Fréttir

Fréttamynd

Ríkið og BHM undirrita samning

Nýr kjarasamningur ríkisins og 24 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samningurinn gildir frá 1. febrúar síðastliðinum til 30. apríl árið 2008 og eru áfangahækkanir þær sömu og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Trillukarl fangar sel

"Þetta er vöðuselskópur úr Norðuríshafi að nálgast fullorðinsár. Hann kemur svo sjaldan að ströndum landsins að ég þarf að láta Fiskistofu vita," segir Kjartan Kjartansson, fyrrverandi fangavörður, sem fékk sjaldgæfan sel í grásleppunetin í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensulyf til á Íslandi

Bresk stjórnvöld hafa keypt 14,6 milljónir skammta af flensulyfinu Tamiflu til að verjast hugsanlegum fuglaflensufaraldri. Birgðum af lyfinu hefur einnig verið safnað hér á landi.

Erlent
Fréttamynd

Lóðir að Völlum vinsælar

1309 umsóknir bárust um sextíu lóðir fyrir einbýlis- og raðhús á Völlum í Hafnarfirði. 46 lóðum verður úthlutað til einstaklinga en 1.151 umsókn barst um þær lóðir, 25 umsóknir um hverja lóð. 14 lóðum verður úthlutað til lögaðila en 158 verktakar skiluðu inn umsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Þurfum skýrar reglur

Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir augljóst að Íslendingar þurfi á erlendu vinnuafli að halda en reglurnar varðandi komu útlendinga til starfa hér á landi þurfi að vera skýrar og framkvæmanlegar.

Innlent
Fréttamynd

Draumar um virðingu sjálfsagðir

Viðhorf þriggja þingmanna úr ólíkum flokkum varðandi stefnu stjórnvalda að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eru um margt lík. Íslendingar hafi þá stöðu í heiminum að við getum haft áhrif. Þó var deilt um hvort kostnaðurinn væri þess virði. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Páfinn talar tungum tveim

Jóhannes Páll II páfi er allur að hressast eftir hálsaðgerðina sem hann undirgekkst í síðustu viku. Hann fundaði með háttsettum þýskum kardínála í gær og ræddi við hann bæði á þýsku og ítölsku um kenningarleg efni.

Erlent
Fréttamynd

Fundað um Palestínu í Lundúnum

Alþjóðleg ráðstefna um málefni Palestínu hófst í Lundúnum í morgun. Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínu, lýsti því yfir við upphaf ráðstefnunnar að hann myndi beita sér af öllum mætti fyrir friði og koma böndum á herskáa hópa Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Metatvinnuleysi í Þýskalandi

Fjöldi atvinnulausra í Þýskalandi hefur ekki verið meiri síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk, en rúmlega 5,2 milljónir Þjóðverja eru án atvinnu. Vaxandi þrýstingur er því á Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, um að gera átak í að skapa fleiri störf áður en til kosninga kemur.

Erlent
Fréttamynd

Landsbyggðarfólk nýtur verðstríðs

Íbúar landsbyggðarinnar njóta góðs af verðstríðinu sem nú geisar milli lágvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu, jafnvel þótt þar sé oft bara ein stórverslun.

Innlent
Fréttamynd

Má ekki hafa Playstation2.is

Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Haukur Vagnsson, sem búsettur er í Þýskalandi, hafi með skráningu lénsins playstation2.is, brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Því hefur Hauki verið bönnuð notkun lénsins og verður hann að afskrá það innan tveggja vikna frá birtingu ákvörðunarinnar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tepptu umferð vegna deilna

Ökumaður fólksbíls og vagnstjóri tepptu umferð um götu í Kópavogi í gær í næstum því stundarfjórðung þar sem hvorugur vildi víkja fyrir hinum. Atvikið er í skoðun hjá Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Tryggir hag neytenda

"Verðlækkanir hjá Krónunni og Bónus munu væntanlega hafa áhrif á aðrar lágvöruverðsverslanir" segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í flugvél á Manchester-velli

Eldur kviknaði í pakistanskri flugvél á flugvellinum í Manchester í morgun. Enginn slasaðist en meira en þrjú hundruð farþegar voru fluttir úr vélinni. Eldsupptök eru ókunn en verið var að dæla eldsneyti á vélina þegar eldurinn blossaði upp.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningsmenn Fischers til Japans

Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Bobbys Fischers hér á landi heldur til Japans um hádegisbil í dag að ósk skáksnillingsins. Samkvæmt fréttatilkynningu frá nefndinni verður erindið að leita fundar með fulltrúum japanska dómsmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins síðar í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla áfram í Beirút

Stjórnarandstæðingar í Líbanon ætla að halda opinberum mótmælum sínum áfram eftir afsögn ríkisstjórnar landsins í gær. Mótmælendur hafa fagnað á götum úti í alla nótt og krefjast þess nú að forsetar bæði Líbanons og Sýrlands verði næstir til þess að segja af sér. Stjórnin í Líbanon mun starfa áfram uns forseti landsins, Emile Lahoud, kemur með tillögu að nýrri stjórn.

