Fréttir Taugatitringur við Persaflóa Mikill taugatitringur er meðal Vesturlandabúa í Persaflóaríkjunum eftir að breskur maður lét lífið í sjálfsmorðsárás í Katar í morgun. Óttast er að hryðjuverkasamtökin al-Qaida standi á bak við árásina og að þetta sé aðeins byrjunin. Erlent 13.10.2005 18:56 Greiðfært um helstu vegi landsins Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins en þó er þungfært um Dynjandisheiði og hálka á Hrafnseyrarheiði. Hálkublettir eru á Eyrarfjalli og á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi er hálka á Lágheiði og á Austurlandi eru hálkublettir á Hellisheiði Eystri og á Breiðdalsheiði. Öxi er ófær. Innlent 13.10.2005 18:56 Þjófnaðarhugbúnaði laumað í tölvur Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega. Innlent 13.10.2005 18:56 42 látnir í námuslysi í Kína 42 eru látnir og 27 námuverkamenn eru innilokaðir í kolanámu í norðurhluta Kína eftir gassprengingu í námunni í gær. Fjórir eigendur námunnar eru í haldi lögreglu en þeim var skipað í nóvember í fyrra að loka henni þar sem kröfur um öryggi voru ekki uppfylltar. Erlent 13.10.2005 18:56 Þrír meirihlutar á kjörtímabili Nýr meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Blönduóss, sá þriðji á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra tilkynntu í gærkvöldi að þeir hefðu myndað nýjan meirihluta en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista bæjarmálafélagsins Hnjúka sprakk í vikunni. Innlent 13.10.2005 18:56 Dýrahræjum hent á almannafæri "Það er eins og einhver sé að færa fórnir hérna að næturlagi," segir Einar Pálmi Árnason. Hann hefur ítrekað komið að dýrahræjum og innyflum á opnu svæði nærri Réttarholtsskóla að undanförnu. Nú síðast fann hann rolluhræ sem skilið hafði verið eftir á svæðinu. Lögreglan fékk starfsmenn borgarinnar til að fjarlægja hræið. Innlent 13.10.2005 18:56 Stofna hagsmunasamtök Starfsmenn á fasteignasölum telja að starfsheiðri sínum vegið og lítið gert úr þekkingu sinni, starfsreynslu og menntun með þeirri stefnu löggiltra fasteignasala að þeir einir sem hafi löggildingu fái að sinna fasteignasölu og ráðgjöf. Innlent 13.10.2005 18:56 Um 21.000 fallnir í Írak Nítján þúsund óbreyttir borgarar fallnir. Á annað þúsund hermanna liggur í valnum. Eftir tveggja ára stríð og átök hafa engin gereyðingarvopn fundist í Írak en George Bush segir Bandaríkin samt öruggari fyrir vikið og bendir á kosningarnar sem nýja byrjun í Miðausturlöndum. Erlent 13.10.2005 18:56 Einn fékk lottóvinninginn Einn var með allar tölur réttar í laugardagslottóinu og fær fjórfaldan pott, tæpar 17 milljónir króna í sinn hlut. Vinningstölur kvöldsins voru 3 - 5 - 20 - 24 - 33. Bónustalan var 23. Innlent 13.10.2005 18:56 Palestínumenn taka við Tulkarm Palestínumenn taka við öryggisgæslu af Ísraelum í borginni Tulkarm á Vesturbakkanum á morgun. Þetta sagði varnarmálaráðherra Ísraels, Shaul Mofaz, í dag. Palestínstínskar öryggsisveitir tóku við gæslu í borginni Jeríkó á miðvikudaginn var en alls munu þær taka við fimm borgum á Vesturbakkanum af ísraelskum hersveitum samkvæmt samkomulagi sem þjóðirnar gerðu í Egyptalandi í síðasta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:56 Páfi messaði ekki á pálmasunnudag Í fyrsta sinn í 26 ár á páfastóli messaði Jóhannes Páll páfi ekki á pálmasunnudegi, en hann er enn að jafna sig eftir erfið veikindi sem herjuðu á hann í þessum og síðasta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:56 Ekki til skoðunar á Íslandi "Það er himinn og haf milli réttarkerfisins vestanhafs og svo aftur í Evrópu og ég kannast ekki við slíkar umræður hérlendis vegna gjaldþrotamála," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Innlent 13.10.2005 18:56 Bensínið hækkar Lítrinn af 95 oktana bensíni hefur hækkað um um það bil tvær krónur og 70 aura hjá stóru olíufélögunum og er ástæðan sögð þróun heimsmarkaðsverðs. Lítrinn kostar nú um 100 krónur og 30 aura í sjálfsafgreiðslutönkum en er sjö til tíu krónum dýrari með þjónustu. Lítrinn af dísilolíu hefur einnig hækkað um svipaða upphæð. