Fréttir

Fréttamynd

Öryggisvörður skaut þrjá

Öryggisvörður í sendiráði Chile, á eyjunni Costa Rica, skaut þrjá manns til bana í gær og tók eigið líf í framhaldi. Síðdegis í gær tók hann tíu manns í gíslingu, embættismenn og aðra starfsmenn sendiráðsins.

Erlent
Fréttamynd

Tala látinna komin í 68

Tala látinna, eftir bílsprenginguna í Baquba í Írak í morgun hækkar enn og er komin í 68. Þetta er því orðið lang mannskæðasta tilræði skæruliða í landinu til þessa. Bíllinn sprakk í loft upp fyrir utan lögreglustöð við fjölfarna götu í borginni á háannatímanum í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar latastir

Slóvenar eru uppteknastir Evrópubúa meðan Þjóðverjar og Norðmenn eru meðal þeirra sem mest slæpast samkvæmt nýrri könnun á frítíma Evrópubúa.

Erlent
Fréttamynd

Lífshættuleg snuð bönnuð

Löggildingarstofa hefur lagt bann við sölu á blikkandi snuðum, sem áttu að verða einskonar tískuleikföng á útihátíðum helgarinnar. Snuðið sakleysislega er ætlað stálpuðum krökkum og unglingum en alsjáandi umhyggjusamir verndarar fólksins á Evrópska efnahagssvæðinu telja snuðið hinsvegar geta verið háskalegt og jafnvel lífshættulegt. 

Innlent
Fréttamynd

5000 manns til Eyja

Um 5000 manns stefna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Að minnsta kosti 16 skipulagðar hátíðir verða haldnar víða um land. Allt stefnir í farþegamet hjá ferjunni Herjólfi um verslunarmannahelgina en þrjár auka næturferðir verða farnar fyrir og eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Ung landnámskona hlaðin skarti

Eigandi skartgripanna sem fundust norður af Vestdalsheiði fyrir viku hefur líklega verið ung kona, sem uppi var á fyrri hluta tíundu aldar. Þetta er mat fornleifafræðinga sem í gær fundu fleiri skartgripi og mannabein á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Skógareldar í Portúgal

Miklir skógareldar hafa brotist út víða í Portúgal. Yfir 400 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn til að koma í veg fyrir að hann nái að valda jafn miklu tjóni og í fyrra þegar minnst 18 manns fórust.

Erlent
Fréttamynd

Jón Árni neitar að svara

Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans neitar að svara spurningum um hvort hann hafi talið tugi milljóna króna frá Endurmenntun rafeindavirkja fram til skatts eða hvort launamiðar hafi verið gefnir út.

Innlent
Fréttamynd

Tvöföld Reykjanesbraut opnuð

Nýr kafli tvöfaldrar Reykjanesbrautar við Strandarheiði opnaður fyrir umferð á morgun. Samgönguráðherra mun opna kaflann í athöfn við vesturenda framkvæmdarinnar sem er um 3 km. austan afleggjara að Vogum. Þetta er fyrsti áfangi breikkunar Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Brautin sem tekin verður í gagnið nú er 12,1 km.

Innlent
Fréttamynd

Fáir á innsetningu forseta

Helmingur ríkisstjórnarinnar verður fjarverandi þegar Ólafur Ragnar Grímsson verður settur inn í embætti forseta Íslands á sunnudag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson sver embættiseiða til næstu fjögurra ára á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

1700 vinna að niðurlögum eldanna

Grikkir, Spánverjar og Ítalir hafa sent flugvélar til Portúgals til þess að hjálpa til við að slökkva skógarelda sem geisað hafa í landinu undanfarna daga. Þó að fleiri eldar hafi komið upp í ár en í fyrra hefur tjón vegna þeirra verið mun minna.

Erlent
Fréttamynd

Kerry ausinn lofi á flokksþingi

John Kerry mun leiða baráttuna gegn hryðjuverkum betur en George Bush, endurvekja von hjá fólkinu í landinu og stuðla að jafnrétti. Þetta segir hver ræðumaðurinn á fætur öðrum á flokksþingi Demókrata, sem nú stendur sem yfir í Boston.

Erlent
Fréttamynd

Bilun í leiguvél Sumarferða

Leiguvél ferðaskrifstofunnar Sumarferða, sem þurfti að lenda í Barselóna í morgun vegna bilunar, er aftur komin í loftið áleiðis til Íslands og er væntanleg til Keflavíkur klukkan hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Bati Helga kraftaverki líkastur

Bati Helga Einars Harðarsonar, sem gekkst undir hjarta- og nýrnaígræðslu í síðasta mánuði, þykir ganga kraftaverki næst. Aðeins sex vikum eftir aðgerðina segist hann vera að springa úr krafti. Fréttastofan hitti hann að máli þegar hann kom til landsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Læknar án landamæra frá Afganistan

Samtökin, Læknar án landamæra, hafa ákveðið að hverfa frá Afganistan eftir 24 ára veru þar. Ástæður eru slæm öryggisskilyrði fyrir starfsmenn samtakanna en fimm voru drepnir í byrjun júní og hætta er á fleiri árásum.

