Innlent

Óttast að stéttarfélögin hverfi

Félag íslenskra náttúrufræðinga er eina félagið sem stendur fyrir utan kjarasamning ríkisins og annarra aðildarfélaga BHM. Ína B. Hjálmarsdóttir, formaður félagsins, telur að meiri tíma þurfi til að hanna nýtt launakerfi. Náttúrufræðingar hafi því ákveðið að standa fyrir utan samflot hinna félaganna. Ekki hefur verið rætt nægilega um það hvað einn stofnanasamningur hefur á stéttarfélögin, að mati náttúrufræðinga. "Stofnanasamningurinn breytir samningsumhverfinu. Í stað þess að hvert stéttarfélag semji fyrir sig þá semja þau öll saman. Stéttarfélögin hugsanlega hverfa og í staðinn koma stofnanafélög. Ekki hefur verið tími til að skoða hvort það sé kostur eða galli. En við óttumst að baráttan, sem við höfum átt við yfirmenn stofnana, verði núna á milli stéttarfélaga," segir Ína. Samninganefndirnar hafa ekki hist eftir að önnur BHM-félög náðu samkomulagi við ríkið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×