Fréttir Kristinn H. tekinn í sátt Sættir náðust í gærkvöld milli Kristins H. Gunnarssonar og þingflokks Framsóknarflokksins er Kristni voru boðin að nýju sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd, sem hann sat í áður en honum var vikið úr nefndum í haust. Innlent 13.10.2005 18:47 Stórt skref stigið á Alþingi Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:47 Aukin réttindi foreldra Félagsmálaráðherra boðaði rétt fyrir hádegi umfangsmiklar breytingar á réttindum foreldra langveikra barna í fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bar upp fyrirspurnina um þennan rétt foreldra. Innlent 13.10.2005 18:47 Gefur Magasin falleinkunn Jóhannes Jónsson í Bónus gefur þjónustunni í Magasin du Nord, sem Baugur keypti nýverið, falleinkun í viðtali við <em>Jótlandspóstinn</em> í gær. Þar lýsir Jóhannes því að hann hafi verið staddur í Kaupmannahöfn og vantað ný föt, og auðvitað farið í Magasin. Innlent 13.10.2005 18:47 Tveir taka við af Sigurði Ragnhildur Geirsdóttir, 33 ára verkfræðingur, var í dag ráðin forstjóri Flugleiða. Þá var Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, ráðinn forstjóri dótturfélagsins Icelandair. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47 Skurðstofunni í Eyjum ekki lokað Heilbrigðisráðherra stefnir að því að skurðstofu sjúkrahússins í Vestmannaeyjum verði ekki lokað í sex vikur í sumar eins og boðað hafði verið vegna fjárskorts sjúkrahússins. Sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd og Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, spurði ráðherra á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að beita sér í málinu. Innlent 13.10.2005 18:47 Þúsundir á götum Beirútar Þúsundir manna hafa safnast saman í Beirút, höfuðborg Líbanon, til þess að fylgjast með því þegar líkkista Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verður flutt í gegnum borgina. Hariri var myrtur í sprengjuárás í fyrradag. Stór hluti þeirra sem safnast hafa saman bera skilti með áletruðum ókvæðisorðum um Sýrlendinga. Erlent 13.10.2005 18:47 Stefnir í kollsteypu efnahagslífs Hagfræðilektor við Háskólann segir gengið um þessar mundir óskastöðu fyrir útgerðina. Hagfræðingur LÍÚ segir þetta rangt og ef gengið verði ekki lagfært stefni í holskeflu. Hið opinbera sýni enga viðleitni til að bregðast við þessu. Innlent 13.10.2005 18:47 Færa þarf sendiráð BNA Davíð Oddsson utanríkisráðherra tók undir það með Merði Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar, í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að staðsetning bandaríska sendiráðsins í Þingholtunum væri ekki heppileg. Innlent 13.10.2005 18:47 Rússar selja Sýrlendingum vopn Rússnesk hermálayfirvöld eiga í samningaviðræðum við Sýrlendinga um sölu á loftvarnarflugskeytum. Starfsmaður í rússneska varnarmálaráðuneytinu staðfesti þetta. Um er að ræða svokölluð Igla-flugskeyti sem eru á færanlegum skotpöllum. Erlent 13.10.2005 18:47 Dreginn fyrir dómara Mesut Yilmaz, fyrrum forsætisráðherra, varð í gær fyrsti tyrkneski þjóðarleiðtoginn sem þarf að verja gerðir sínar frammi fyrir dómara. Yilmaz er ákærður fyrir spillingu í tengslum við einkavæðingu ríkisbanka. Erlent 13.10.2005 18:47 Misskipting fer vaxandi Hver íbúi í Reykjavík fær að meðaltali um 10 þúsund krónur í fjárhagsaðstoð á ári og greiðir Reykjavíkurborg um 1,2 milljarða í fjárhagsaðstoð á ári. Það er allt að tífalt hærra á hvern íbúa en í öðrum sveitarfélögum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:47 Rafmagnstruflanir