Fréttir

Fréttamynd

Hagnaður Landsbanka 6 milljarðar

Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins eru sex milljarðar króna en heildareignir bankans eru 558 milljarðar króna. Mikill innri vöxtur hefur einkennt þróun bankans síðustu mánuðina og hafa heildareignir hans tvöfaldast frá lokum fyrsta ársfjórðungs 2003.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rauði kross Íslands í Darfur

Þrír reyndir sendifulltrúar Rauða kross Íslands eru að störfum á neyðarsvæðunum í Darfur í Súdan. Rauði kross Íslands hefur auk þess veitt nær tíu milljónir króna til hjálparstarfsins þar. Ennfremur starfar Alþjóða Rauði krossinn að því að vernda óbreytta borgara gegn brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum, sameina fólk sem orðið hefur viðskila og tryggja réttindi fanga.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður KB mun meiri en í fyrra

Hagnaður KB banka fyrstu sex mánuði ársins nam liðlega sex milljörðum króna eftir skatta, eða um 1000 milljónum króna á mánuði. Þetta er rúmlega hundrað prósent meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra og nam hagnaður á hvern hlut rúmlega 14 krónum á móti 7,5 krónum í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Hakakrossar í kirkjugarði

Skemmdarvargar máluðu hakakrossa og tákn djöfladýrkenda á 32 leiði í kirkjugarði franskra gyðinga í gær. Maður sem færði blóm að leiði ættingja síns í kirkjugarðinum gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem skemmdarvargarnir hafi takmarkaða þekkingu á þeim málstað sem þeir predika, enda voru sumir hakakrossanna öfugir og líktust því fremur gamla einkennismerki Eimskipa en tákni um nasisma.

Erlent
Fréttamynd

Páfagarður kannar barnaklám

Vatíkanið hefur meinað austurískum biskup að tjá sig opinberlega um barnaklámsmál sem kom upp í kaþólskum prestaskóla í umdæmi hans fyrir skemmstu.

Erlent
Fréttamynd

Allsherjarleit að 20 ferðamönnum

Búið er að bæta við björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Vestur-Skaftarfellssýslu við leitina að hópi ferðamanna sem leitað hefur verið að frá því um miðjan dag. Þá hafa björgunarsveitir frá Rangárvallasýslu verið við leit frá kl.15 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Slæmt útlit fyrir flug til Eyja

Þoka, hvassviðri og rigning eru nú í Vestmannaeyjum, en von er á fjölda þjóðhátíðargesta þangað í dag og svonefnt húkkaraball verður í kvöld. Þrátt fyrir veðrið er Herjólfur að leggja af stað frá Þorlákshöfn með 500 manns, eða fullt skip, en slæmt útlit er fyrir flug til Eyja í dag.

Innlent
Fréttamynd

Samningur um lækkun lyfjaverðs

Heilbrigðisráðherra hefur gert samning við fulltrúa lyfjaframleiðenda innan Félags stórkaupmanna um að lækka lyfjaverð til samræmis við verð annars staðar á Norðurlöndum. Stefnt er að því að lyfjaverð hér á landi verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum innan tveggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Eitur í barnamat

Bandaríska alríkislögreglan fann eiturefnið rísín í tveimur krukkum af barnamat við rannsókn á dögunum. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í gærkvöldi. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna segir þó að ekki hafi verið um hreint rísín að ræða heldur hafi efnablandan verið náttúruleg, sömu gerðar og finnst í baunum sem barnamaturinn er unnin úr.

Erlent
Fréttamynd

Frestað að setja út rekald

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur frestað því vegna veðurs, að setja út rekald við Presthúsatanga á Kjalarnesi til að kanna hvert líkið af Sri Ramawati hefur hugsanlega rekið.

Innlent
Fréttamynd

Alda og þari torvelduðu leit

Umfangsmikil leit lögreglu og björgunarsveitarmanna að Sri Rahmawati stóð yfir langt fram á kvöld í gær. Frekari leit að Sri er ekki áætluð í dag. Um klukkan ellefu verður sett út rekald og því fylgt eftir næstu tólf klukkutímana á eftir. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Öryggisvörður skaut þrjá

Öryggisvörður í sendiráði Chile, á eyjunni Costa Rica, skaut þrjá manns til bana í gær og tók eigið líf í framhaldi. Síðdegis í gær tók hann tíu manns í gíslingu, embættismenn og aðra starfsmenn sendiráðsins.

Erlent
Fréttamynd

Tala látinna komin í 68

Tala látinna, eftir bílsprenginguna í Baquba í Írak í morgun hækkar enn og er komin í 68. Þetta er því orðið lang mannskæðasta tilræði skæruliða í landinu til þessa. Bíllinn sprakk í loft upp fyrir utan lögreglustöð við fjölfarna götu í borginni á háannatímanum í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar latastir

Slóvenar eru uppteknastir Evrópubúa meðan Þjóðverjar og Norðmenn eru meðal þeirra sem mest slæpast samkvæmt nýrri könnun á frítíma Evrópubúa.

