Fréttir Noregskonungur undir hnífinn Haraldur Noregskonungur mun gangast undir hjartaaðgerð eftir páskahátíðina og mun Hákon krónprins gegna embættisfærslum föður síns í tvo mánuði. Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara fyrir stundu til að greina frá þessum tíðindum. Erlent 13.10.2005 18:55 Kristín kjörin rektor HÍ Kristín Ingólfsdóttir prófessor hefur verið kjörinn rektor Háskóla Íslands. "Mér er efst í huga þakklæti fyrir þennan mikla stuðning sem ég hef fengið og þakklæti til þess fólks sem hefur unnið með mér í aðdraganda kosninganna," sagði Kristín Ingólfsdóttir í samtali við Fréttablaðið. Innlent 13.10.2005 18:55 Tíu bíla árekstur á Hellisheiði Hellisheiðinni hefur verið lokað vegna áreksturs tíu bíla í Hveradalabrekku. Sjúkrabílar og lögreglubílar frá Selfossi og Reykjavík eru á leið á staðinn en ekki er vitað með slys á fólki. Færð á Hellisheiði er mjög slæm á þessari stundu að sögn lögreglu á Selfossi. Innlent 13.10.2005 18:55 Krefjast rökstuðnings Umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins eru nú að ganga frá bréfum til þar til bærra stjórnenda á Ríkisútvarpinu, þar sem sett er fram krafa um rökstuðning fyrir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra Útvarps. Innlent 17.3.2005 00:01 Töluvert mannfall eftir sprengingu Um tuttugu manns eru ýmist látnir eða illa særðir eftir sprengjuárás í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í morgun. Sprengingin varð í miðborginni en ekki er vitað hverjir stóðu að árásinni. Erlent 13.10.2005 18:55 Úrbætur gerðar á Hegningarhúsinu Ýmsar úrbætur hafa verið gerðar á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í kjölfar athugasemda heilbrigðisyfirvalda og evrópunefndar um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Innlent 13.10.2005 18:55 Kosningabaráttan hafin Margrét Sverrisdóttir lýsti því yfir í gær að hún sækist eftir öðru sæti á lista Frjálslyndra fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Á sama tíma lýsti hún yfir stuðningi við Ólaf F. Magnússon í fyrsta sætið og sagði það fagnaðarefni að hafa jafn reyndan mann í fyrsta sæti. Þau skipa nú fyrsta og annað sæti F-listans. Innlent 13.10.2005 18:55 Mannréttindi á Íslandi gagnrýnd Mannréttindaskýrsla Íslands var lögð fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag. Sérfræðingar nefndarinnar gagnrýndu breytingar á refsirétti og óljósa skilgreiningu á hryðjuverkum, auk þess sem lýst var yfir áhyggjum vegna þess hve fáar nauðgunarkærur leiða til dóma. Innlent 13.10.2005 18:55 Geta leitað til foreldraþjálfara Foreldrar sem vita ekki hvernig þeir eiga að ala börnin sín upp geta nú leitað til sérstakra „foreldraþjálfara“. Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri segir foreldra eiga að leita aðstoðar alls staðar þar sem þeim dettur í hug en að þeir geri sér grein fyrir því hver veiti hjálpina. Innlent 13.10.2005 18:55 Skóflustunga að nýrri innisundlaug Skóflustungur að nýrri 50 metra innisundlaug og yfirbyggðum vatnagarði verða teknar við Sundmiðstöð Keflavíkur í hádeginu. Þar mun slökkvibíll frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja sprauta vatni til lofts á táknrænan hátt og verður fyrsta skóflustungan fyllt vatni. Innlent 13.10.2005 18:55 Bæjarstjóri bíður með brosið "Ég bíð með brosið þangað til ráðherra tilkynnir þetta formlega á laugardaginn kemur," segir Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði. Innlent 13.10.2005 18:55 Umferðartafir í Kópavogi Miklar umferðartafir urðu við Gjána í Kópavogi í gærkvöldi þegar akreinum til norðurs hafði verið lokað þar sem verktakar voru að koma upp byggingakrana. Annir voru hjá lögreglu við að greiða úr umferðarflækjunni en engin óhöpp hlutust af. Uppsetning kranans er vegna áforma um að halda áfram að byggja yfir Gjána. Innlent 13.10.2005 18:55 Rúður brotna í roki Þrjár rúður brotnuðu í Klébergsskóla á Kjalarnesi fyrir hádegi í gær í allnokkru hvassviðri. Ein rúðan brotnaði þegar gluggi fauk upp en tvær aðrar þegar borð sem var á skólalóðinni fauk á glugga. Innlent 13.10.2005 18:55 Mesta atvinnuleysi í 65 ár Efnahags- og atvinnuástandið í Þýskalandi er afar slæmt. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira síðan fyrir Seinni heimsstyrjöld og fjöldi þýskra stórfyrirtækja ætlar að segja upp fólki á næstunni. Erlent 13.10.2005 18:55 Kosningum frestað í Afganistan Hamid Karzai, forseti Afganistans, tilkynnti í gær að þingkosningum í landinu yrði frestað um tvo mánuði. Ákvörðunin um frestun kosninganna er staðfesting á því hve illa gengur að koma á stöðugleika í landinu, nú þegar rúm þrjú ár eru síðan talibanastjórnin var hrakin frá völdum. Erlent 13.10.2005 18:55 Dagskrárráð í stað útvarpsráðs Vinstri hreyfingin - grænt framboð kynnti nýjar tillögur að frumvarpi fyrir Ríkisútvarpið á fundi í morgun en vinstri grænir segja það frumvarp, sem nú liggi fyrir Alþingi, meingallað. Þeir leggja m.a. til að útvarpsráð verði lagt niður í núverandi mynd og í stað þess komi sérstakt dagskrárráð sem hafi ekki afskipti af innri málefnum stofnunarinnar. Innlent 13.10.2005 18:55 Trúverðugleiki í hættu Miðstjórn Bandalags háskólamanna lýsir yfir áhyggjum af því að trúverðugleiki Útvarpsins bíði hnekki vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Innlent 17.3.2005 00:01 Refsing þyngd í Hæstarétti Hæstiréttur þyngdi í gær refsingu síbrotamanns sem dæmdur hafði verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi í október síðastliðnum fyrir margvísleg brot. Var það mat dómsins að vegna fyrri sakaferils væri rétt að bæta sex mánuðum við dóm héraðsdóms. Innlent 13.10.2005 18:55 Dæmdur fyrir líkamsárás Maður var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna líkamsárásar á veitingastaðnum Kaffi Austurstræti í desember 2003. Gekk hann þar í skrokk á viðskiptavini með þeim afleiðingum að sá hlaut ökklabrot af. Innlent 13.10.2005 18:55 Geispi tengist fullnægingu Menn taka sér ótrúlegustu hluti fyrir hendur, eins og til dæmis Hollendingurinn Wolter Seuntjens. Hann komst að þeirri niðurstöðu að geispinn væri óeðlilega lítið rannsakað fyrirbæri og ákvað að bæta þar úr. Niðurstöður hans eru kynæsandi. Erlent 13.10.2005 18:55 Fjármagn gegn átröskun á næstunni Vonir standa til þess að þær 16 milljónir króna sem vantar til þess að hægt sé að koma rekstri nýrrar göngudeildar fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi í fullan gang, fáist á næstunni, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Innlent 13.10.2005 18:55 Fyrsta hluta brottflutnings lokið Sýrlendingar hafa lokið fyrsta hluta brottflutnings frá Líbanon. Sýrlenskar hersveitir og leyniþjónustufólk er nú komið til austurhluta Líbanons, skammt frá landamærunum að Sýrlandi, og stór hluti yfir landamærin. Erlent 13.10.2005 18:55 Gömul hús víkja fyrir stúdentum Nokkur hús á Lindargötu víkja nú fyrir stúdentaíbúðum. Nikulás Úlfar Másson, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, segir að leyfi hafi fengist til að fjarlægja sex hús á Lindargötu og í nágrenni Innlent 13.10.2005 18:55 Ólga í skólamálum Óánægðir íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa sent félagsmálaráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar hreppsnefndarinnar að leggja niður grunnskólann í Brautarholti og flytja skólahald í Gnúpverjaskóla í