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:56 Náðu að lama krabbameinsfrumur Vísindamenn hafa fundið aðferð til að lama krabbameinsfrumur og fá þær einfaldlega til að fremja sjálfsmorð. Þessar niðurstöður eru kynntar í hinu virta tímariti <em>Genes and Development</em>. Það voru vísindamenn við dönsku krabbameinsvarnamiðstöðina sem gerðu þessa uppgötvun. Erlent 13.10.2005 18:56 Kosningar fara fram 18. september Þingkosningum í Afganistan hefur verið frestað til 18. september og fara fram um leið og héraðskosningar í landinu. Frá þessu greindi formaður yfirkjörstjórnar fyrr í dag. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í október síðastliðnum, um leið og forsetakosningarnar, en var frestað þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Erlent 13.10.2005 18:56 Bosníu-Serbi til Haag Vinko Pandurevic, sem var háttsettur hershöfðingi í her Bosníu-Serba í Bosníustríðinu 1992-1995, verður framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag í vikunni, að því er yfirvöld í Serbíu greindu frá í gær. Erlent 13.10.2005 18:56 Ál er ekki nóg Iðnaðarráðherra segir að ekki gangi til lengdar að reisa fleiri álver. Nú verði að byggja upp hátækniiðnað. Innlent 13.10.2005 18:56 Vilja hermenn frá Írak Tugir þúsunda gengu um götur Lundúnaborgar í dag til að mótmæla innrásinni í Írak og krefjast þess að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kallaði breska hermenn heim frá landinu. Fólkið gekk frá Hyde Park og fram hjá bandaríska sendiráðinu en lauk ferð sinni á Trafalgar-torgi. Erlent 13.10.2005 18:56 Guðfinna jafnar aldursmet Halldóru Elsti núlifandi Íslendingurinn, Guðfinna Einarsdóttir, jafnaði í dag aldursmet Halldóru Bjarnadóttur. Innlent 13.10.2005 18:56 Áfram einungis karlar í stjórn Fimm karlar voru endurkjörnir í stjórn Sparisjóðabankans á dögunum. Eina konan sem var í framboði komst ekki að þrátt fyrir áskoranir ráðherra um að reyna að jafna kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:56 Gjaldeyristekjur verði tífaldaðar Samtök upplýsingatæknifyrirtækja hafa gert viðskipta- og iðnaðarráðherra tilboð um að auka gjaldeyristekjur Íslendinga úr fjórum í 40 milljarða fyrir árslok 2010. Þetta vilja þau gera í samstarfi við stjórnvöld. Innlent 13.10.2005 18:56 Segja mjólkurdrykkju auka vöxt Börn sem drekka mikla mjólk verða að öllum líkindum hávaxnari en þau börn sem fara varlega í mjólkurdrykkju. Rannsóknir á kúamjólk við danska dýralækna- og landbúnaðarháskólann gefa vísbendingar um þetta. Niðurstöðurnar sýna að kúamjólkin hefur enn meiri áhrif á vöxt kálfa en áður var talið og framhaldsrannsóknir sýndu að hið sama gilti um börn. Erlent 13.10.2005 18:56 Hatrammar deilur um líknardráp Skoðanamunur Bandaríkjamanna á líknardrápi endurspeglast í hatrömmum deilum aðstandanda heilaskaddaðrar bandarískrar konu. Málið hefur vakið heimsathygli en deilurnar snúast um það hvort halda eigi lífi í konunni eða leyfa henni að deyja. Erlent 13.10.2005 18:56 Fjölmenn mótmæli víða um heim Það var ekki bara á Íslandi sem þess var minnst í dag að tvö ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Tímamótanna var minnst um allan heim og fjölmennust urðu mótmælin í þeim löndum sem eiga hermenn í Írak. Erlent 13.10.2005 18:56 Ekið á stúlku í Vesturbænum Ekið var á