Erlent
Fréttamynd

Lífshættuleg snuð bönnuð

Löggildingarstofa hefur lagt bann við sölu á blikkandi snuðum, sem áttu að verða einskonar tískuleikföng á útihátíðum helgarinnar. Snuðið sakleysislega er ætlað stálpuðum krökkum og unglingum en alsjáandi umhyggjusamir verndarar fólksins á Evrópska efnahagssvæðinu telja snuðið hinsvegar geta verið háskalegt og jafnvel lífshættulegt. 

Innlent
Fréttamynd

5000 manns til Eyja

Um 5000 manns stefna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Að minnsta kosti 16 skipulagðar hátíðir verða haldnar víða um land. Allt stefnir í farþegamet hjá ferjunni Herjólfi um verslunarmannahelgina en þrjár auka næturferðir verða farnar fyrir og eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Ung landnámskona hlaðin skarti

Eigandi skartgripanna sem fundust norður af Vestdalsheiði fyrir viku hefur líklega verið ung kona, sem uppi var á fyrri hluta tíundu aldar. Þetta er mat fornleifafræðinga sem í gær fundu fleiri skartgripi og mannabein á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Skógareldar í Portúgal

Miklir skógareldar hafa brotist út víða í Portúgal. Yfir 400 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn til að koma í veg fyrir að hann nái að valda jafn miklu tjóni og í fyrra þegar minnst 18 manns fórust.

Erlent
Fréttamynd

Jón Árni neitar að svara

Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans neitar að svara spurningum um hvort hann hafi talið tugi milljóna króna frá Endurmenntun rafeindavirkja fram til skatts eða hvort launamiðar hafi verið gefnir út.

Innlent
Fréttamynd

Tvöföld Reykjanesbraut opnuð

Nýr kafli tvöfaldrar Reykjanesbrautar við Strandarheiði opnaður fyrir umferð á morgun. Samgönguráðherra mun opna kaflann í athöfn við vesturenda framkvæmdarinnar sem er um 3 km. austan afleggjara að Vogum. Þetta er fyrsti áfangi breikkunar Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Brautin sem tekin verður í gagnið nú er 12,1 km.

Innlent
Fréttamynd

Fáir á innsetningu forseta

Helmingur ríkisstjórnarinnar verður fjarverandi þegar Ólafur Ragnar Grímsson verður settur inn í embætti forseta Íslands á sunnudag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson sver embættiseiða til næstu fjögurra ára á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

1700 vinna að niðurlögum eldanna

Grikkir, Spánverjar og Ítalir hafa sent flugvélar til Portúgals til þess að hjálpa til við að slökkva skógarelda sem geisað hafa í landinu undanfarna daga. Þó að fleiri eldar hafi komið upp í ár en í fyrra hefur tjón vegna þeirra verið mun minna.

Erlent
Fréttamynd

Kerry ausinn lofi á flokksþingi

John Kerry mun leiða baráttuna gegn hryðjuverkum betur en George Bush, endurvekja von hjá fólkinu í landinu og stuðla að jafnrétti. Þetta segir hver ræðumaðurinn á fætur öðrum á flokksþingi Demókrata, sem nú stendur sem yfir í Boston.

Erlent
Fréttamynd

Bilun í leiguvél Sumarferða

Leiguvél ferðaskrifstofunnar Sumarferða, sem þurfti að lenda í Barselóna í morgun vegna bilunar, er aftur komin í loftið áleiðis til Íslands og er væntanleg til Keflavíkur klukkan hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Há sjálfsmorðstíðni hermanna

Sjálfsmorðstíðni meðal rússneskra hermanna hefur aukist verulega á þessu ári að sögn rússneska hersins. Fyrstu sex mánuði ársins frömdu 109 rússneskir hermenn sjálfsmorð, sem er 38% aukning frá síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Hákon Eydal játar morðið á Sri

Hákon Eydal, fyrrverandi sambýlismaður Sri Ramawati, hefur viðurkennt að hafa banað henni og varpað líkinu af í sjóinn við Hofsvík á Kjalarnesi. Fjölskylda hins grunaða á hús á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sauma þurfti 56 spor í hálsinn

Ásgeir Elíasson leigubílstjóri slapp ótrúlega vel eftir að einn manna sem hann ók skar hann á háls þegar kom að greiðslu fargjaldsins. Skurðurinn á hálsi Ásgeirs er sextán sentímetra langur og sauma þurfti 56 spor. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fæstar kærur enda með dómi

Af sjö til tíu kærum sem berast lögreglu á ári hverju vegna áfengisauglýsinga enda fæst mál með dómi. Fyrir þremur árum lagði vinnuhópur Ríkislögreglustjóra til endurskoðun laga, þar sem ekki væri hægt að beita þeim gegn áfengisauglýsingum. Lögin hafa ekkert breyst.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Arnborgu

Eldur kom upp í stýrisvélarrúmi togarans Arnarborgu í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan níu í morgun, en engan sakaði. Verið var að búa togarann, sem skráður er í Lettlandi, til veiða og höfðu viðgerðarmenn verið að logsjóða í stýrisvélarrúminu, en fóru svo í kaffi.

Innlent
Fréttamynd

Hakkarar meiri ógnvaldar en mafían

Rússneskir tölvuhakkarar eru að verða mun meiri ógnvaldar en rússneska mafían, sem þó er illræmd víða um heim. Að sögn yfirmanns í rússnesku lögreglunni, sem gerði Pútín forseti grein fyrir þessu.

Erlent