Árnesi. Innlent 13.10.2005 18:55 Óeðlileg samkeppni? Alþingismenn vilja að kannað verði hvort tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar í endurbætur á varðskipum Landhelgisgæslunnar samræmist reglum á EES-svæðinu. Innlent 13.10.2005 18:55 Hundruð rýma vestan megin Vinna við rýmingaráætlun og viðbrögð við eldgosi í Mýrdalsjökli er langt komin og má búast við að niðurstöðurnar liggi fyrir eftir tvo mánuði. Áætlunin tekur til rýmingar hundruða manna á Hvolsvelli, í Fljótshlíð og Landeyjum ef jökulhlaup fer niður Emstrur og Markarfljót. Innlent 13.10.2005 18:55 Líklegt að nefndin samþykki Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, segir líklegt að nefndin samþykki strax í dag að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Innlent 13.10.2005 18:55 Fengu helmingi minna en vildu <>Sveitarfélögin fá rúmlega 1,5 milljarða króna á ári frá ríkinu í tillögu mtekjustofnanefndar. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sagði á Alþingi í gær að tímabundin áhrif tillagnanna næmu um 9,5 milljörðum króna til ársins 2008. Innlent 13.10.2005 18:55 Málskotsrétturinn haldi sér Í tilefni af endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur Þjóðarhreyfingin - með lýðræði sent frá sér yfirlýsingu, þar sem tíunduð eru þau mál sem að mati hreyfingarinnar er mikilvægast að gæta að í þessu sambandi. Mest um vert sé að þjóðin "njóti áfram þess málskotsréttar, sem þjóðkjörinn forseti fer með samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar." Erlent 13.10.2005 18:55 Gjaldfrjáls leikskóladvöl Reykjavíkurborg hyggst veita öllum leikskólabörnum í borginni tveggja stunda gjaldfrjálsa vistun á næsta ári. Borgarstjóri kynnti í dag áætlun sem miðar að því að öll reykvísk leikskólabörn njóti sjö stunda gjaldfrjálsrar leikskóladvalar. Innlent 17.10.2005 23:41 « ‹ ›
Noregskonungur undir hnífinn Haraldur Noregskonungur mun gangast undir hjartaaðgerð eftir páskahátíðina og mun Hákon krónprins gegna embættisfærslum föður síns í tvo mánuði. Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara fyrir stundu til að greina frá þessum tíðindum. Erlent 13.10.2005 18:55
Kristín kjörin rektor HÍ Kristín Ingólfsdóttir prófessor hefur verið kjörinn rektor Háskóla Íslands. "Mér er efst í huga þakklæti fyrir þennan mikla stuðning sem ég hef fengið og þakklæti til þess fólks sem hefur unnið með mér í aðdraganda kosninganna," sagði Kristín Ingólfsdóttir í samtali við Fréttablaðið. Innlent 13.10.2005 18:55
Tíu bíla árekstur á Hellisheiði Hellisheiðinni hefur verið lokað vegna áreksturs tíu bíla í Hveradalabrekku. Sjúkrabílar og lögreglubílar frá Selfossi og Reykjavík eru á leið á staðinn en ekki er vitað með slys á fólki. Færð á Hellisheiði er mjög slæm á þessari stundu að sögn lögreglu á Selfossi. Innlent 13.10.2005 18:55
Krefjast rökstuðnings Umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins eru nú að ganga frá bréfum til þar til bærra stjórnenda á Ríkisútvarpinu, þar sem sett er fram krafa um rökstuðning fyrir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra Útvarps. Innlent 17.3.2005 00:01
Töluvert mannfall eftir sprengingu Um tuttugu manns eru ýmist látnir eða illa særðir eftir sprengjuárás í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í morgun. Sprengingin varð í miðborginni en ekki er vitað hverjir stóðu að árásinni. Erlent 13.10.2005 18:55
Úrbætur gerðar á Hegningarhúsinu Ýmsar úrbætur hafa verið gerðar á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í kjölfar athugasemda heilbrigðisyfirvalda og evrópunefndar um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Innlent 13.10.2005 18:55
