Fréttir Mjöll Frigg uppfyllir skilyrði Klórverksmiðja Mjallar Friggjar á Akureyri uppfyllir í grunnatriðum kröfur og skilyrði sem sett eru, segir Alfreð Schiöth, sviðstjóri mengunarvarnasviðs Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Verksmiðjan hefur verið flutt frá Kópavogi, þar sem ekki fékkst starfsleyfi, til Akureyrar. Innlent 13.10.2005 18:51 Birgðir af strimlum uppi í skáp Þess hafa verið dæmi að einstaklingar ættu margra mánaða birgðir af blóðstrimlum uppi í skápum hjá sér áður en Tryggingastofnun breytti reglugerð um hjálpartæki 1. desember, að sögn Þuríðar Björnsdóttur, formanns Samtaka sykursjúkra. Innlent 13.10.2005 18:51 Upplýsingar um brot Írana Bandaríkjamenn krefjast þess að Alþjóða kjarnorkumálastofnunin veiti öryggisráði Sameinuðu þjóðanna upplýsingar um brot Írana á kjarnorkusáttmálum og segir sendiherra Bandaríkjanna við stofnunina að henni beri skylda til þess að gera ráðinu viðvart. Erlent 13.10.2005 18:51 600 deyja vegna óbeinna reykinga Meira en 600 Bretar láta lífið á hverju ári vegna óbeinna reykinga. Þetta kemur fram í skýrslu sem var gefin út í dag, og segja höfundar skýrslunnar að niðurstöðurnar séu óyggjandi sönnun þess að nauðsynlegt sé að banna reykingar með öllu á opinberum stöðum. Erlent 13.10.2005 18:51 Cesar vill fara aftur til Íraks Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Innlent 13.10.2005 18:51 Neysla ofvirknilyfja sexfaldast Neysla Íslendinga á ofvirknilyfjum hefur sexfaldast á síðustu fimm árum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu lyfjaeftirlits Sameinuðu þjóðanna. Aðstoðarlandlæknir segir Íslendinga fljóta að tileinka sér nýjungar í læknisfræði. </font /> Innlent 13.10.2005 18:51 Nóg að gera fyrir norðan Bílslys í Kjarnaskógi, bílvelta á Melrakkasléttu, bílbruni á Mývatni og net í skrúfu út af Norðurlandi. Lögreglu og Tilkynningarskyldu bárust tilkynningar um þessa atburði fyrr í kvöld. Innlent 13.10.2005 18:51 Kobe samdi við stúlkuna Körfuknattleiksmaðurinn Kobe Bryant, sem fyrir rúmu ári var ákærður fyrir nauðgun, hefur náð samkomulagi við stúlkuna sem ákærði hann. Horfið var frá sakamáli á hendur Bryant í september síðastliðnum og fór stúlkan þess í stað með málið fyrir borgaralegan dómstól í þeirri von að fá skaðabætur. Erlent 13.10.2005 18:51 Framkvæmdastjóri ekki í bókhaldinu Fyrrum framkvæmdastjóri Japís neitaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa átt þátt í ríflega 22 milljóna fjárdrætti í rekstri fyrirtækisins. Innlent 13.10.2005 18:51 Sex létust í bílsprengingu Að minnsta kosti sex féllu í valinn og nærri þrjátíu særðust í bílsprengingu í Bagdad í morgun. Sprengjan spakk utan við ráðningarstöð hersins. Erlent 13.10.2005 18:51 Landlæknir styður reykingafrumvarp Landlæknir lýsir yfir eindregnum stuðningi sínum við tóbaksvarnarfrumvarpið sem nýlega var lagt fram á Alþingi. Í því er m.a. gert ráð fyrir algeru reykingabanni á hótelum, veitingahúsum, börum og öðrum skemmtistöðum, líkt og gert hefur verið til að mynda á Ítalíu, Írlandi og í Noregi. Innlent 13.10.2005 18:51 Febrúar var óvenju snjóléttur "Óvenju snjólétt var á landinu og sérstaklega um norðanvert landið," segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um veður í febrúar. Hann nefnir sem dæmi um þetta að aðeins hafi orðið alhvítt á Akureyri þrjá daga í mánuðinum og snjódýpt mest mælst fimm sentimetrar. Innlent 13.10.2005 18:51 Rafiðnaðarmenn skrifuðu undir Rafiðnaðarmenn skrifuðu í gærkvöldi undir viðauka við kjarasamning við álver Alcan í Straumsvík sem felldur var í atkvæðagreiðslu fyrir nokkru. Í viðaukanum er komið til móts við þau atriði sem starfsmenn gagnrýndu í nýjum