í Borgarfirði Rafmagnstruflanir urðu í Borgarfirði í gærkvöldi vegna bilunar í svonefndri Mýralínu. Starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins fundu bilun í háspennulínunni og þurfti að taka straum af henni á meðan viðgerð fór fram en allt komst í lag síðar um kvöldið. Innlent 13.10.2005 18:47 Kyoto-sáttmálinn orðinn gildur Kyoto-sáttmálinn um losun gróðurhúsalofttegunda tók loks gildi í nótt, sjö árum eftir að hann var samþykktur. Til þess að sáttmálinn tæki gildi þurfti aðild landa sem bæru samanlagt ábyrgð á losun að minnsta kosti 55% prósenta gróðurhúsalofttegunda heimsins. Erlent 13.10.2005 18:47 Tíu hús verða ekki rifin Að minnsta kosti tíu af þeim 25 húsum við Laugaveg sem borgaryfirvöld hafa heimilað að megi rífa verða ekki rifin á næstu misserum. Fréttablaðið hafði samband við eigendur flestra húsanna og spurði um áform þeirra í kjölfar úrskurðar borgaryfirvalda. Innlent 13.10.2005 18:47 Í varðhaldi fram í mars Íslendingurinn sem tekinn var í Danmörku með 35 kíló af hassi í síðustu viku hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. mars næstkomandi samkvæmt upplýsingum dönsku lögreglunnar. Innlent 13.10.2005 18:47 Skaut sprengju nærri kjarnorkuveri Óþekkt flugvél skaut sprengju á autt svæði utan við borgina Dailam í suðurhluta Írans fyrir stundu. Kjarnorkuver er staðsett skammt frá staðnum þar sem sprengjan lenti en frekari upplýsingar um sprenginguna liggja ekki fyrir að svo stöddu. Erlent 13.10.2005 18:47 Eiffelturninn var skotmark Meintir íslamskir hryðjuverkamenn sem handteknir voru í Frakklandi ætluðu að gera árásir á Eiffel-turninn, verslunarmiðstöð og fleiri skotmörk í Frakklandi, að sögn lögreglu. Hryðjuverkamennirnir hugðust einnig ráðast gegn rússneskum og ísraelskum skotmörkum í Frakklandi. Erlent 13.10.2005 18:47 Hagnaður Orkuveitunnar þrefaldast Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um 3,7 milljarða á síðasta ári. Þetta er nærri þrefalt meiri hagnaður en árið 2003 þegar Orkuveitan hagnaðist um 1,3 milljarða. Ársreikningur fyrirtækisins var samþykktur á stjórnarfundi í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47 Vilja halda kverkataki á neytendum Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir bankana standa á bak við hækkandi fasteignaverð og ýjar að því að þeir séu að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar". Innlent 13.10.2005 18:47 Pössum börnin betur Velferðarsjóður barna hefur í samvinnu við Lýðheilsustöð og Tryggingamiðstöðina blásið til átaksins <em>Pössum börnin betur</em> í því skyni að draga úr slysum ungra barna á heimilum. Innlent 13.10.2005 18:47 Læknar mjög meðvitaðir Læknar eru mjög meðvitaðir um hugsanlegar aukaverkanir verkjalyfja í COX - II lyfjaflokknum.</font /> Innlent 13.10.2005 18:47 Ríkulega lagt á búsið Skýrsla, sem unnin var að ósk samgönguráðherra, sýnir að veitingamenn leggja á bilinu 170-250 prósent ofaná innkaupsverð algengra tegunda bjórs, léttvíns og sterkra vína. Af verðinu sem greitt er yfir barborðið renna á bilinu 50 til 60 prósent til veitingamanna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47 Snarpur skjálfti nærri Tókýó Tuttugu og átta manns slösuðust í jarðskjálfta upp á 5,4 á Richter sem varð í grennd við Tókýó snemma í morgun. Engar alvarlegar skemmdir urðu í skjálftanum en nokkur truflun varð á lestarsamgöngum og hlutir féllu úr hillum í verslunum og heimahúsum. Erlent 13.10.2005 18:47 Þriðja mesta loðnuveiðin í janúar Fiskaflinn í janúar var ríflega tvöfalt meiri