stúlkubarn á Ægisíðu í vesturbæ Reykjavíkur eftir hádegi í dag og var hún flutt á sjúkrahús. Hún er undir eftirliti á gjörgæsludeild Landspítalans og er ástand hennar að sögn læknis þar stöðugt. Innlent 13.10.2005 18:56 Mikil vonbrigði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það mikil vonbrigði að Margrét Hólm Valsdóttir, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, hafi ekki náð kjöri í aðalstjórn Sparisjóðabankans. Innlent 13.10.2005 18:56 Saka Sýrlendinga um tilræði Stjórnarandstaðan í Líbanon sakar leyniþjónustu landsins, sem Sýrlendingar styðja, um bílsprengjutilræðið í hverfi kristinna í austurhluta Beirút í morgun. Ellefu særðust í sprengingunni en hún reif í sundur jörðina og rústaði neðstu hæðum blokkar þar sem svalir hrundu og gluggar splundruðust. Erlent 13.10.2005 18:56 Þjóðvegi eitt lokað við Hnausa Þjóðvegur eitt nálægt bænum Hnausum í Austur-Húnavatnssýslu verður lokaður eftir klukkan fjögur í dag, en þá hyggst lögregla fjarlægja vörubíl með tengivagni sem fór á hliðina þar í gærkvöld. Að sögn lögreglu virðist sem bóman á byggingakrana tengivagnsins hafi losnað og slegist við jörðina. Innlent 13.10.2005 18:56 Mótmæltu stríði á Ingólfstorgi Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi í dag til að krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herlið sitt út úr Írak. Tilefnið? Jú, í dag eru liðin tvö ár frá því Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Íslendingar, ákváðu að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Innlent 13.10.2005 18:56 Simpansar seigir í hlutabréfaleik Mæðgurnar Trunta og Giggi geta ýmislegt fleira en að éta banana og liggja í leti. Þær eru í augnablikinu á meðal stigahæstu keppenda í risastórum hlutabréfaleik sem danska dagblaðið <em>Berlingske Tidende</em> stendur fyrir. Erlent 13.10.2005 18:56 « ‹ ›
Taugatitringur við Persaflóa Mikill taugatitringur er meðal Vesturlandabúa í Persaflóaríkjunum eftir að breskur maður lét lífið í sjálfsmorðsárás í Katar í morgun. Óttast er að hryðjuverkasamtökin al-Qaida standi á bak við árásina og að þetta sé aðeins byrjunin. Erlent 13.10.2005 18:56
Greiðfært um helstu vegi landsins Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins en þó er þungfært um Dynjandisheiði og hálka á Hrafnseyrarheiði. Hálkublettir eru á Eyrarfjalli og á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi er hálka á Lágheiði og á Austurlandi eru hálkublettir á Hellisheiði Eystri og á Breiðdalsheiði. Öxi er ófær. Innlent 13.10.2005 18:56
Þjófnaðarhugbúnaði laumað í tölvur Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega. Innlent 13.10.2005 18:56
42 látnir í námuslysi í Kína 42 eru látnir og 27 námuverkamenn eru innilokaðir í kolanámu í norðurhluta Kína eftir gassprengingu í námunni í gær. Fjórir eigendur námunnar eru í haldi lögreglu en þeim var skipað í nóvember í fyrra að loka henni þar sem kröfur um öryggi voru ekki uppfylltar. Erlent 13.10.2005 18:56
Þrír meirihlutar á kjörtímabili Nýr meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Blönduóss, sá þriðji á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra tilkynntu í gærkvöldi að þeir hefðu myndað nýjan meirihluta en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista bæjarmálafélagsins Hnjúka sprakk í vikunni. Innlent 13.10.2005 18:56
Dýrahræjum hent á almannafæri "Það er eins og einhver sé að færa fórnir hérna að næturlagi," segir Einar Pálmi Árnason. Hann hefur ítrekað komið að dýrahræjum og innyflum á opnu svæði nærri Réttarholtsskóla að undanförnu. Nú síðast fann hann rolluhræ sem skilið hafði verið eftir á svæðinu. Lögreglan fékk starfsmenn borgarinnar til að fjarlægja hræið. Innlent 13.10.2005 18:56
