Erlent

400 ár frá upphafi dagblaðaútgáfu

Alþjóðasamtök dagblaða hafa komist að þeirri niðurstöðu að í ár verði haldið upp á að 400 ár eru síðan fyrsta dagblað heimsins leit dagsins ljós. Gutenberg-safnið í Mainz í Þýskalandi hefur hingað til talið fyrsta dagblaðið hafa komið út árið 1609 en fræðingar safnsins hafa nú fundið sannanir í bæjarskjalasafninu í frönsku borginni Strassborg fyrir því að dagblaðið Relation kom fyrst út árið 1605. Það var Johann Carolus sem gaf blaðið út. Hann handskrifaði fyrstu eintökin og sendi þau út til áskrifenda, en árið 1605 keypti hann prentvél og hóf útgáfu prentaðra dagblaða. Í tilefni afmælisins verður haldin dagblaðssýning í Gutenberg safninu í júlí í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×