Fréttir Fallið frá einkaleyfi á Iceland Forstjóri bresku verslunarkeðjunnar Iceland Food hefur sent Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra svarbréf vegna umsóknar fyrirtækisins um einkaleyfi á vörumerkinu Iceland í löndum Evrópusambandsins þar sem hann segir að fallið verði frá umsókn um einkaleyfi á notkun nafnsins í öllum löndum utan Bretlands. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47 Myndir Muggs úr höndum lögreglu Ríkissaksóknari hefur staðfest úrskurð sýslumanns á Patreksfirði sem felldi niður kæru vegna stuldar á þremur teikningum eftir Mugg. Innlent 13.10.2005 18:47 Þorsteinn situr á eigin forsendum Að undanskildum Þorsteini Pálssyni, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, hefur enginn sendiherra gegnt trúnaðarstarfi fyrir stjórnmálaflokka. Innlent 13.10.2005 18:47 170 milljónir fram úr áætlun R-listinn hefur engar haldbærar skýringar á því af hverju kostnaður við landnámsskálann við Aðalstræti hefur farið að minnsta kosti 170 milljónir króna fram úr kostnaðaráætlun. Þetta segir oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. Innlent 13.10.2005 18:47 Innanlandsflug liggur enn niðri Allt innanlandsflug liggur enn niðri og verður ekkert flogið fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkan fimm en þá verður athugað með skilyrði á nýjan leik. Millilandaflug er aftur á móti komið í fullan gang á nýjan leik eftir miklar tafir vegna vonskuveðurs í morgun. Innlent 13.10.2005 18:47 Ágreiningurinn ekki úr sögunni Kristinn H. Gunnarsson segir allan skoðanaágreining ekki úr sögunni þótt hann tæki aftur sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd fyrir hönd Framsóknarflokksins. Innlent 13.10.2005 18:47 Óveður á landinu í dag Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. Innlent 13.10.2005 18:47 Holræsin fóðruð Unnið er að fóðrun holræsa í hverfum miðbæjar Reykjavíkur. Fóðrunin lengir endingu þeirra um áratugi. Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur hjá gatnamálastjóra, segir framkvæmdirnar kosta á annað hundrað milljóna króna á ári. Innlent 13.10.2005 18:47 Sýrlensk yfirvöld grunuð um morðið Þúsundir manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, til grafar í morgun. Líkfylgdin var skipulagslaus og róstusöm og stór hluti syrgjenda hrópaði ókvæðisorð um yfirvöld í Sýrlandi sem eru grunuð um að hafa staðið að baki morðárásinni. Erlent 13.10.2005 18:47 Ríkissaksóknari ósáttur Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Innlent 13.10.2005 18:47 Milljónahækkanir í hverjum mánuði Formaður félags fasteignasala þvertekur fyrir að fasteignasalar sjálfir haldi íbúðaverði eins háu og þeim er mögulegt. Dæmi er um að íbúðir hafi hækkað um fjórar milljónir á þremur mánuðum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:47 Blóði drifin saga Mikill þrýstingur er nú á Sýrlendingum um að draga hersveitir sínar til baka frá Líbanon og hætta afskiptum af innanríkismálum landsins eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Ítök Sýrlendinga í stjórn Líbanon eru margslungin og þau eiga sér langa sögu Erlent 13.10.2005 18:47 Sagði af sér vegna gúmmítékka Henriette Kjær, ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í dönsku ríkisstjórninni, sagði af sér embætti eftir að upp komst að hún og eiginmaður hennar voru í tvígang dæmd fyrir að greiða ekki fyrir húsgögn sem þau keyptu. Erlent 13.10.2005 18:47 Hellisheiðin lokuð Kolvitlaust veður er nú á Hellisheiði og hefur henni verið lokað. Umferðin rétt mjakast áfram og nokkrir bílar hafa farið út af vegum. Innanlandsflug hjá bæði Íslandsflugi og Landsflugi liggur niðri vegna veðurofsans. Innlent 13.10.2005 18:47 Ávísað öðrum ólöglegum lyfjum Sjúklingum sem tóku gigtarlyfið Vioxx áður en það var tekið af markaði hér á landi síðastliðið haust var áfram ávísað Cox-lyfjum sem alþjóðlegar lyfjastofnanir hafa einnig varað við. Innlent 13.10.2005 18:47 Hundruð þúsunda við útförina Hundruð þúsunda manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, til grafar. Alls staðar þar sem farið var með kistu