Kosningabaráttan hafin Margrét Sverrisdóttir lýsti því yfir í gær að hún sækist eftir öðru sæti á lista Frjálslyndra fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Á sama tíma lýsti hún yfir stuðningi við Ólaf F. Magnússon í fyrsta sætið og sagði það fagnaðarefni að hafa jafn reyndan mann í fyrsta sæti. Þau skipa nú fyrsta og annað sæti F-listans. Innlent 13.10.2005 18:55
Mannréttindi á Íslandi gagnrýnd Mannréttindaskýrsla Íslands var lögð fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag. Sérfræðingar nefndarinnar gagnrýndu breytingar á refsirétti og óljósa skilgreiningu á hryðjuverkum, auk þess sem lýst var yfir áhyggjum vegna þess hve fáar nauðgunarkærur leiða til dóma. Innlent 13.10.2005 18:55
Geta leitað til foreldraþjálfara Foreldrar sem vita ekki hvernig þeir eiga að ala börnin sín upp geta nú leitað til sérstakra „foreldraþjálfara“. Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri segir foreldra eiga að leita aðstoðar alls staðar þar sem þeim dettur í hug en að þeir geri sér grein fyrir því hver veiti hjálpina. Innlent 13.10.2005 18:55
Skóflustunga að nýrri innisundlaug Skóflustungur að nýrri 50 metra innisundlaug og yfirbyggðum vatnagarði verða teknar við Sundmiðstöð Keflavíkur í hádeginu. Þar mun slökkvibíll frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja sprauta vatni til lofts á táknrænan hátt og verður fyrsta skóflustungan fyllt vatni. Innlent 13.10.2005 18:55
Bæjarstjóri bíður með brosið "Ég bíð með brosið þangað til ráðherra tilkynnir þetta formlega á laugardaginn kemur," segir Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði. Innlent 13.10.2005 18:55
Umferðartafir í Kópavogi Miklar umferðartafir urðu við Gjána í Kópavogi í gærkvöldi þegar akreinum til norðurs hafði verið lokað þar sem verktakar voru að koma upp byggingakrana. Annir voru hjá lögreglu við að greiða úr umferðarflækjunni en engin óhöpp hlutust af. Uppsetning kranans er vegna áforma um að halda áfram að byggja yfir Gjána. Innlent 13.10.2005 18:55
Rúður brotna í roki Þrjár rúður brotnuðu í Klébergsskóla á Kjalarnesi fyrir hádegi í gær í allnokkru hvassviðri. Ein rúðan brotnaði þegar gluggi fauk upp en tvær aðrar þegar borð sem var á skólalóðinni fauk á glugga. Innlent 13.10.2005 18:55
Mesta atvinnuleysi í 65 ár Efnahags- og atvinnuástandið í Þýskalandi er afar slæmt. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira síðan fyrir Seinni heimsstyrjöld og fjöldi þýskra stórfyrirtækja ætlar að segja upp fólki á næstunni. Erlent 13.10.2005 18:55
Kosningum frestað í Afganistan Hamid Karzai, forseti Afganistans, tilkynnti í gær að þingkosningum í landinu yrði frestað um tvo mánuði. Ákvörðunin um frestun kosninganna er staðfesting á því hve illa gengur að koma á stöðugleika í landinu, nú þegar rúm þrjú ár eru síðan talibanastjórnin var hrakin frá völdum. Erlent 13.10.2005 18:55
Dagskrárráð í stað útvarpsráðs Vinstri hreyfingin - grænt framboð kynnti nýjar tillögur að frumvarpi fyrir Ríkisútvarpið á fundi í morgun en vinstri grænir segja það frumvarp, sem nú liggi fyrir Alþingi, meingallað. Þeir leggja m.a. til að útvarpsráð verði lagt niður í núverandi mynd og í stað þess komi sérstakt dagskrárráð sem hafi ekki afskipti af innri málefnum stofnunarinnar. Innlent 13.10.2005 18:55
Trúverðugleiki í hættu Miðstjórn Bandalags háskólamanna lýsir yfir áhyggjum af því að trúverðugleiki Útvarpsins bíði hnekki vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Innlent 17.3.2005 00:01
Refsing þyngd í Hæstarétti Hæstiréttur þyngdi í gær refsingu síbrotamanns sem dæmdur hafði verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi í október síðastliðnum fyrir margvísleg brot. Var það mat dómsins að vegna fyrri sakaferils væri rétt að bæta sex mánuðum við dóm héraðsdóms. Innlent 13.10.2005 18:55
