Fréttir

Fréttamynd

Skaftá enn í vexti

Skaftárhlaupið hélt áfram að vaxa fram eftir öllu kvöldi og hefur sjálfsagt vaxið enn í nótt. Vöxturinn hefur verið hægur og stöðugur. Rennsli Eldvatns, sem er önnur kvísl Skaftár, tvöfaldaðist frá miðjum degi í fyrradag til jafnlengdar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Teknir í landhelgi

Varðskipið Týr stóð tvo línubáta að meintum ólöglegum veiðum í Reykjafjarðarál norðaustur af Ströndum í nótt og eru bátarnir nú á leið til Hvammstanga í fylgd varðskipsins. Þar tekur sýlsumaður á Blönduósi við rannsókn málsins og vigtar meðal annars aflann upp úr bátunum.

Innlent
Fréttamynd

Neitar að hafa drepið börnin

Þýsk kona sem var handtekin eftir að lík níu nýfæddra barna fundust grafin í garði hennar, viðurkennir að hafa fætt börnin en neitar að hafa ráðið þeim bana.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðir í Súdan

Mörg hundruð manns ganga nú berseksgang á götum úti í Khartoum höfuðborg Súdans. Vel á fjórða tug manna hafa fallið og meira en þrjú hundruð slasast í miklum götuóeirðum, sem brutust út í kjölfar frétta af dauða varaforseta landsins, John Garang.

Erlent
Fréttamynd

Lausir renningar á Discovery

Tveir trefjarenningar sem standa nokkra sentimetra út úr botni geimferjunnar Discovery gætu stefnt henni í hættu. Sérfræðingar NASA kanna nú hvort renningarnir, sem notaðir eru sem þéttiefni milli hitaflísa, geti valdið því að svæðið í kring hitni um fjórðungi meira en venjulega þegar ferjan kemur inn í gufuhvolfið á ný.

Erlent
Fréttamynd

Breyting á aksturstíðni hjá Strætó

Breyting verður á þjónustu Strætó á stofnleiðum í þessari viku. Á álagstímum á virkum dögum mun verða ekið á 20 mínútna fresti í stað 10 mínútna og á laugardag verður ekið á 30 mínútna fresti í stað 20 mínútna. Leiðabókin gildir annars að öllu leyti.

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk en ekki flokkspólitísk

Aldarfjórðungur er síðan Vigdís Finnbogadóttir tók við forsetaembætti, fyrsta kona heims sem var þjóðkjörin til slíks embættis. Hún var pólitískur forseti en þó ekki á flokkspólitískum línum segir Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Talin hafa myrt níu börn sín

39 ára þýsk kona var handtekin í gær grunuð um að hafa orðið níu börnum sínum að bana. Lík níu barna fundust í garði húss í þýsku þorpi nærri landamærunum að Póllandi á sunnudag. Líkin eru talin vera af börnum sem hafi fæðst á árunum 1998 til 2004 og látist skömmu eftir fæðingu. Konan er talin vera móðir barnanna og grunuð um að hafa banað þeim.

Erlent
Fréttamynd

Níu barnslík finnast í Þýskalandi

Lík níu kornabarna fundust í smábæ í Brandenburg í Þýskalandi í gær. Talið er að móðir barnanna hafi drepið þau skömmu eftir fæðingu. Konu um fertugt er leitað en talið er að hún hafi framið barnamorðin á árunum 1988 til 2004.

Erlent
Fréttamynd

Óttast fleiri sprengjuárásir

Viðbúnaður lögreglunnar í Lundúnum er í hámarki vegna ótta um að þriðja hrina árása ríði yfir borgina á næstunni. Þúsundir lögreglumanna gæta lestarstöðva og strætisvagna en úthald lögregluþjóna fer þverrandi. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Gjöfin hálfgerður bjarnargreiði

"Þetta er orðinn hálfgerður bjarnargreiði," segir Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Avion Group, en hann er einn þeirra sem gaf Arngrími Jóhannssyni flugstjóra hlut í DC-3 flugvél í afmælisgjöf.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamaður tekinn á 171

Erlendur ríkisborgari var sviptur ökuréttindum á staðnum eftir að hafa mælst á 171 kílómetra hraða í Hörgárdal á laugardagskvöldið. Þetta var nálægt miðnætti og farið á skyggja á vegi þar sem geta verið skepnur. Fjórir farþegar, sem einnig eru ferðamenn, voru í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjastjórn fækkar í herliðum

Bandaríkjamenn hyggjast fækka stórlega í herliði sínu í Írak á næstunni. Fyrir mitt ár 2006 á að fækka hermönnum þar niður í áttatíu þúsund og fyrir lok ársins vonast varnarmálaráðuneytið í Washington til þess að aðeins verði á milli fjörutíu og sextíu þúsund bandarískir hermenn eftir í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur handteknir

Sjö manna hópur mótmælenda fór inn á vinnusvæðið að Kárahnjúkum síðdegis í dag og hengdi upp borða með slagorðum á stífluna. Verðir á svæðinu urðu fólksins varir og hljóp það þá á brott og skildi bílinn sem það kom á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðar gagnrýndar

Ástralir hafa fordæmt áætlun Íslendinga um að veiða 39 hrefnur í vísindaskyni á þessu ári. Ian Campell umhverfisráðherra Ástralíu segir að sér ofbjóði fyrirætlanir Íslendinga enda séu þær rangar og í andstöðu við meirihluta Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálftahrina við Grímsey

Mikil jarðskjálftahrina hófst í gærkvöldi um sextán kílómetra austan við Grímsey. Um fimmtíu skjálftar hafa mælst en flestir hafa þeir verið litlir, á bilinu núll komma þrír til rúmlega tveir á Richter. Þó mældist skjálfti upp á fjóra komma tvo klukkan rúmlega sex í morgun. Mest var virknin á milli klukkan fimm og sjö en síðan hefur nokkuð dregið úr henni.

