér rólegri og held að það hafi komið mér til bjargar," segir Margrét Linnet flugmaður, sem nauðlenti flugvél í Húsafelli í gær.

Innlent
Fréttamynd

Háir bílaskattar úreltir

Háir bílaskattar í Danmörku eru úrelt fyrirbæri segir skattasérfræðingurinn Flemming Lind Johansen í samtali við dagblaðið Politiken í dag. Hann bendir á að sum ákvæði laga þessa efnis hafi staðið óbreytt frá 1924 og því sé löngu orðið tímabært að endurskoða þau.

Erlent
Fréttamynd

Grænlenskt sorp til Íslands?

Sorp frá Grænlandi mun kannski verða flutt til eyðingar á Ísafirði áður en langt um líður. Þetta var meðal þess sem rætt var á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar með Jens Napaatoq, samgönguráðherra Grænlands, í dag.

Innlent
Fréttamynd

Afturköllun vegna stjórnlagakreppu

Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um afturköllun fjölmiðlalaganna segir meirihluti allsherjarefndar í áliti sínu að hann telji að þau standist stjórnarskrá. Synjun forsetans á lögunum hafi leitt til stjórnlagakreppu um túlkun stjórnarskrár

Innlent
Fréttamynd

Alþingi ræðir frumvarp um afnám

Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa.

Innlent
Fréttamynd

Enginn fyrsti bekkur á Patró

Enginn fyrsti bekkur verður í Grunnskóla Vesturbyggðar á Patreksfirði í vetur, því aðeins eitt barn í þeim árgangi er til staðar til að hefja nám. Foreldrar barnsins óskuðu eftir því að að það fengi að hefja nám ári fyrr til þess að vera ekki eitt í bekk og var fallist á það.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 500 látin

Náttúruhamfarirnar í Suður-Asíu halda áfram að kosta fjölda manns lífið. Sautján létust af völdum eldinga í Bangladess og 49 Indverjar drukknuðu þegar þeir lentu í hringiðu í miklum vatnavöxtum í Assam héraði í noðausturhluta Indlands.

Erlent
Fréttamynd

Erfitt að endurgreiða skattinn

Skattayfirvöld í Singapúr standa frammi fyrir óvenjulegum vanda. Þau vita ekki hvernig þau eiga að koma andvirði tæps milljarðs króna til réttmætra eigenda sinna.

Erlent
Fréttamynd

Dornier fugvél hætti við lendingu

Viðbúnaður var á Vestmannaeyjaflugvelli í morgun þegar Dornier vél Íslandsflugs var að koma frá Reykjavík. Þegar vélin var að koma inn til lendingar hætti flugmaðurinn skyndilega við og tók upp hjólin.  Vélin hringsólaði yfir eyjunum í nokkurn tíma og lenti síðan í þriðju tilraun.

Innlent
Fréttamynd

Engin fjölmiðlalög

Öll takmarkandi ákvæði er varða fjölmiðla hafa verið tekin út úr breyttu frumvarpi er kynnt verður á ríkisstjórnarfundi í dag. Einungis verða ákvæði um brottfall fyrri laga og breytingu á skipun útvarpsráðs. Samkomulag Davíðs og Halldórs kveður á um völd forseta verði einungis formleg.

Innlent
Fréttamynd

Vill endurskoða málskotsrétt

Forsætisráðherra vill láta endurskoða 26. grein stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forseta. Þetta er þó ekki liður í samkomulagi formanna stjórnarflokkanna. Davíð Oddsson sagði í morgun að fulltrúar allra flokkanna hefðu rætt um endurskoðun stjórnarskrárinnar hvað þetta varðar.

Innlent
Fréttamynd

Norðurljós ekki á móti lögum

Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir það fagnaðarefni að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Hann segist ekki vera á móti því að sett verði lög um eignarhald á fjölmiðlum, en fólk sem þekki fjölmiðla verði að koma að setningu slíkra laga.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Elliðaárdal

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal rétt fyrir klukkan tvö í gær. Talsvert mikinn reyk lagði frá húsinu sem hýsir enga starfsemi og notað er sem geymsla.

Innlent
Fréttamynd

Qurie áfram forsætisráðherra

Forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qurie, hefur dregið afsögn sína til baka eftir að Yasser Arafat, forseti Palestínu, neitaði að samþykkja afsögnina. Arafat hefur mætt aukinni andstöðu á síðustu dögum og neitar að gefa eftir hervöld sín.

Erlent
Fréttamynd

Saga fjölmiðlamálsins

Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon  inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút.

Innlent
Fréttamynd

Landhelgin óvarin

Útlit er fyrir að ekkert íslenskt varðskip gæti landhelgi Íslands sem og öryggis sjómanna á hafi úti næstu tvo til þrjá dagana en eina varðskipið sem er við skyldustörf á hafi úti er á leið í land í vikufrí.

Innlent
Fréttamynd

Arafat stal milljörðum

Fyrrverandi gjaldkeri PLO samtaka Yassers Arafats, segir að leiðtoginn hafi stolið milljörðum króna úr sjóðum þeirra. Jawid al Ghussein var gjaldkeri PLO í tólf ár, en varð að flýja land fyrir tveim árum, eftir að hafa sakað leiðtoga samtakanna, opinberlega, um spillingu.

Erlent
Fréttamynd

Blóðið er úr Sri Ramawati

Niðurstaða hefur nú borist á DNA prófum vegna hvarfs Sri Ramawati. Í ljós hefur komið að blóð sem fannst í íbúð og bíl mannsins sem hefur verið handtekinn vegna hvarfs hennar, er allt úr Sri Ramawati.

Innlent