en í janúar í fyrra eða 234 þúsund tonn samanborið við 106 þúsund tonn samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Innlent 13.10.2005 18:47 Hitnar undir Joschka Fischer Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, fyrir það hvernig austur-evrópskir glæpamenn gátu notfært sér ferðamannaáritanir úr þýskum sendiráðum til að komast til Vesturlanda. Meðal þeirra sem fóru til Vesturlanda á þessum forsendum voru konur sem glæpamenn neyddu út í vændi. Erlent 13.10.2005 18:47 Óvíst um orsök sprengingarinnar Allt er enn á huldu um sprengingu sem greint var frá að hefði orðið nálægt kjarnorkuveri í Íran í morgun. Vitni á staðnum fullyrtu í fyrstu að sprengju hefði verið skotið úr flugvél á autt svæði nærri borginni Dailam í suðurhluta Írans. Erlent 13.10.2005 18:47 Slys á börnum algengari á Íslandi Slys á ungum börnum í heimahúsum eru algengari hér á landi en í nágrannalöndunum. Velferðarsjóður barna á Íslandi hefur látið gera tíu upplýsinga- og fræðslumyndir í því skyni að fækka slysum á börnum. Innlent 13.10.2005 18:47 Leita til alþjóðasamfélagsins Líbanar ætla að leita til alþjóðlegra sérfræðinga við rannsókn á sprengjuárásinni sem drap Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í landinu, auk fimmtán annarra á mánudaginn. Hart hefur verið þrýst á líbönsk stjórnvöld um að fá alþjóðasamfélagið í málið og nú hafa þau orðið við því. Erlent 13.10.2005 18:47 Langfleygasta farþegavél heims Flugrisinn Boeing afhjúpuðu í gær langfleygustu farþegaflugvél í heimi. Vélin getur ferðast á milli nánast hvaða tveggja borga sem er í heiminum, án þess að millilenda. Þannig verður hægt að ferðast í beinu tuttugu tíma flugi á milli New York og Sidney í Ástralíu svo að dæmi sé tekið. Erlent 13.10.2005 18:47 « ‹ ›
Kristinn H. tekinn í sátt Sættir náðust í gærkvöld milli Kristins H. Gunnarssonar og þingflokks Framsóknarflokksins er Kristni voru boðin að nýju sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd, sem hann sat í áður en honum var vikið úr nefndum í haust. Innlent 13.10.2005 18:47
Stórt skref stigið á Alþingi Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:47
Aukin réttindi foreldra Félagsmálaráðherra boðaði rétt fyrir hádegi umfangsmiklar breytingar á réttindum foreldra langveikra barna í fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bar upp fyrirspurnina um þennan rétt foreldra. Innlent 13.10.2005 18:47
Gefur Magasin falleinkunn Jóhannes Jónsson í Bónus gefur þjónustunni í Magasin du Nord, sem Baugur keypti nýverið, falleinkun í viðtali við <em>Jótlandspóstinn</em> í gær. Þar lýsir Jóhannes því að hann hafi verið staddur í Kaupmannahöfn og vantað ný föt, og auðvitað farið í Magasin. Innlent 13.10.2005 18:47
Tveir taka við af Sigurði Ragnhildur Geirsdóttir, 33 ára verkfræðingur, var í dag ráðin forstjóri Flugleiða. Þá var Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, ráðinn forstjóri dótturfélagsins Icelandair. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47
Skurðstofunni í Eyjum ekki lokað Heilbrigðisráðherra stefnir að því að skurðstofu sjúkrahússins í Vestmannaeyjum verði ekki lokað í sex vikur í sumar eins og boðað hafði verið vegna fjárskorts sjúkrahússins. Sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd og Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, spurði ráðherra á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að beita sér í málinu. Innlent 13.10.2005 18:47
