Innlent

Gistinóttum fækkaði um 11%

Gistinóttum á hótelum í mars sl. fækkaði um 11% miðað við sama mánuð í fyrra. Í ár voru gistinæturnar 60.630 en voru 68.070 árið 2004. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Gistinóttum fækkaði í mars á öllum landsvæðum nema tveimur. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 3.240 í 4.790 milli ára (48%) og á Norðurlandi úr 3.700 í 4.830 (31%).  Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum um 10.760 sem er rúmlega 15% samdráttur milli ára. Á Austurlandi voru gistinæturnar í mars 1.230 en voru 2.020 árið á undan sem er 39% fækkun. Á Suðurlandi átti sér einnig stað samdráttur í mars, eða sem nemur 19%, því gistinóttum fækkaði þar um 1.580 milli ára.  Fækkun gistinátta á hótelum í mars 2005 er aðallega sögð vegna útlendinga (-15%) en gistinóttum Íslendinga fækkaði um 1%. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×