Stofna hagsmunasamtök Starfsmenn á fasteignasölum telja að starfsheiðri sínum vegið og lítið gert úr þekkingu sinni, starfsreynslu og menntun með þeirri stefnu löggiltra fasteignasala að þeir einir sem hafi löggildingu fái að sinna fasteignasölu og ráðgjöf. Innlent 13.10.2005 18:56
Um 21.000 fallnir í Írak Nítján þúsund óbreyttir borgarar fallnir. Á annað þúsund hermanna liggur í valnum. Eftir tveggja ára stríð og átök hafa engin gereyðingarvopn fundist í Írak en George Bush segir Bandaríkin samt öruggari fyrir vikið og bendir á kosningarnar sem nýja byrjun í Miðausturlöndum. Erlent 13.10.2005 18:56
Einn fékk lottóvinninginn Einn var með allar tölur réttar í laugardagslottóinu og fær fjórfaldan pott, tæpar 17 milljónir króna í sinn hlut. Vinningstölur kvöldsins voru 3 - 5 - 20 - 24 - 33. Bónustalan var 23. Innlent 13.10.2005 18:56
Palestínumenn taka við Tulkarm Palestínumenn taka við öryggisgæslu af Ísraelum í borginni Tulkarm á Vesturbakkanum á morgun. Þetta sagði varnarmálaráðherra Ísraels, Shaul Mofaz, í dag. Palestínstínskar öryggsisveitir tóku við gæslu í borginni Jeríkó á miðvikudaginn var en alls munu þær taka við fimm borgum á Vesturbakkanum af ísraelskum hersveitum samkvæmt samkomulagi sem þjóðirnar gerðu í Egyptalandi í síðasta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:56
Páfi messaði ekki á pálmasunnudag Í fyrsta sinn í 26 ár á páfastóli messaði Jóhannes Páll páfi ekki á pálmasunnudegi, en hann er enn að jafna sig eftir erfið veikindi sem herjuðu á hann í þessum og síðasta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:56
Ekki til skoðunar á Íslandi "Það er himinn og haf milli réttarkerfisins vestanhafs og svo aftur í Evrópu og ég kannast ekki við slíkar umræður hérlendis vegna gjaldþrotamála," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Innlent 13.10.2005 18:56
Bensínið hækkar Lítrinn af 95 oktana bensíni hefur hækkað um um það bil tvær krónur og 70 aura hjá stóru olíufélögunum og er ástæðan sögð þróun heimsmarkaðsverðs. Lítrinn kostar nú um 100 krónur og 30 aura í sjálfsafgreiðslutönkum en er sjö til tíu krónum dýrari með þjónustu. Lítrinn af dísilolíu hefur einnig hækkað um svipaða upphæð. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:56
Náðu að lama krabbameinsfrumur Vísindamenn hafa fundið aðferð til að lama krabbameinsfrumur og fá þær einfaldlega til að fremja sjálfsmorð. Þessar niðurstöður eru kynntar í hinu virta tímariti <em>Genes and Development</em>. Það voru vísindamenn við dönsku krabbameinsvarnamiðstöðina sem gerðu þessa uppgötvun. Erlent 13.10.2005 18:56
Kosningar fara fram 18. september Þingkosningum í Afganistan hefur verið frestað til 18. september og fara fram um leið og héraðskosningar í landinu. Frá þessu greindi formaður yfirkjörstjórnar fyrr í dag. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í október síðastliðnum, um leið og forsetakosningarnar, en var frestað þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Erlent 13.10.2005 18:56
Bosníu-Serbi til Haag Vinko Pandurevic, sem var háttsettur hershöfðingi í her Bosníu-Serba í Bosníustríðinu 1992-1995, verður framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag í vikunni, að því er yfirvöld í Serbíu greindu frá í gær. Erlent 13.10.2005 18:56
Ál er ekki nóg Iðnaðarráðherra segir að ekki gangi til lengdar að reisa fleiri álver. Nú verði að byggja upp hátækniiðnað. Innlent 13.10.2005 18:56
Vilja hermenn frá Írak Tugir þúsunda gengu um götur Lundúnaborgar í dag til að mótmæla innrásinni í Írak og krefjast þess að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kallaði breska hermenn heim frá landinu. Fólkið gekk frá Hyde Park og fram hjá bandaríska sendiráðinu en lauk ferð sinni á Trafalgar-torgi. Erlent 13.10.2005 18:56