forsætisráðherrans fyrrverandi tók fólk sér stöðu, á gangstéttum, úti á götum og í nærliggjandi byggingum. Erlent 13.10.2005 18:47 Skurðstofur opnar í sumar Tryggt verður að ekki þurfi að loka skurðstofum Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum í sumar. Innlent 13.10.2005 18:47 Millilandaflug komið í fullan gang Millilandaflug er komið í fullan gang á nýjan leik eftir miklar tafir vegna vonskuveðurs í morgun. Allar vélar sem áttu að fara í morgun eru nú farnar, ef undan eru skildar vél sem fara á til Kanaríeyja nú um tvöleytið og flugvél Iceland Express sem fer í loftið eftir tæpa klukkustund. Innlent 13.10.2005 18:47 Krónan í fjórða sæti Íslenska krónan er í fjórða sæti yfir þá gjaldmiðla heimsins sem mest hafa hækkað gagnvart dollarnum undanfarið ár. Frá þessu er greint í nýjasta tímariti <em>Economist</em>. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47 Kristinn H. tekinn í sátt Sættir náðust í gærkvöld milli Kristins H. Gunnarssonar og þingflokks Framsóknarflokksins er Kristni voru boðin að nýju sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd, sem hann sat í áður en honum var vikið úr nefndum í haust. Innlent 13.10.2005 18:47 Stórt skref stigið á Alþingi Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:47 Aukin réttindi foreldra Félagsmálaráðherra boðaði rétt fyrir hádegi umfangsmiklar breytingar á réttindum foreldra langveikra barna í fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bar upp fyrirspurnina um þennan rétt foreldra. Innlent 13.10.2005 18:47 Gefur Magasin falleinkunn Jóhannes Jónsson í Bónus gefur þjónustunni í Magasin du Nord, sem Baugur keypti nýverið, falleinkun í viðtali við <em>Jótlandspóstinn</em> í gær. Þar lýsir Jóhannes því að hann hafi verið staddur í Kaupmannahöfn og vantað ný föt, og auðvitað farið í Magasin. Innlent 13.10.2005 18:47 Tveir taka við af Sigurði Ragnhildur Geirsdóttir, 33 ára verkfræðingur, var í dag ráðin forstjóri Flugleiða. Þá var Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, ráðinn forstjóri dótturfélagsins Icelandair. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47 Skurðstofunni í Eyjum ekki lokað Heilbrigðisráðherra stefnir að því að skurðstofu sjúkrahússins í Vestmannaeyjum verði ekki lokað í sex vikur í sumar eins og boðað hafði verið vegna fjárskorts sjúkrahússins. Sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd og Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, spurði ráðherra á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að beita sér í málinu. Innlent 13.10.2005 18:47 Þúsundir á götum Beirútar Þúsundir manna hafa safnast saman í Beirút, höfuðborg Líbanon, til þess að fylgjast með því þegar líkkista Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verður flutt í gegnum borgina. Hariri var myrtur í sprengjuárás í fyrradag. Stór hluti þeirra sem safnast hafa saman bera skilti með áletruðum ókvæðisorðum um Sýrlendinga. Erlent 13.10.2005 18:47 Stefnir í kollsteypu efnahagslífs Hagfræðilektor við Háskólann segir gengið um þessar mundir óskastöðu fyrir útgerðina. Hagfræðingur LÍÚ segir þetta rangt og ef gengið verði ekki lagfært stefni í holskeflu. Hið opinbera sýni enga viðleitni til að bregðast við þessu. Innlent 13.10.2005 18:47 Færa þarf sendiráð BNA Davíð Oddsson utanríkisráðherra tók undir það með Merði Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar, í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að staðsetning bandaríska sendiráðsins í Þingholtunum væri ekki heppileg. Innlent 13.10.2005 18:47 Rússar selja Sýrlendingum vopn Rússnesk hermálayfirvöld eiga í samningaviðræðum við Sýrlendinga um sölu á loftvarnarflugskeytum. Starfsmaður í rússneska varnarmálaráðuneytinu staðfesti þetta. Um er að ræða svokölluð Igla-flugskeyti sem eru á færanlegum skotpöllum. Erlent 13.10.2005 18:47 Dreginn fyrir dómara Mesut Yilmaz, fyrrum forsætisráðherra, varð í gær fyrsti tyrkneski þjóðarleiðtoginn sem þarf að verja gerðir sínar frammi fyrir dómara. Yilmaz er ákærður fyrir spillingu í tengslum við einkavæðingu ríkisbanka. Erlent 13.10.2005 18:47 « ‹ ›
