Fréttir

Fréttamynd

Bretar samþykkja stjórnarskrá ESB

Evrópumálaráðherra Bretlands, dr. Denis MacShane, er þess fullviss að Bretar samþykki stjórnarskrá Evrópusambandsins þegar hún verður lögð fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Erlent
Fréttamynd

Súdanir gagnrýna Vesturlönd

Utanríkisráðherra Súdan segir afskipti Bandaríkjanna og Bretlands af ógnaröldinni í Darfur-héraði vera óeðlileg og minna um margt á framkomu þeirra gagnvart Írak áður en ráðist var inn í landið.

Erlent
Fréttamynd

Milljarður í hagnað hjá Norðuráli

Rekstur Norðuráls skilaði ríflega eins milljarðs króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári eða sem nemur rúmlega 13 milljónum bandaríkjadala. Það er aukning um tæplega þrjár milljónir dala eða ríflega 200 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ítalir heimta skýringar Halldórs

Væntanlegt er bréf frá ítalska utanríkisráðuneytinu þar sem íslensk stjórnvöld eru krafin skýringa á hátterni yfirvalda í garð Marco Brancaccia barnsföður Snæfríðar dóttur Jóns Baldvins Hannibalsonar

Innlent
Fréttamynd

Davíð kominn á legudeild

Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur verið fluttur á legudeild á Landsspítalanum eftir aðgerð í gær og er líðan hans sögð góð. Davíð var fluttur á bráðadeild Landsspítalans í fyrrinótt vegna gallblöðrubólgu og við rannsókn kom í ljós staðbundið æxli í hægra nýra.

Innlent
Fréttamynd

Skýrsla um 11. sept. gerð opinber

Bandarískum stjórnvöldum og leyniþjónustum mistókst árum saman að gera sér grein fyrir umfangi þeirrar ógnar sem stafaði af íslömskum öfgamönnum, og þau þjáðust af sameiginlegum skorti á ímyndunarafli. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar vestan hafs sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001.

Erlent
Fréttamynd

Ekki lengur boðið

Eftir að Hollendingar tóku við forystu í Evrópusambandinu hefur EFTA löndunum ekki verið boðið á samráðsfundi um samkeppnishæfni. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ræddi þetta við Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands, á fundi þeirra á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Tsjernóbil verður ferðamannastaður

Úkraínumenn reyna nú að lappa upp á ferðamannaiðnaðinn í landinu og hafa brugðið á það ráð að breyta Tsjernóbil-kjarnorkuverinu í ferðamannastað. Átján ár eru liðin frá því að kjarnorkuslys varð í Tsjernóbil en verinu var ekki lokað fyrr en árið 2000. Geislavirkni í verinu er 200 sinnum hærri en leyfilegt er en ferðamenn geta gist í verinu í nokkra daga án þess að veikjast.

Erlent
Fréttamynd

Bylgjan á toppnum

Fleiri hlustuðu á útvarpsstöðina Bylgjuna heldur en Rás 2 í nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup sem birt var í gær. Er þetta í fyrsta sinn síðan Gallup hóf kannanir af þessu tagi í apríl 1999 sem Rás 2 er ekki á toppnum og er munurinn 1.6 prósent. Könnunin var gerð vikuna 18. - 24. júní og voru tæp 1300 manns í úrtakinu.

Innlent
Fréttamynd

Barroso kosinn forseti ESB

Fyrrverandi forsætisráðherra Portúgal, hinn 48 ára gamli Jose Manuel Duraou Barroso, verður næsti forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Barroso vann meirihluta atkvæða á þingi Evrópusambandsins í Strassborg í morgun. Barroso tekur við af Romano Prodí frá Ítalíu.

Erlent
Fréttamynd

Upplýsingarnar ekki endanlegar

Ríkisendurskoðandi og fulltrúar fjármálaráðuneytisins voru boðaðir á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2003. Formaður fjárlaganefndar segir upplýsingar í skýrslunni ekki vera endanlegar.

Innlent
Fréttamynd

Endur af tjörninni ætar

Ekkert bendir til þess að endur sem veiddar eru í Laugardal eða við Reykjavíkurtjörn séu óhæfar til neyslu samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Umhverfis- og heilbrigðisstofnun Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Þreföld smásala vegna EM

Smásala í Bretlandi jókst næstum þrisvar sinnum meira í júní en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir og er aukningin rakin til Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór mánuðinum. Aukningin nam 1,1% sem er það mesta síðan í janúar en spá sérfræðinga hljóðaði upp á 0,4% aukningu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

16 létust í sprengingu í Jemen

Sextán manns létust í sprengingu í Jemen í morgun þegar eldur kom upp í búð sem selur sprengiefni og byssupúður. Efnið var geymt í kjallara á fjögurra hæða íbúðarblokk sem jafnaðist við jörðu í sprengingunni.

Erlent
Fréttamynd

Sveinbjörn áfrýjar ekki

Aðalsakborningur í Landssímamálinu ætlar að una dómi sínum en hann var dæmdur til 4 1/2 árs fangelsisvistar. Hinir sakborningarnir þrír hafa allir áfrýjað.