Dæmdur fyrir líkamsárás Maður var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna líkamsárásar á veitingastaðnum Kaffi Austurstræti í desember 2003. Gekk hann þar í skrokk á viðskiptavini með þeim afleiðingum að sá hlaut ökklabrot af. Innlent 13.10.2005 18:55
Geispi tengist fullnægingu Menn taka sér ótrúlegustu hluti fyrir hendur, eins og til dæmis Hollendingurinn Wolter Seuntjens. Hann komst að þeirri niðurstöðu að geispinn væri óeðlilega lítið rannsakað fyrirbæri og ákvað að bæta þar úr. Niðurstöður hans eru kynæsandi. Erlent 13.10.2005 18:55
Fjármagn gegn átröskun á næstunni Vonir standa til þess að þær 16 milljónir króna sem vantar til þess að hægt sé að koma rekstri nýrrar göngudeildar fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi í fullan gang, fáist á næstunni, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Innlent 13.10.2005 18:55
Fyrsta hluta brottflutnings lokið Sýrlendingar hafa lokið fyrsta hluta brottflutnings frá Líbanon. Sýrlenskar hersveitir og leyniþjónustufólk er nú komið til austurhluta Líbanons, skammt frá landamærunum að Sýrlandi, og stór hluti yfir landamærin. Erlent 13.10.2005 18:55
Gömul hús víkja fyrir stúdentum Nokkur hús á Lindargötu víkja nú fyrir stúdentaíbúðum. Nikulás Úlfar Másson, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, segir að leyfi hafi fengist til að fjarlægja sex hús á Lindargötu og í nágrenni Innlent 13.10.2005 18:55
Ólga í skólamálum Óánægðir íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa sent félagsmálaráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar hreppsnefndarinnar að leggja niður grunnskólann í Brautarholti og flytja skólahald í Gnúpverjaskóla í Árnesi. Innlent 13.10.2005 18:55
Óeðlileg samkeppni? Alþingismenn vilja að kannað verði hvort tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar í endurbætur á varðskipum Landhelgisgæslunnar samræmist reglum á EES-svæðinu. Innlent 13.10.2005 18:55
Hundruð rýma vestan megin Vinna við rýmingaráætlun og viðbrögð við eldgosi í Mýrdalsjökli er langt komin og má búast við að niðurstöðurnar liggi fyrir eftir tvo mánuði. Áætlunin tekur til rýmingar hundruða manna á Hvolsvelli, í Fljótshlíð og Landeyjum ef jökulhlaup fer niður Emstrur og Markarfljót. Innlent 13.10.2005 18:55
Líklegt að nefndin samþykki Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, segir líklegt að nefndin samþykki strax í dag að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Innlent 13.10.2005 18:55
Fengu helmingi minna en vildu <>Sveitarfélögin fá rúmlega 1,5 milljarða króna á ári frá ríkinu í tillögu mtekjustofnanefndar. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sagði á Alþingi í gær að tímabundin áhrif tillagnanna næmu um 9,5 milljörðum króna til ársins 2008. Innlent 13.10.2005 18:55
Málskotsrétturinn haldi sér Í tilefni af endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur Þjóðarhreyfingin - með lýðræði sent frá sér yfirlýsingu, þar sem tíunduð eru þau mál sem að mati hreyfingarinnar er mikilvægast að gæta að í þessu sambandi. Mest um vert sé að þjóðin "njóti áfram þess málskotsréttar, sem þjóðkjörinn forseti fer með samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar." Erlent 13.10.2005 18:55
Gjaldfrjáls leikskóladvöl Reykjavíkurborg hyggst veita öllum leikskólabörnum í borginni tveggja stunda gjaldfrjálsa vistun á næsta ári. Borgarstjóri kynnti í dag áætlun sem miðar að því að öll reykvísk leikskólabörn njóti sjö stunda gjaldfrjálsrar leikskóladvalar. Innlent 17.10.2005 23:41