Fallið frá einkaleyfi á Iceland Forstjóri bresku verslunarkeðjunnar Iceland Food hefur sent Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra svarbréf vegna umsóknar fyrirtækisins um einkaleyfi á vörumerkinu Iceland í löndum Evrópusambandsins þar sem hann segir að fallið verði frá umsókn um einkaleyfi á notkun nafnsins í öllum löndum utan Bretlands. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47
Myndir Muggs úr höndum lögreglu Ríkissaksóknari hefur staðfest úrskurð sýslumanns á Patreksfirði sem felldi niður kæru vegna stuldar á þremur teikningum eftir Mugg. Innlent 13.10.2005 18:47
Þorsteinn situr á eigin forsendum Að undanskildum Þorsteini Pálssyni, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, hefur enginn sendiherra gegnt trúnaðarstarfi fyrir stjórnmálaflokka. Innlent 13.10.2005 18:47
170 milljónir fram úr áætlun R-listinn hefur engar haldbærar skýringar á því af hverju kostnaður við landnámsskálann við Aðalstræti hefur farið að minnsta kosti 170 milljónir króna fram úr kostnaðaráætlun. Þetta segir oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. Innlent 13.10.2005 18:47
Innanlandsflug liggur enn niðri Allt innanlandsflug liggur enn niðri og verður ekkert flogið fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkan fimm en þá verður athugað með skilyrði á nýjan leik. Millilandaflug er aftur á móti komið í fullan gang á nýjan leik eftir miklar tafir vegna vonskuveðurs í morgun. Innlent 13.10.2005 18:47
Ágreiningurinn ekki úr sögunni Kristinn H. Gunnarsson segir allan skoðanaágreining ekki úr sögunni þótt hann tæki aftur sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd fyrir hönd Framsóknarflokksins. Innlent 13.10.2005 18:47
Óveður á landinu í dag Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. Innlent 13.10.2005 18:47
Holræsin fóðruð Unnið er að fóðrun holræsa í hverfum miðbæjar Reykjavíkur. Fóðrunin lengir endingu þeirra um áratugi. Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur hjá gatnamálastjóra, segir framkvæmdirnar kosta á annað hundrað milljóna króna á ári. Innlent 13.10.2005 18:47
Sýrlensk yfirvöld grunuð um morðið Þúsundir manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, til grafar í morgun. Líkfylgdin var skipulagslaus og róstusöm og stór hluti syrgjenda hrópaði ókvæðisorð um yfirvöld í Sýrlandi sem eru grunuð um að hafa staðið að baki morðárásinni. Erlent 13.10.2005 18:47
Ríkissaksóknari ósáttur Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Innlent 13.10.2005 18:47
Milljónahækkanir í hverjum mánuði Formaður félags fasteignasala þvertekur fyrir að fasteignasalar sjálfir haldi íbúðaverði eins háu og þeim er mögulegt. Dæmi er um að íbúðir hafi hækkað um fjórar milljónir á þremur mánuðum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:47
Blóði drifin saga Mikill þrýstingur er nú á Sýrlendingum um að draga hersveitir sínar til baka frá Líbanon og hætta afskiptum af innanríkismálum landsins eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Ítök Sýrlendinga í stjórn Líbanon eru margslungin og þau eiga sér langa sögu Erlent 13.10.2005 18:47
Sagði af sér vegna gúmmítékka Henriette Kjær, ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í dönsku ríkisstjórninni, sagði af sér embætti eftir að upp komst að hún og eiginmaður hennar voru í tvígang dæmd fyrir að greiða ekki fyrir húsgögn sem þau keyptu. Erlent 13.10.2005 18:47
Hellisheiðin lokuð Kolvitlaust veður er nú á Hellisheiði og hefur henni verið lokað. Umferðin rétt mjakast áfram og nokkrir bílar hafa farið út af vegum. Innanlandsflug hjá bæði Íslandsflugi og Landsflugi liggur niðri vegna veðurofsans. Innlent 13.10.2005 18:47
Ávísað öðrum ólöglegum lyfjum Sjúklingum sem tóku gigtarlyfið Vioxx áður en það var tekið af markaði hér á landi síðastliðið haust var áfram ávísað Cox-lyfjum sem alþjóðlegar lyfjastofnanir hafa einnig varað við. Innlent 13.10.2005 18:47
Hundruð þúsunda við útförina Hundruð þúsunda manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, til grafar. Alls staðar þar sem farið var með kistu forsætisráðherrans fyrrverandi tók fólk sér stöðu, á gangstéttum, úti á götum og í nærliggjandi byggingum. Erlent 13.10.2005 18:47
