Fréttir

Fréttamynd

Krafa Skjás Eins samþykkt

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur samþykkt kröfu Skjás Eins um að lögbann verði sett á störf Helga Steinars Hermannssonar sem ráðinn var til 365 ljósvakamiðla. Með lögbanninu má Helgi Steinar ekki starfa í þjónustu 365 eða annarra fyrirtækja í eigu sömu aðila í samkeppni við Skjá Einn, hvorki sem launþegi, ráðgjafi eða sjálfstæður verktaki til 9. apríl árið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Gistinóttum fækkaði um 11%

Gistinóttum á hótelum í mars sl. fækkaði um 11% miðað við sama mánuð í fyrra. Í ár voru gistinæturnar 60.630 en voru 68.070 árið 2004. 

Innlent
Fréttamynd

Ástþór sýknaður af eignaspjöllum

Ástþór Magnússon, sem þekktastur er sem forsetaframbjóðandi, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna ákæru um eignaspjöll. Honum var gefið að sök að hafa á síðasta ári tekið myndavél úr höndum annars gests á skemmtistaðnum Glaumbar, slegið henni nokkrum sinnum í barborð og síðan hent henni frá sér þannig að hún týndist.

Innlent
Fréttamynd

Heldur áfram baráttunni

Stjórnarmeirihlutinn samþykkti að afgreiða frumvarp um að kynferðisafbrot gegn börnum fyrntust ekki úr nefndinni með þeirri breytingu að kynferðisafbrot gegn börnum byrjuðu nú að fyrnast er þau ná 18 ára aldri en áður var miðað við 14 ár. Þingmaður Samfylkingar ætlar að halda áfram baráttunni því honum finnst ekki verið að veita börnum landsins nægilega réttarvernd með breytingartillögu meirihlutans.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn var heilsuhraustur

Karlmaður á sjötugsaldri er talinn hafa fengið aðsvif undir stýri á Breiðholtsbrautinni í morgun en hann missti stjórn á bílnum og ók út af veginum. Maðurinn lést og segir sonur hans föður sinn hafa verið heilsuhraustan, en ekki hjartveikan, eins og haft var eftir lækni á Landspítalanum í fréttum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stokkað upp í stjórninni

Tony Blair kynnti í gærkvöld þriðja ráðuneyti sitt en hann gerði óverulegar breytingar á ráðherraliði sínu.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla lokar Manhattan-brúnni

Manhattan-brúnni í New York hefur verið lokað vegna grunsamlegs bögguls að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Sprengjusérfræðingar eru að störfum við brúna. Sprenging varð við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld.

Erlent
Fréttamynd

Lést eftir aðsvif undir stýri

Karlmaður á sjötugsaldri fékk aðsvif undir stýri á Breiðholtsbraut í morgun, missti stjórn á bílnum og ók út af veginum. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Innlent
Fréttamynd

58 látnir eftir sjálfsmorðsárás

Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í bænum Suwayra í Írak síðdegis. Árásarmaðurinn ók bifreið upp að mannfjölda á grænmetismarkaði í bænum og sprengdi sig þar í loft upp.

Erlent
Fréttamynd

Tekinn á 160

Bifhjólamaður gerði tilraun til að stinga lögregluna af þegar hún reyndi að stöðva hann þar sem hann ók á 118 kílómetra hraða eftir Reykjanesbrautinni. Ók hann á meira en 160 kílometra hraða þegar eltingaleikurinn stóð sem hæst.

Innlent
Fréttamynd

Með myndir af tilræðismanninum

Lögregla í New York kveðst hafa góðar myndir af þeim sem kom fyrir sprengjum við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Öryggismyndavélar mynduðu manninn í bak og fyrir og er hans leitað.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt hús vígt í haust

Hornsteinn var lagður að nýrri byggingu Íþróttaakademíu Reykjanesbæjar við hátíðlega athöfn í gær. Fyrsta skóflustungan var tekin í haust og hafa framkvæmdir gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Fyrningarfrumvarp klauf nefnd

Allsherjarnefnd klofnaði í afstöðu sinni til fyrningarfrumvarpsins svonefnda í gær og mun skila tveimur álitsgerðum. Jónína Bjartmarz studdi álit meiri hlutans með fyrirvara. Ágúst Ólafur Ágústsson segist ætla að berjast áfram. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Japanir hyggjast kæra

Japanar hyggjast kæra Norður-Kóreumenn til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á næstu vikum, áður en þeir sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni.

Erlent
Fréttamynd

Landverndarmenn sáttir

Á aðalfundi Landverndar nýverið var fjallað nokkuð um ferðamálaáætlun samgönguráðherra til næstu 10 ára. Lýsti fundurinn yfir mikilli ánægju með áætlunina. Sérstaklega var tekið fram að mikil ánægja ríkir með áherslur á náttúru Íslands, menningu þjóðarinnar og að stefnt skuli að umhverfisvænni ferðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Hreyfing á máli Arons Pálma

Hreyfing virðist vera komin á tilraunir til að fá Aron Pálma Ágústsson lausan úr bandarísku fangelsi en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn dreng þegar hann var sjálfur ellefu ára. Aron afplánaði sjö ár af dómnum í rammgerðu fangelsi en situr nú í stofufangelsi í Texas.