Þúsundir á götum Beirútar Þúsundir manna hafa safnast saman í Beirút, höfuðborg Líbanon, til þess að fylgjast með því þegar líkkista Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verður flutt í gegnum borgina. Hariri var myrtur í sprengjuárás í fyrradag. Stór hluti þeirra sem safnast hafa saman bera skilti með áletruðum ókvæðisorðum um Sýrlendinga. Erlent 13.10.2005 18:47
Stefnir í kollsteypu efnahagslífs Hagfræðilektor við Háskólann segir gengið um þessar mundir óskastöðu fyrir útgerðina. Hagfræðingur LÍÚ segir þetta rangt og ef gengið verði ekki lagfært stefni í holskeflu. Hið opinbera sýni enga viðleitni til að bregðast við þessu. Innlent 13.10.2005 18:47
Færa þarf sendiráð BNA Davíð Oddsson utanríkisráðherra tók undir það með Merði Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar, í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að staðsetning bandaríska sendiráðsins í Þingholtunum væri ekki heppileg. Innlent 13.10.2005 18:47
Rússar selja Sýrlendingum vopn Rússnesk hermálayfirvöld eiga í samningaviðræðum við Sýrlendinga um sölu á loftvarnarflugskeytum. Starfsmaður í rússneska varnarmálaráðuneytinu staðfesti þetta. Um er að ræða svokölluð Igla-flugskeyti sem eru á færanlegum skotpöllum. Erlent 13.10.2005 18:47
Dreginn fyrir dómara Mesut Yilmaz, fyrrum forsætisráðherra, varð í gær fyrsti tyrkneski þjóðarleiðtoginn sem þarf að verja gerðir sínar frammi fyrir dómara. Yilmaz er ákærður fyrir spillingu í tengslum við einkavæðingu ríkisbanka. Erlent 13.10.2005 18:47
Misskipting fer vaxandi Hver íbúi í Reykjavík fær að meðaltali um 10 þúsund krónur í fjárhagsaðstoð á ári og greiðir Reykjavíkurborg um 1,2 milljarða í fjárhagsaðstoð á ári. Það er allt að tífalt hærra á hvern íbúa en í öðrum sveitarfélögum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:47
Rafmagnstruflanir í Borgarfirði Rafmagnstruflanir urðu í Borgarfirði í gærkvöldi vegna bilunar í svonefndri Mýralínu. Starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins fundu bilun í háspennulínunni og þurfti að taka straum af henni á meðan viðgerð fór fram en allt komst í lag síðar um kvöldið. Innlent 13.10.2005 18:47
Kyoto-sáttmálinn orðinn gildur Kyoto-sáttmálinn um losun gróðurhúsalofttegunda tók loks gildi í nótt, sjö árum eftir að hann var samþykktur. Til þess að sáttmálinn tæki gildi þurfti aðild landa sem bæru samanlagt ábyrgð á losun að minnsta kosti 55% prósenta gróðurhúsalofttegunda heimsins. Erlent 13.10.2005 18:47
Tíu hús verða ekki rifin Að minnsta kosti tíu af þeim 25 húsum við Laugaveg sem borgaryfirvöld hafa heimilað að megi rífa verða ekki rifin á næstu misserum. Fréttablaðið hafði samband við eigendur flestra húsanna og spurði um áform þeirra í kjölfar úrskurðar borgaryfirvalda. Innlent 13.10.2005 18:47
Í varðhaldi fram í mars Íslendingurinn sem tekinn var í Danmörku með 35 kíló af hassi í síðustu viku hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. mars næstkomandi samkvæmt upplýsingum dönsku lögreglunnar. Innlent 13.10.2005 18:47
Skaut sprengju nærri kjarnorkuveri Óþekkt flugvél skaut sprengju á autt svæði utan við borgina Dailam í suðurhluta Írans fyrir stundu. Kjarnorkuver er staðsett skammt frá staðnum þar sem sprengjan lenti en frekari upplýsingar um sprenginguna liggja ekki fyrir að svo stöddu. Erlent 13.10.2005 18:47
Eiffelturninn var skotmark Meintir íslamskir hryðjuverkamenn sem handteknir voru í Frakklandi ætluðu að gera árásir á Eiffel-turninn, verslunarmiðstöð og fleiri skotmörk í Frakklandi, að sögn lögreglu. Hryðjuverkamennirnir hugðust einnig ráðast gegn rússneskum og ísraelskum skotmörkum í Frakklandi. Erlent 13.10.2005 18:47