kjarasamningi. Samningurinn gildir til 30 nóvember 2008. Innlent 13.10.2005 18:51 Óskaði Hitler til hamingju Þekktur breskur blaðaútgefandi af aðalsættum óskaði Adolf Hitler til hamingju með innlimun hluta Tékkóslóvakíu á sínum tíma og hvatti nazistastjórnina til að láta til skarar skríða gegn Rúmeníu. Þetta kemur fram í breskum ríkisskjölum sem leynd var létt af á þriðjudag. Erlent 13.10.2005 18:51 Íslenskir dómstólar hlíti EFTA Í frumvörpum um breytingu á samkeppnislögum er ákvæði sem segir að íslenskir dómstólar verði að hlíta niðurstöðum Eftirlitsstofnunar EFTA í samkeppnismálum er varða Evrópska efnahagssvæðið. Iðnaðarráðherra segir það ekki brot á ákvæði í stjórnarskrá er varði sjálfstæði dómstólanna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51 Óttast að stéttarfélögin hverfi Félag íslenskra náttúrufræðinga er eina félagið sem stendur fyrir utan kjarasamning ríkisins og annarra aðildarfélaga BHM. Ína B. Hjálmarsdóttir, formaður félagsins, telur að meiri tíma þurfi til að hanna nýtt launakerfi. Náttúrufræðingar hafi því ákveðið að standa fyrir utan samflot hinna félaganna. Innlent 13.10.2005 18:51 Fylgi Framsóknar aldrei minna Fylgi Framsóknarflokksins er í sögulegu lágmarki, samkvæmt nýrri könnun þjóðarpúls Gallups sem birt var á RÚV í gær. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 10% og hefur minnkað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun. Innlent 13.10.2005 18:51 Samgöngur úr skorðum í Danmörku Upp undir 20 sentímetra jafnfallinn snjór liggur yfir stórum hluta Danmerkur í dag. Ofankoman hefur víða sett samgöngur úr skorðum og póstdreifing er afar slitrótt. Hjá danska póstinum liggja nú um 300 þúsund bréf og um 7000 pakkar sem bíða dreifingar en veruleg bið getur orðið á að póstberar komist leiðar sinnar. Erlent 13.10.2005 18:51 Mokveiði á loðnu fyrir vestan Mokveiði er nú á loðnumiðunum úti fyrir Vestfjörðum og eru skip að fá allt upp í fimm hundruð tonna köst. Mikil bjartsýni ríkir meðal sjómanna. Innlent 13.10.2005 18:51 Norsk stjórnarkreppa í aðsigi? Stjórnarkreppa virðist í aðsigi í Noregi eftir að Verkamannaflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn skýrðu frá því að þeir undirbyggju vantrauststillögu á Kristin Krohn Devold varnarmálaráðherra. Erlent 13.10.2005 18:51 Vilja afsögn forseta Líbanons Lykilmenn innan stjórnarandstðunnar í Líbanon vilja að Emile Lahoud, forseti landsins, segi af sér og feti þar með í fótspor ríkisstjórnar landsins sem óvænt sagði af sér í fyrradag. Háttsettur maður innan stjórnarandstöðunnar sagði í viðtali við fréttastofu Al-jazeera í gær að afsögn forsetans myndi skapa nýjan kafla í samskiptum Líbanons við Sýrland. Erlent 13.10.2005 18:51 Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í gær framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem handtekinn var í september í fyrra vegna innflutnings á tæpum átta kílóum af amfetamíni. Fíkniefnin voru falin í loftpressu sem flutt var til landsins með Dettifossi í júlí. Innlent 13.10.2005 18:51 Ekki má halla á einstaka hópa Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir að kostnaður ríkisins vegna samninga Bandalags háskólamanna sé töluvert meiri en samið hafi verið um á almennum vinnumarkaði. Hann segir að tryggja verði að ekki halli á einstaka hópa. Innlent 13.10.2005 18:51 Fimmtíu milljónir í hreinan óþarfa Ofnotkun á strimlum í blóðsykurmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir á síðasta ári, að sögn framkvæmdastjóra Tryggingastofnunar. Hörð samkeppni í sölu leiddi til þess að fólk fékk gefins mæla og strimla, en TR þurfti að borga brúsann. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51 Heimsmet í notkun ofvirknilyfja Íslendingar eiga heimsmet í notkun ofvirknilyfja samkvæmt nýrri skýrslu frá lyfjaeftirliti Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eru þess vafasama heiðurs aðnjótandi að nota mest allra þjóða af lyfjum eins og rítalíni, miðað við höfðatölu. Innlent 13.10.2005 18:51 400 ár frá upphafi dagblaðaútgáfu Alþjóðasamtök dagblaða hafa komist að þeirri niðurstöðu að í ár verði haldið upp á að 400 ár eru síðan fyrsta dagblað heimsins leit dagsins ljós. Gutenberg-safnið í Mainz í Þýskalandi hefur hingað til talið fyrsta dagblaðið hafa komið út árið 1609. Erlent 13.10.2005 18:51 Tvö mál til rannsóknar Tvö mál eru til meðferðar hjá lögreglunni í Reykjavík og Reykjanesbæ á ráðningu Eysteins Gunnars Guðmundssonar verktaka á Litháum sem taldir eru hafa starfað ólöglega hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:51 Kennsluvél hrapaði í Kaliforníu Tveir japanskir flugnemar og bandarískur leiðbeinandi létust þegar lítíl flugvél þeirra hrapaði í fjallgarði í San Bernardino í Kaliforníu í gær. Nemendurnir tveir voru í flugtíma þegar slysið varð og voru engir fleiri um borð utan leiðbeinandans. Erlent 13.10.2005 18:51 Harðneitar helförinni Réttarhöld fara nú fram yfir þýska kynþáttahataranum Ernst Zundel en hann hefur þráfaldlega neitað því að helförin gegn Gyðingum hafi átt sér stað á sínum tíma. Erlent 13.10.2005 18:51 Banaslys á Snorrabraut Banaslys varð á Snorrabraut fyrir utan Austurbæ laust fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Ekið var á eldri konu sem var á leið yfir götuna og er talið að hún hafi látist nær samstundis. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Ekki var ljóst hvort ökumaður bifreiðarinnar ók yfir löglegum hámarkshraða en ökuhraði á Snorrabraut er jafnan mikill. Innlent 13.10.2005 18:51 « ‹ ›
Mjöll Frigg uppfyllir skilyrði Klórverksmiðja Mjallar Friggjar á Akureyri uppfyllir í grunnatriðum kröfur og skilyrði sem sett eru, segir Alfreð Schiöth, sviðstjóri mengunarvarnasviðs Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Verksmiðjan hefur verið flutt frá Kópavogi, þar sem ekki fékkst starfsleyfi, til Akureyrar. Innlent 13.10.2005 18:51
Birgðir af strimlum uppi í skáp Þess hafa verið dæmi að einstaklingar ættu margra mánaða birgðir af blóðstrimlum uppi í skápum hjá sér áður en Tryggingastofnun breytti reglugerð um hjálpartæki 1. desember, að sögn Þuríðar Björnsdóttur, formanns Samtaka sykursjúkra. Innlent 13.10.2005 18:51
Upplýsingar um brot Írana Bandaríkjamenn krefjast þess að Alþjóða kjarnorkumálastofnunin veiti öryggisráði Sameinuðu þjóðanna upplýsingar um brot Írana á kjarnorkusáttmálum og segir sendiherra Bandaríkjanna við stofnunina að henni beri skylda til þess að gera ráðinu viðvart. Erlent 13.10.2005 18:51
600 deyja vegna óbeinna reykinga Meira en 600 Bretar láta lífið á hverju ári vegna óbeinna reykinga. Þetta kemur fram í skýrslu sem var gefin út í dag, og segja höfundar skýrslunnar að niðurstöðurnar séu óyggjandi sönnun þess að nauðsynlegt sé að banna reykingar með öllu á opinberum stöðum. Erlent 13.10.2005 18:51
Cesar vill fara aftur til Íraks Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Innlent 13.10.2005 18:51
Neysla ofvirknilyfja sexfaldast Neysla Íslendinga á ofvirknilyfjum hefur sexfaldast á síðustu fimm árum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu lyfjaeftirlits Sameinuðu þjóðanna. Aðstoðarlandlæknir segir Íslendinga fljóta að tileinka sér nýjungar í læknisfræði. </font /> Innlent 13.10.2005 18:51
Nóg að gera fyrir norðan Bílslys í Kjarnaskógi, bílvelta á Melrakkasléttu, bílbruni á Mývatni og net í skrúfu út af Norðurlandi. Lögreglu og Tilkynningarskyldu bárust tilkynningar um þessa atburði fyrr í kvöld. Innlent 13.10.2005 18:51