Innlent
Fréttamynd

Gölluð vegrið kosta mannslíf

Vegrið við Breiðholtsbraut, þar sem ung stúlka lést í bílslysi í gær, er gallað og of stutt að mati framkvæmdastjóra rannsóknarnefndar umferðarslysa. Nefndin telur vegrið almennt of stutt hérlendis og sendi Vegagerðinni nýlega athugasemd þess efnis í kjölfar banaslyss í Eyjafirði fyrir sex vikum.

Innlent
Fréttamynd

Dreginn úr brennandi bíl

Ökumaður lést eftir að hafa fengið hjartaáfall þegar hann ók um Breiðholtsbraut í Víðidal í gærmorgun. Þrír ungir vegfarendur sáu bílinn aka út af veginum og fóru að athuga með ökumanninn. Hann var meðvitundarlaus þegar þeir komu að.

Innlent
Fréttamynd

Hljómsveitargryfjan of lítil

Aðeins nokkrum mánuðum eftir að hið glæsilega óperuhús Kaupmannahafnar var opnað, er komið á daginn að hljómsveitargryfjan er of lítil. 

Erlent
Fréttamynd

Kosningar í október

Ákveðið hefur verið að gengið verði til kosninga um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð þann áttunda október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppni um byggingu Háskólatorgs

Fimm fyrirtæki hafa verið valin til að keppa um hönnun og byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður torgið tekið í notkun í árslok 2007.

Innlent
Fréttamynd

Bretar veðja um kosningaúrslit

Bretar hafa gaman af því að veðja og eitt af því sem þeir hafa veðjað á er veðrið í dag, kosningadaginn, en þeir veðja líka grimmt um úrslit kosninganna og ýmislegt fleira.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir gáleysi

Maður var dæmdur í Hæstarétti í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir gálausan akstur. Þótti maðurinn ekki hafa gætt nægilega að umferð annarra ökutækja í sömu átt þegar hann skipti um akrein með þeim afleiðingum að hann ók í veg fyrir bifhjól þannig að ökumaður þess kastaðist af hjólinu og slasaðist.

Innlent
Fréttamynd

Danir biðja gyðinga afsökunar

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðist afsökunar á því að Danir vísuðu gyðingum og fleirum frá landinu í seinni heimsstyrjöldinni, í opinn dauðann í Þýskalandi. Afsökunarbeiðnin kemur í kjölfar upplýsinga frá Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni fornleifafræðingi.

Erlent
Fréttamynd

Kjaftað við kjörkassann

Óánægja með Blair-stjórnina var áberandi meðal kjósenda í Kensington-Chelsea-kjördæmi í Lundúnum í gær. Auðunn Arnórsson blaðamaður ræddi við nokkra þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Hörð átök í Afganistan

Sjötíu manns hafa fallið í átökum í suðurhluta Afganistans síðustu þrjá daga. Bandaríkjaher segir að 40 talibanar og einn afganskur lögreglumaður hafi látist í átökum í héraðinu Zabul á þriðjudag í mannskæðusutu bardögum í landinu í níu mánuði. Sex bandarískir hermenn og fimm afganskir lögreglumenn særðust í átökunum.

Erlent
Fréttamynd

Talabani til Jórdaníu til viðræðna

Jalal Talabani, hinn nýi forseti Íraks, fer í fyrstu erlendu heimsókn sína á laugadaginn, en þá heimsækir hann Jórdaníu til þess að ræða við þarlend yfirvöld um samvinu á sviði öryggis- og efnahagsmála. Talabani, sem varð fyrsti kúrdíski forseti Íraks í síðasta mánuði, mun hitta Abdullah konung Jórdaníu og munu þeir meðal annars ræða um hvernig vinna megi sigur á uppreisnarmönnum í Írak, en Jórdanar hafa stutt Bandaríkjamenn í aðgerðum þeirra í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla göbbuð að höfn í Gróf

Lögreglan í Keflavík fékk hringingu rétt fyrir hálfþrjú í nótt og kvaðst sá sem hringdi vera við smábátahöfnina í Gróf og ætlaði hann að henda sér í sjóinn. Var lögreglan send á staðinn en þetta reyndist þó vera gabb og var sá sem hringdi staddur á öldurhúsi í Reykjavík að skemmta sér. Ekki er vitað hver hringdi en lögreglan segir málið vera í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Orþódoxar deila

Harðvítugar deilur eru komnar upp í grísku rétttrúnaðarkirkjunni í Ísrael eftir að upp komst að Íreneus patríarki í Jerúsalem hefði lánað verðmæta kirkjumuni til landnema í austurhluta borgarinnar.

Erlent