Innlent
Fréttamynd

Hljóðbylgjur orsaka hvalreka

Hljóðbylgjutækjum, sem m.a. eru notuð af herjum til þess að greina óvinakafbáta í undirdjúpunum, er kennt um þá miklu aukningu sem orðið hefur á því að hvalir stranda og festast á landi. Þetta kom fram á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem lýkur á Sorrento á Ítalíu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kárahnjúkabók Ómars komin út

Á meðan sumir segja Kárahnjúkavirkjun stærsta og jákvæðasta hagsmunamál Íslendinga segja aðrir hana stærsta umhverfishneyksli Evrópu. Þessi ólíku sjónarmið eru kynnt í nýrri bók Ómars Ragnarssonar, <em>Kárahnjúkar - með og á móti</em>, en verkið var kynnt á heldur óvenjulegum blaðamannafundi. 

Innlent
Fréttamynd

Fischer verði gefnar upp sakir

Skáksamband Íslands beinir þeim eindregnu tilmælum til forseta Bandaríkjanna að fyrrverandi heimsmeistara í skák, Bobby Fischer, verði gefnar upp sakir og ákærur á hendur honum, fyrir að hafa brotið viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Júgóslavíu árið 1992, verði felldar niður.

Innlent
Fréttamynd

Erfið samningsstaða sjómanna

Samningsstaða sjómanna er erfið þar sem stjórnvöld standa við bakið á útvegsmönnum. Það hafi sýnt sig við lagasetningar á löglegri verkfallsboðun sjómanna árið 2001, 1998 og 1994. Þetta segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Snarpar umræður á Alþingi

Snarpar umræður standa nú yfir á Alþingi en þar fer fram þriðja og síðasta umræða um síðustu útgáfu stjórnarflokkanna á fjölmiðlafrumvarpinu. Stjórnarandstæðingar gagnrýna enn stjórnarflokkana fyrir að falla frá þjóðaratkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Harrison Ford fékk íslenskan koss

Leikarinn heimsþekkti, Harrison Ford, heimsótti Íslands í annað skipti á stuttum tíma á þriðjudaginn. Hann millilenti hér á einkaflugvél sinni á leið til Grikklands. DV gerð fyrri heimsókn leikarans rækileg skil en eins og áður gisti Harrison á 101 hóteli sem virðist hafa stimplað sig inn sem hótelið fyrir stjörnurnar.

Innlent
Fréttamynd

Vafasamar upplýsingar um vopnaeign

Ástralska leyniþjónustan treysti á litlar og vafasamar upplýsingar í mati sínu á hættu af gereyðingavopnaeign Íraka. Þetta er niðurstaða óháðrar rannsóknarnefndar sem kynnt var í morgun og er hún sú sama og í sams konar skýrslum um upplýsingar sem stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum studdust við í aðdraganda stríðsins í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Kveðst sleppa stjórn öryggissveita

Jasser Arafat, Palestínuforseti, er sagður hafa lofað því að veita ríkisstjórn Ahmed Qureia forsætisráðherra aukin völd, þess á meðal full yfirráð yfir öryggissveitum Palestínumanna. Þetta sagði palestínski þingmaðurinn Imad Falloyuji eftir að Arafat ræddi við þingmenn. Fallouji sagði Qureia hafa lofað að skoða tilboð Arafats.

Erlent
Fréttamynd

Sniglar gefa blóð

Það brá mörgum í brún þegar mikilúðlegur hópur manna kom drynjandi á vélhjólum að húsi við Eiríksgötu klukkan hálf sex í kvöld. Þar voru Sniglarnir á ferð til að gefa blóð.

Innlent
Fréttamynd

Cruz kominn til Filippseyja

Filippseyski gíslinn, Angelo dela Cruz, kom til síns heim í gærkvöldi og var honum ákaft fagnað á flugvellinum í Manilla á Filippseyjum. Hann kom til Bagdad fyrr í gær eftir að hafa verið látinn laus úr haldi mannræningja í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Solana gagnrýnir Ísrael

Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði í heimsókn sinni til Ísrael í gær að aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum bryti í bága við alþjóðalög. Solana fullyrti þetta á blaðamannafundi sem hann og Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, sátu báðir

Erlent
Fréttamynd

Fjölmiðlalögin felld úr gildi

Alþingi felldi fjölmiðlalögin úr gildi rétt fyrir hádegi með 32 atkvæðum að lokinni þriðju umræðu málsins. Breytingar allsherjarnefndar á fjölmiðlafrumvarpinu voru fyrst samþykktar við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld með 31 atkvæði stjórnarliða. 28 sátu hjá og fjórir greiddu ekki atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Tímamótaskref tekið í dag

Búist er við að tímamótaskref verði tekið á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í dag sem miðar að því að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Bandaríkjamenn styðja ásamt Íslendingum, Norðmönnum og Japönum tillögu um að endurskoðun á veiðistjórnunaráætlun verði lokið fyrir næsta ársfund ráðsins.

Innlent