Kobe samdi við stúlkuna Körfuknattleiksmaðurinn Kobe Bryant, sem fyrir rúmu ári var ákærður fyrir nauðgun, hefur náð samkomulagi við stúlkuna sem ákærði hann. Horfið var frá sakamáli á hendur Bryant í september síðastliðnum og fór stúlkan þess í stað með málið fyrir borgaralegan dómstól í þeirri von að fá skaðabætur. Erlent 13.10.2005 18:51
Framkvæmdastjóri ekki í bókhaldinu Fyrrum framkvæmdastjóri Japís neitaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa átt þátt í ríflega 22 milljóna fjárdrætti í rekstri fyrirtækisins. Innlent 13.10.2005 18:51
Sex létust í bílsprengingu Að minnsta kosti sex féllu í valinn og nærri þrjátíu særðust í bílsprengingu í Bagdad í morgun. Sprengjan spakk utan við ráðningarstöð hersins. Erlent 13.10.2005 18:51
Landlæknir styður reykingafrumvarp Landlæknir lýsir yfir eindregnum stuðningi sínum við tóbaksvarnarfrumvarpið sem nýlega var lagt fram á Alþingi. Í því er m.a. gert ráð fyrir algeru reykingabanni á hótelum, veitingahúsum, börum og öðrum skemmtistöðum, líkt og gert hefur verið til að mynda á Ítalíu, Írlandi og í Noregi. Innlent 13.10.2005 18:51
Febrúar var óvenju snjóléttur "Óvenju snjólétt var á landinu og sérstaklega um norðanvert landið," segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um veður í febrúar. Hann nefnir sem dæmi um þetta að aðeins hafi orðið alhvítt á Akureyri þrjá daga í mánuðinum og snjódýpt mest mælst fimm sentimetrar. Innlent 13.10.2005 18:51
Rafiðnaðarmenn skrifuðu undir Rafiðnaðarmenn skrifuðu í gærkvöldi undir viðauka við kjarasamning við álver Alcan í Straumsvík sem felldur var í atkvæðagreiðslu fyrir nokkru. Í viðaukanum er komið til móts við þau atriði sem starfsmenn gagnrýndu í nýjum kjarasamningi. Samningurinn gildir til 30 nóvember 2008. Innlent 13.10.2005 18:51
Óskaði Hitler til hamingju Þekktur breskur blaðaútgefandi af aðalsættum óskaði Adolf Hitler til hamingju með innlimun hluta Tékkóslóvakíu á sínum tíma og hvatti nazistastjórnina til að láta til skarar skríða gegn Rúmeníu. Þetta kemur fram í breskum ríkisskjölum sem leynd var létt af á þriðjudag. Erlent 13.10.2005 18:51
Íslenskir dómstólar hlíti EFTA Í frumvörpum um breytingu á samkeppnislögum er ákvæði sem segir að íslenskir dómstólar verði að hlíta niðurstöðum Eftirlitsstofnunar EFTA í samkeppnismálum er varða Evrópska efnahagssvæðið. Iðnaðarráðherra segir það ekki brot á ákvæði í stjórnarskrá er varði sjálfstæði dómstólanna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51
Óttast að stéttarfélögin hverfi Félag íslenskra náttúrufræðinga er eina félagið sem stendur fyrir utan kjarasamning ríkisins og annarra aðildarfélaga BHM. Ína B. Hjálmarsdóttir, formaður félagsins, telur að meiri tíma þurfi til að hanna nýtt launakerfi. Náttúrufræðingar hafi því ákveðið að standa fyrir utan samflot hinna félaganna. Innlent 13.10.2005 18:51
Fylgi Framsóknar aldrei minna Fylgi Framsóknarflokksins er í sögulegu lágmarki, samkvæmt nýrri könnun þjóðarpúls Gallups sem birt var á RÚV í gær. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 10% og hefur minnkað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun. Innlent 13.10.2005 18:51
Samgöngur úr skorðum í Danmörku Upp undir 20 sentímetra jafnfallinn snjór liggur yfir stórum hluta Danmerkur í dag. Ofankoman hefur víða sett samgöngur úr skorðum og póstdreifing er afar slitrótt. Hjá danska póstinum liggja nú um 300 þúsund bréf og um 7000 pakkar sem bíða dreifingar en veruleg bið getur orðið á að póstberar komist leiðar sinnar. Erlent 13.10.2005 18:51