Erlent
Fréttamynd

Fangelsi fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær ungan mann til sex mánaða fangelsis fyrir að ráðast á tvo lögregluþjóna í janúar á síðasta ári með þeim afleiðingum að annar lögreglumaðurinn hlaut meiðsl af.

Innlent
Fréttamynd

Sendinefndin með leynivopn

Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus.

Innlent
Fréttamynd

Bjargað eftir viku úr rústum

Fertugum manni var bjargað úr rústum heimilis síns í Kerman-héraði í suðausturhluta Írans viku eftir að jarðskjálfti skók héraðið. Samkvæmt fréttastofunni IRNA bjó maðurinn einn og fannst hann þegar íbúar í bænum hans voru að hreinsa til eftir hamfarirnar en ekki er vitað hvernig honum tókst að lifa í svo langan tíma undir rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Almenn ánægja með uppsagnir

Almenn ánægja virðist vera meðal leikara Þjóðleikhússins með uppsagnir í þeirra röðum, jafnt hjá þeim sem misstu vinnuna og þeim sem sluppu með skrekkinn. Sumir þeirra viðurkenna þó að aðferð leikhússtjóra hafi skapað vanlíðan.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraþjálfarar fengu 13 prósent

Nýr kjarasamningur sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara felur að þeirra mati í sér 13 prósenta hækkun á samningstímanum sem er þrjú ár, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Breikkun ekki á döfinni

Ekki er gert ráð fyrir frekari breikkun þjóðvegsins milli Reykjavíkur og Selfoss á næstunni ef undan er skilin breikkun vegarkafla yfir Svínahraun. Umferðin um veginn hefur nær tvöfaldast á áratug.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Póstmenn og Íslandspóstur semja

Póstmannafélag Íslands og Íslandspóstur hafa undirritað nýjan kjarasamning. Samningurinn gildir til þriggja ára eða til ársloka 2007 og nær til um 1100 félagsmanna Póstmannafélagsins. Í frétt á vef BSRB segir að í samningaviðræðum hafi verið lögð áhersla að hækka laun þeirra lægst launuðu og nemur meðalhækkun launa um 21 prósenti á samningstímanum.

Innlent
Fréttamynd

VG segir borgarstjóra í rétti

Deilt var um það á fundi borgarstjórnar í gær, hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefði haft umboð til að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ganga til viðræðna við ríkið um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Hópur ungs fólks gegn ríkisáfengi

Þverpólitísk samtök ungs fólks um bætta vínmenningu verða stofnuð í Iðnó á hádegi í dag. Forsvarsmenn samtakanna segja framfaraskref í bættri vínmenningu hafa verið stigið með sölu bjórs á landinu. Nú sé kominn tími á að stíga næsta skref og lækka áfengisgjald og afnema einkasölu á bjór og léttvíni.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðminjasafnið fær drykkjarhorn

Þjóðminjasafninu var í dag afhent íslenskt drykkjarhorn frá 15. öld sem keypt var í Noregi á dögunum. Menntamálaráðuneytið og Ölgerðin Egill Skallagrímsson lögðu til fé til kaupanna en hornið gengur undir nafninu Maríuhornið.

Innlent
Fréttamynd

MÍR húsið rifið í haust

MÍR hefur selt hús sitt við Vatnsstíg 10 í Reykjavík og flytur starfsemina á Hverfisgötuna í haust. Við Vatnsstíginn hafa margar merkar samkomur verið haldnar í þau tæpu tuttugu ár sem félagið hefur verið þar til húsa. Ívar H. Jónsson, formaður MÍR, segist munu sjá eftir húsinu og þá sérstaklega bíósalnum í því. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Íhugar kaup á French Connection

Baugur stefnir að því að kaupa bresku tískufatakeðjuna French Connection sem rekur hundruð verslana víða um heim, samkvæmt fréttum í breska dagblaðinu <em>Daily Telegraph</em> í dag. Þar segir að íslenska fyrirtækið, sem þegar eigi verslanir á borð við Hamleys og Oasis í Bretlandi, hafi áhuga á að kaupa þrjú prósent í French Connection til að byrja með fyrir sem svarar til um rúmlega eins milljarðs íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í fangelsi fyrir að lemja löggur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir árás á tvo lögregluþjóna. Lögreglumennirnir, sem voru óeinkennisklæddir, stöðvuðu bíl sem maðurinn var farþegi í við Spöngina í Reykjavík síðastliðið sumar. Hann réðst í kjölfarið á lögreglumennina.

Innlent
Fréttamynd

Skref í átt að Palestínuríki

Fulltrúar Palestínumanna og alþjóðasamfélagsins sögðust í gær hafa komið sér saman um hagnýt skref í átt að stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hét því að hrinda í framkvæmd víðtækum umbótum í því skyni að uppræta spillingu og bæta efnahagslegar batahorfur á heimastjórnarsvæðunum.

Erlent