Erlent

Kennsluvél hrapaði í Kaliforníu

Tveir japanskir flugnemar og bandarískur leiðbeinandi létust þegar lítíl flugvél þeirra hrapaði í fjallgarði í San Bernardino í Kaliforníu í gær. Nemendurnir tveir voru í flugtíma þegar slysið varð og voru engir fleiri um borð utan leiðbeinandans. Flugvélin var á leiðinni á Alþjóðaflugvöllinn í San Bernardino og átti stutta ferð eftir þegar hún brotlenti í brattri fjallshlíð. Brak vélarinnar fannst í rúmlega þrettán hundruð metra hæð í gærkvöldi. Ekki er enn ljóst hvað olli slysinu en rannsókn á því er þegar hafin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×