Mokveiði á loðnu fyrir vestan Mokveiði er nú á loðnumiðunum úti fyrir Vestfjörðum og eru skip að fá allt upp í fimm hundruð tonna köst. Mikil bjartsýni ríkir meðal sjómanna. Innlent 13.10.2005 18:51
Norsk stjórnarkreppa í aðsigi? Stjórnarkreppa virðist í aðsigi í Noregi eftir að Verkamannaflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn skýrðu frá því að þeir undirbyggju vantrauststillögu á Kristin Krohn Devold varnarmálaráðherra. Erlent 13.10.2005 18:51
Vilja afsögn forseta Líbanons Lykilmenn innan stjórnarandstðunnar í Líbanon vilja að Emile Lahoud, forseti landsins, segi af sér og feti þar með í fótspor ríkisstjórnar landsins sem óvænt sagði af sér í fyrradag. Háttsettur maður innan stjórnarandstöðunnar sagði í viðtali við fréttastofu Al-jazeera í gær að afsögn forsetans myndi skapa nýjan kafla í samskiptum Líbanons við Sýrland. Erlent 13.10.2005 18:51
Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í gær framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem handtekinn var í september í fyrra vegna innflutnings á tæpum átta kílóum af amfetamíni. Fíkniefnin voru falin í loftpressu sem flutt var til landsins með Dettifossi í júlí. Innlent 13.10.2005 18:51
Ekki má halla á einstaka hópa Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir að kostnaður ríkisins vegna samninga Bandalags háskólamanna sé töluvert meiri en samið hafi verið um á almennum vinnumarkaði. Hann segir að tryggja verði að ekki halli á einstaka hópa. Innlent 13.10.2005 18:51
Fimmtíu milljónir í hreinan óþarfa Ofnotkun á strimlum í blóðsykurmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir á síðasta ári, að sögn framkvæmdastjóra Tryggingastofnunar. Hörð samkeppni í sölu leiddi til þess að fólk fékk gefins mæla og strimla, en TR þurfti að borga brúsann. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51
Heimsmet í notkun ofvirknilyfja Íslendingar eiga heimsmet í notkun ofvirknilyfja samkvæmt nýrri skýrslu frá lyfjaeftirliti Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eru þess vafasama heiðurs aðnjótandi að nota mest allra þjóða af lyfjum eins og rítalíni, miðað við höfðatölu. Innlent 13.10.2005 18:51
400 ár frá upphafi dagblaðaútgáfu Alþjóðasamtök dagblaða hafa komist að þeirri niðurstöðu að í ár verði haldið upp á að 400 ár eru síðan fyrsta dagblað heimsins leit dagsins ljós. Gutenberg-safnið í Mainz í Þýskalandi hefur hingað til talið fyrsta dagblaðið hafa komið út árið 1609. Erlent 13.10.2005 18:51
Tvö mál til rannsóknar Tvö mál eru til meðferðar hjá lögreglunni í Reykjavík og Reykjanesbæ á ráðningu Eysteins Gunnars Guðmundssonar verktaka á Litháum sem taldir eru hafa starfað ólöglega hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:51
Kennsluvél hrapaði í Kaliforníu Tveir japanskir flugnemar og bandarískur leiðbeinandi létust þegar lítíl flugvél þeirra hrapaði í fjallgarði í San Bernardino í Kaliforníu í gær. Nemendurnir tveir voru í flugtíma þegar slysið varð og voru engir fleiri um borð utan leiðbeinandans. Erlent 13.10.2005 18:51
Harðneitar helförinni Réttarhöld fara nú fram yfir þýska kynþáttahataranum Ernst Zundel en hann hefur þráfaldlega neitað því að helförin gegn Gyðingum hafi átt sér stað á sínum tíma. Erlent 13.10.2005 18:51
Banaslys á Snorrabraut Banaslys varð á Snorrabraut fyrir utan Austurbæ laust fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Ekið var á eldri konu sem var á leið yfir götuna og er talið að hún hafi látist nær samstundis. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Ekki var ljóst hvort ökumaður bifreiðarinnar ók yfir löglegum hámarkshraða en ökuhraði á Snorrabraut er jafnan mikill. Innlent 13.10.2005 18:51