Erlent
Fréttamynd

Tekinn á tvöföldum hámarkshraða

Lögreglan stöðvaði í morgun ökumann, eftir að hann mældist á 183 kílómetra hraða á þjóðveginum í Kollafirði. Hann var sviftur ökuréttindum á staðnum enda var hann á liðlega tvöföldum hámarkshraða. Auk ökuleyfissviftingar á hann háa sekt yfir höfði sér.

Innlent
Fréttamynd

Reagan talaði hjá demókrötum

Ræða Ron Reagans á flokksþingi demókrata í fyrradag hefur vakið mikla athygli. Ron er sonur Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem er afar dáður af repúblikönum vestra.

Erlent
Fréttamynd

Úttekt á íbúð ekki enn lokið

Úttekt á íbúð þroskahefts manns í Breiðholti, sem hafði verið lofað fyrir þremur mánuðum, er ekki enn lokið. Maðurinn hefur búið í ósamþykktum bílskúr í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Tíu innbrotavarnarráð lögreglu

Lögreglan í Reykjavík leggur til að fólk sem fer ekki út úr bænum um verslunarmannahelgina flytji þvott á milli snúra og leggi í bílastæði nágranna sinna til að villa um fyrir þjófum og koma í veg fyrir innbrot. Standi þvottur í marga daga sýnir það að fólk er ekki heima. Því er öruggara að flytja þvott á milli snúra.

Innlent
Fréttamynd

Hélt barni og móður föngnum

Saksóknari í máli Michaels Jacksons heldur því fram að poppstjarnarn hafi haldið barni og móður þess föngnum á Neverlandi búgarði sínum, og neytt þau til að taka upp myndband til að kveða niður ásakanir um kynferðislega áreitni Jacksons gagnvart ungum drengjum.

Erlent
Fréttamynd

Margir nýta netþjónustu

Rúmlega 16 þúsund framteljendur höfðu skoðað álagningaseðla sína á netinu klukkan hálf þrjú í dag, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Álagningaseðlar verða sendir heim til skattborgenda á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Skipað að hætta sölu á olíu

Rússnesk yfirvöld hafa skipað olíurisanum Yukos að stöðva sölu á olíu. Yukos selur að meðaltali um 1,7 milljónir tunna á dag sem er 20 prósent af heildarolíuframleiðslu Rússlands. Ef af verður er líklegt er að þetta muni flýta fyrir hruni fyrirtækisins sem láðist að borga skatta upp á marga milljarða dollara.

Erlent
Fréttamynd

Aukin hætta á innbrotum um helgina

Lögreglan í Reykjavík sendi út tilkynningu í dag þar sem hún biður fólk að ganga vel frá eigum sínum fyrir verslunarmannahelgina. Hún bendir á að hægt sé að sækja upplýsingar um innbrotavarnir á vefsíðu embættisins <a href="http://www.lr.is/">www.lr.is</a>.

Innlent
Fréttamynd

Mannskæðustu átök í mánuð

Átök dagsins í dag í Írak voru þau mannskæðustu frá því að Írakar tóku aftur við völdum fyrir réttum mánuði. Að minnsta kosti 111 manns létust í tveimur bílsprengingum og bardögum milli skæruliða og hermanna.

Erlent
Fréttamynd

Tilkynningum um nauðganir fækkar

Síðustu tvö ár hefur tilkynningum um nauðganir um verslunarmannahelgina fækkað. V-dagssamtökin, sem berjast gegn nauðgunum, segja tilætlaðan árangur ekki nást fyrr en nauðganir hafi verið stöðvaðar algjörlega um þessa helgi og hætt verði að líta á þær sem eðlilegan fylgifisk útihátíða.

Innlent
Fréttamynd

Sex farast í sprengingu í Kabúl

Sex manns fórust í sprengingu sem varð í mosku í Kabúl í Afganistan í dag. Tveir þeirra voru starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, sem unnu að undirbúningi kosninga í landinu, en öfgafullir múslimar eru andvígir kosningunum. Ekki er þó fullyrt að þeir beri ábyrgð á tilræðinu.

Erlent
Fréttamynd

Reykjavíkurhöfn hækkar vörugjöld

Reykjavíkurhöfn hækkaði vörugjöld á áfengi og ýmsar aðrar vörur um síðustu mánaðamót í því skyni að ná aftur tekjum sem ríkið hafði fellt niður. Ranglega var fullyrt í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið bæri ábyrgð á verulegri hækkun vörugjalda sem er meðal annars til þess fallin að halda verði á áfengi háu í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Hálfur milljarður í hagnað

Hagnaður Össurar tvöfaldaðist á milli ára. Hagnaður annars ársfjórðungs nam 281 milljón króna. Hagnaðurinn er talsvert meiri en greiningardeildir höfðu spáð. Greiningardeildir bankanna spáðu að hagnaður annars ársfjórðungs yrði á bilinu 157 til 236 milljónir króna. Hagnaður fyrri árshelmings er rúmur hálfur milljarður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhersla lögð á Kjalarnes

Umfangsmikil leit björgunarsveita að Sri Rahmawati stendur nú yfir sem á annað hundrað björgunarsveitarmanna taka þátt í. Sérstök áhersla er lögð á leit á Kjalarnesi en þó verður farið um allt stór-Reykjavíkursvæðið. Ekkert hefur spurst til Sri frá 4. júlí síðastliðnum. 

Innlent