Guðfinna jafnar aldursmet Halldóru Elsti núlifandi Íslendingurinn, Guðfinna Einarsdóttir, jafnaði í dag aldursmet Halldóru Bjarnadóttur. Innlent 13.10.2005 18:56
Áfram einungis karlar í stjórn Fimm karlar voru endurkjörnir í stjórn Sparisjóðabankans á dögunum. Eina konan sem var í framboði komst ekki að þrátt fyrir áskoranir ráðherra um að reyna að jafna kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:56
Gjaldeyristekjur verði tífaldaðar Samtök upplýsingatæknifyrirtækja hafa gert viðskipta- og iðnaðarráðherra tilboð um að auka gjaldeyristekjur Íslendinga úr fjórum í 40 milljarða fyrir árslok 2010. Þetta vilja þau gera í samstarfi við stjórnvöld. Innlent 13.10.2005 18:56
Segja mjólkurdrykkju auka vöxt Börn sem drekka mikla mjólk verða að öllum líkindum hávaxnari en þau börn sem fara varlega í mjólkurdrykkju. Rannsóknir á kúamjólk við danska dýralækna- og landbúnaðarháskólann gefa vísbendingar um þetta. Niðurstöðurnar sýna að kúamjólkin hefur enn meiri áhrif á vöxt kálfa en áður var talið og framhaldsrannsóknir sýndu að hið sama gilti um börn. Erlent 13.10.2005 18:56
Hatrammar deilur um líknardráp Skoðanamunur Bandaríkjamanna á líknardrápi endurspeglast í hatrömmum deilum aðstandanda heilaskaddaðrar bandarískrar konu. Málið hefur vakið heimsathygli en deilurnar snúast um það hvort halda eigi lífi í konunni eða leyfa henni að deyja. Erlent 13.10.2005 18:56
Fjölmenn mótmæli víða um heim Það var ekki bara á Íslandi sem þess var minnst í dag að tvö ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Tímamótanna var minnst um allan heim og fjölmennust urðu mótmælin í þeim löndum sem eiga hermenn í Írak. Erlent 13.10.2005 18:56
Ekið á stúlku í Vesturbænum Ekið var á stúlkubarn á Ægisíðu í vesturbæ Reykjavíkur eftir hádegi í dag og var hún flutt á sjúkrahús. Hún er undir eftirliti á gjörgæsludeild Landspítalans og er ástand hennar að sögn læknis þar stöðugt. Innlent 13.10.2005 18:56
Mikil vonbrigði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það mikil vonbrigði að Margrét Hólm Valsdóttir, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, hafi ekki náð kjöri í aðalstjórn Sparisjóðabankans. Innlent 13.10.2005 18:56
Saka Sýrlendinga um tilræði Stjórnarandstaðan í Líbanon sakar leyniþjónustu landsins, sem Sýrlendingar styðja, um bílsprengjutilræðið í hverfi kristinna í austurhluta Beirút í morgun. Ellefu særðust í sprengingunni en hún reif í sundur jörðina og rústaði neðstu hæðum blokkar þar sem svalir hrundu og gluggar splundruðust. Erlent 13.10.2005 18:56
Þjóðvegi eitt lokað við Hnausa Þjóðvegur eitt nálægt bænum Hnausum í Austur-Húnavatnssýslu verður lokaður eftir klukkan fjögur í dag, en þá hyggst lögregla fjarlægja vörubíl með tengivagni sem fór á hliðina þar í gærkvöld. Að sögn lögreglu virðist sem bóman á byggingakrana tengivagnsins hafi losnað og slegist við jörðina. Innlent 13.10.2005 18:56
Mótmæltu stríði á Ingólfstorgi Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi í dag til að krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herlið sitt út úr Írak. Tilefnið? Jú, í dag eru liðin tvö ár frá því Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Íslendingar, ákváðu að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Innlent 13.10.2005 18:56
Simpansar seigir í hlutabréfaleik Mæðgurnar Trunta og Giggi geta ýmislegt fleira en að éta banana og liggja í leti. Þær eru í augnablikinu á meðal stigahæstu keppenda í risastórum hlutabréfaleik sem danska dagblaðið <em>Berlingske Tidende</em> stendur fyrir. Erlent 13.10.2005 18:56