Innlent
Fréttamynd

Alnæmissmit eykst á Norðurlöndum

Tala þeirra sem greinast með HIV smit í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur farið hækkandi og er aukningin mest meðal samkynheigðra karlmanna og tvíkynheigðra. Sóttvarnalæknir segir þróunina ekki þá sömu hér á landi en ástæða sé til að ítreka notkun smokksins.

Innlent
Fréttamynd

Vesen á fólki í miðborginni

Nóttin var erilsöm hjá Reykjavíkurlögreglu líkt og fyrrinótt. Mikið var um útköll vegna ölvunar og pústra í miðbænum og almennt nokkuð vesen á fólki eins og lögregla orðaði það við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

3000 á Kirkjubæjarklaustri

Hátt í þrjú þúsund manns komu á Kirkjubæjarklaustur um verslunarmannahelgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík í Mýrdal. Engin skipulögð dagskrá var þar, en mjög góðu veðri var spáð. Mannfjöldinn kom lögreglunni í opna skjöldu, en allt fór vel fram nema að nokkur ölvun var á dansleik á laugardagskvöldið.

Innlent
Fréttamynd

Enn flóð á Indlandi

Úrhellisrigning veldur áfram usla í og við Bombay á Indlandi. Það hefur nánast ekki stytt upp í marga daga og yfir þúsund hafa farist í skyndiflóðum. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig heima enda vonlítið að komast leiðar sinnar þar sem helstu götur og vegir eru á kafi í vatni.

Erlent
Fréttamynd

25 ár frá embættistöku Vigdísar

Í dag eru 25 ár liðin frá því Vigdís Finnbogadóttir tók við embætti forseta. Kjör hennar vakti heimsathygli, enda var hún fyrst kvenna í heiminum þjóðkjörin forseti. Fjórir voru í kjöri í forsetakosningunum árið 1980, þrír karlar og Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. Hún náði kjöri með um þriðjungi atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Fordæmir vísindaveiðar Íslendinga

Ian Campbell, umhverfismálaráðherra Ástralíu, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar. Hann fordæmdi í morgun vísindaveiðar Íslandinga á hrefnum og sagði að sér blöskruðu veiðarnar. Þær væru rangar og brytu í bága við vilja yfirgnæfandi meirihluta alþjóða hvalveiðiráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Skaftárhlaup í hægum vexti

Skaftárhlaup er enn í hægum vexti. Rennsli árinnar við Sveinstind klukkan hálffimm í dag var sex hundruð og tuttugu rúmmetrar á sekúndu og hafði það aukist um sjötíu rúmmetra frá því klukkan hálfátta í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Skipaði sendiherra í þingfríi

George W. Bush Bandaríkjaforseti skipaði John Bolton í gær sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Bush nýtti sér tækifærið meðan öldungadeild Bandaríkjaþings var í fríi og komst þannig hjá staðfestingarferli þingsins þar sem ljóst þótti að miklar deilur yrðu um skipun Bolton.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið að komast í samt lag

Orri Pétursson, sem býr í Lundúnum, segir að ástandið í borginni sé að komast í samt lag eftir hryðjuverkaárásirnar í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Enn mótmælt við stífluna

Lögreglumenn frá Seyðisfirði og Reykjavík handsömuðu sjö mótmælendur sem komust inn á bannsvæði við Kárahnjúkastíflu í gær og settu þar upp borða í mótmælaskyni við framkvæmdirnar.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla elti ánamaðkaþjóf

Veiðimaður sem saknaði tíu lítra fötu af ánamöðkum kærði þjófnað á ánamöðkum til lögreglunnar í Búðardal. Fötuna hafði maðurinn skilið eftir utan við gistiheimilið Bjarg. Eftir stutta eftirgrennslan féll grunur á nýfarinn gest á Bjargi sem menn vissu að var á leið í Borgarfjörð í veiðiferð.

Innlent
Fréttamynd

Erilsamar nætur í Reykjavík

Helgin var síður en svo róleg hjá lögreglunni í Reykjavík þrátt fyrir að fjöldi fólks væri utanbæjar um helgina. Næturnar voru að sögn lögreglu erilsamar og alls ekki minna að gera en um venjulega helgi þótt minna af fólki væri í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Landsmóti lauk í gærkvöldi

Landsmóti unglinga í frjálsum íþróttum í Vík í Mýrdal var slitið í gærkvöldi með flugeldasýningu. Flestir gestanna eyddu nóttinni í Vík þótt einhver hluti þeirra hafi byrjað að tínast heim um kvöldið. Engin ölvun var merkjanleg á landsmótsgestum.

Innlent
Fréttamynd

Frakkar stórauka öryggisgæslu

Frakkar telja vænlegast að stórauka öryggisgæslu í kjölfarið hryðjuverkanna í London. Þeir ætla meðal annars að þrefalda fjölda myndavéla á alþjóðaflugvöllum við París og herða landamæraeftirlit.

Erlent