Hagnaður Orkuveitunnar þrefaldast Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um 3,7 milljarða á síðasta ári. Þetta er nærri þrefalt meiri hagnaður en árið 2003 þegar Orkuveitan hagnaðist um 1,3 milljarða. Ársreikningur fyrirtækisins var samþykktur á stjórnarfundi í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47
Vilja halda kverkataki á neytendum Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir bankana standa á bak við hækkandi fasteignaverð og ýjar að því að þeir séu að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar". Innlent 13.10.2005 18:47
Pössum börnin betur Velferðarsjóður barna hefur í samvinnu við Lýðheilsustöð og Tryggingamiðstöðina blásið til átaksins <em>Pössum börnin betur</em> í því skyni að draga úr slysum ungra barna á heimilum. Innlent 13.10.2005 18:47
Læknar mjög meðvitaðir Læknar eru mjög meðvitaðir um hugsanlegar aukaverkanir verkjalyfja í COX - II lyfjaflokknum.</font /> Innlent 13.10.2005 18:47
Ríkulega lagt á búsið Skýrsla, sem unnin var að ósk samgönguráðherra, sýnir að veitingamenn leggja á bilinu 170-250 prósent ofaná innkaupsverð algengra tegunda bjórs, léttvíns og sterkra vína. Af verðinu sem greitt er yfir barborðið renna á bilinu 50 til 60 prósent til veitingamanna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47
Snarpur skjálfti nærri Tókýó Tuttugu og átta manns slösuðust í jarðskjálfta upp á 5,4 á Richter sem varð í grennd við Tókýó snemma í morgun. Engar alvarlegar skemmdir urðu í skjálftanum en nokkur truflun varð á lestarsamgöngum og hlutir féllu úr hillum í verslunum og heimahúsum. Erlent 13.10.2005 18:47
Þriðja mesta loðnuveiðin í janúar Fiskaflinn í janúar var ríflega tvöfalt meiri en í janúar í fyrra eða 234 þúsund tonn samanborið við 106 þúsund tonn samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Innlent 13.10.2005 18:47
Hitnar undir Joschka Fischer Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, fyrir það hvernig austur-evrópskir glæpamenn gátu notfært sér ferðamannaáritanir úr þýskum sendiráðum til að komast til Vesturlanda. Meðal þeirra sem fóru til Vesturlanda á þessum forsendum voru konur sem glæpamenn neyddu út í vændi. Erlent 13.10.2005 18:47
Óvíst um orsök sprengingarinnar Allt er enn á huldu um sprengingu sem greint var frá að hefði orðið nálægt kjarnorkuveri í Íran í morgun. Vitni á staðnum fullyrtu í fyrstu að sprengju hefði verið skotið úr flugvél á autt svæði nærri borginni Dailam í suðurhluta Írans. Erlent 13.10.2005 18:47
Slys á börnum algengari á Íslandi Slys á ungum börnum í heimahúsum eru algengari hér á landi en í nágrannalöndunum. Velferðarsjóður barna á Íslandi hefur látið gera tíu upplýsinga- og fræðslumyndir í því skyni að fækka slysum á börnum. Innlent 13.10.2005 18:47
Leita til alþjóðasamfélagsins Líbanar ætla að leita til alþjóðlegra sérfræðinga við rannsókn á sprengjuárásinni sem drap Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í landinu, auk fimmtán annarra á mánudaginn. Hart hefur verið þrýst á líbönsk stjórnvöld um að fá alþjóðasamfélagið í málið og nú hafa þau orðið við því. Erlent 13.10.2005 18:47
Langfleygasta farþegavél heims Flugrisinn Boeing afhjúpuðu í gær langfleygustu farþegaflugvél í heimi. Vélin getur ferðast á milli nánast hvaða tveggja borga sem er í heiminum, án þess að millilenda. Þannig verður hægt að ferðast í beinu tuttugu tíma flugi á milli New York og Sidney í Ástralíu svo að dæmi sé tekið. Erlent 13.10.2005 18:47