Skurðstofur opnar í sumar Tryggt verður að ekki þurfi að loka skurðstofum Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum í sumar. Innlent 13.10.2005 18:47
Millilandaflug komið í fullan gang Millilandaflug er komið í fullan gang á nýjan leik eftir miklar tafir vegna vonskuveðurs í morgun. Allar vélar sem áttu að fara í morgun eru nú farnar, ef undan eru skildar vél sem fara á til Kanaríeyja nú um tvöleytið og flugvél Iceland Express sem fer í loftið eftir tæpa klukkustund. Innlent 13.10.2005 18:47
Krónan í fjórða sæti Íslenska krónan er í fjórða sæti yfir þá gjaldmiðla heimsins sem mest hafa hækkað gagnvart dollarnum undanfarið ár. Frá þessu er greint í nýjasta tímariti <em>Economist</em>. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47
Kristinn H. tekinn í sátt Sættir náðust í gærkvöld milli Kristins H. Gunnarssonar og þingflokks Framsóknarflokksins er Kristni voru boðin að nýju sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd, sem hann sat í áður en honum var vikið úr nefndum í haust. Innlent 13.10.2005 18:47
Stórt skref stigið á Alþingi Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:47
Aukin réttindi foreldra Félagsmálaráðherra boðaði rétt fyrir hádegi umfangsmiklar breytingar á réttindum foreldra langveikra barna í fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bar upp fyrirspurnina um þennan rétt foreldra. Innlent 13.10.2005 18:47
Gefur Magasin falleinkunn Jóhannes Jónsson í Bónus gefur þjónustunni í Magasin du Nord, sem Baugur keypti nýverið, falleinkun í viðtali við <em>Jótlandspóstinn</em> í gær. Þar lýsir Jóhannes því að hann hafi verið staddur í Kaupmannahöfn og vantað ný föt, og auðvitað farið í Magasin. Innlent 13.10.2005 18:47
Tveir taka við af Sigurði Ragnhildur Geirsdóttir, 33 ára verkfræðingur, var í dag ráðin forstjóri Flugleiða. Þá var Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, ráðinn forstjóri dótturfélagsins Icelandair. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47
Skurðstofunni í Eyjum ekki lokað Heilbrigðisráðherra stefnir að því að skurðstofu sjúkrahússins í Vestmannaeyjum verði ekki lokað í sex vikur í sumar eins og boðað hafði verið vegna fjárskorts sjúkrahússins. Sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd og Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, spurði ráðherra á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að beita sér í málinu. Innlent 13.10.2005 18:47
Þúsundir á götum Beirútar Þúsundir manna hafa safnast saman í Beirút, höfuðborg Líbanon, til þess að fylgjast með því þegar líkkista Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verður flutt í gegnum borgina. Hariri var myrtur í sprengjuárás í fyrradag. Stór hluti þeirra sem safnast hafa saman bera skilti með áletruðum ókvæðisorðum um Sýrlendinga. Erlent 13.10.2005 18:47
Stefnir í kollsteypu efnahagslífs Hagfræðilektor við Háskólann segir gengið um þessar mundir óskastöðu fyrir útgerðina. Hagfræðingur LÍÚ segir þetta rangt og ef gengið verði ekki lagfært stefni í holskeflu. Hið opinbera sýni enga viðleitni til að bregðast við þessu. Innlent 13.10.2005 18:47
Færa þarf sendiráð BNA Davíð Oddsson utanríkisráðherra tók undir það með Merði Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar, í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að staðsetning bandaríska sendiráðsins í Þingholtunum væri ekki heppileg. Innlent 13.10.2005 18:47
Rússar selja Sýrlendingum vopn Rússnesk hermálayfirvöld eiga í samningaviðræðum við Sýrlendinga um sölu á loftvarnarflugskeytum. Starfsmaður í rússneska varnarmálaráðuneytinu staðfesti þetta. Um er að ræða svokölluð Igla-flugskeyti sem eru á færanlegum skotpöllum. Erlent 13.10.2005 18:47
Dreginn fyrir dómara Mesut Yilmaz, fyrrum forsætisráðherra, varð í gær fyrsti tyrkneski þjóðarleiðtoginn sem þarf að verja gerðir sínar frammi fyrir dómara. Yilmaz er ákærður fyrir spillingu í tengslum við einkavæðingu ríkisbanka. Erlent 13.10.2005 18:47