Erlent

Samgöngur úr skorðum í Danmörku

Upp undir 20 sentímetra jafnfallinn snjór liggur yfir stórum hluta Danmerkur í dag. Ofankoman hefur víða sett samgöngur úr skorðum og póstdreifing er afar slitrótt. Hjá danska póstinum liggja nú um 300 þúsund bréf og um 7000 pakkar sem bíða dreifingar en veruleg bið getur orðið á að póstberar komist leiðar sinnar. 2000 ökumenn hafa leitað aðstoðar eftir að hafa ekið út í skurð eða fest sig í skafli. Þetta er þriðji snjóstormurinn sem ríður yfir Danmörku á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×