Fréttir

Fréttamynd

Skaftá enn í vexti

Skaftárhlaupið hélt áfram að vaxa fram eftir öllu kvöldi og hefur sjálfsagt vaxið enn í nótt. Vöxturinn hefur verið hægur og stöðugur. Rennsli Eldvatns, sem er önnur kvísl Skaftár, tvöfaldaðist frá miðjum degi í fyrradag til jafnlengdar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Teknir í landhelgi

Varðskipið Týr stóð tvo línubáta að meintum ólöglegum veiðum í Reykjafjarðarál norðaustur af Ströndum í nótt og eru bátarnir nú á leið til Hvammstanga í fylgd varðskipsins. Þar tekur sýlsumaður á Blönduósi við rannsókn málsins og vigtar meðal annars aflann upp úr bátunum.

Innlent
Fréttamynd

Neitar að hafa drepið börnin

Þýsk kona sem var handtekin eftir að lík níu nýfæddra barna fundust grafin í garði hennar, viðurkennir að hafa fætt börnin en neitar að hafa ráðið þeim bana.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðir í Súdan

Mörg hundruð manns ganga nú berseksgang á götum úti í Khartoum höfuðborg Súdans. Vel á fjórða tug manna hafa fallið og meira en þrjú hundruð slasast í miklum götuóeirðum, sem brutust út í kjölfar frétta af dauða varaforseta landsins, John Garang.

Erlent
Fréttamynd

Alnæmissmit eykst á Norðurlöndum

Tala þeirra sem greinast með HIV smit í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur farið hækkandi og er aukningin mest meðal samkynheigðra karlmanna og tvíkynheigðra. Sóttvarnalæknir segir þróunina ekki þá sömu hér á landi en ástæða sé til að ítreka notkun smokksins.

Innlent
Fréttamynd

Vesen á fólki í miðborginni

Nóttin var erilsöm hjá Reykjavíkurlögreglu líkt og fyrrinótt. Mikið var um útköll vegna ölvunar og pústra í miðbænum og almennt nokkuð vesen á fólki eins og lögregla orðaði það við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

3000 á Kirkjubæjarklaustri

Hátt í þrjú þúsund manns komu á Kirkjubæjarklaustur um verslunarmannahelgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík í Mýrdal. Engin skipulögð dagskrá var þar, en mjög góðu veðri var spáð. Mannfjöldinn kom lögreglunni í opna skjöldu, en allt fór vel fram nema að nokkur ölvun var á dansleik á laugardagskvöldið.

Innlent
Fréttamynd

Enn flóð á Indlandi

Úrhellisrigning veldur áfram usla í og við Bombay á Indlandi. Það hefur nánast ekki stytt upp í marga daga og yfir þúsund hafa farist í skyndiflóðum. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig heima enda vonlítið að komast leiðar sinnar þar sem helstu götur og vegir eru á kafi í vatni.

Erlent
Fréttamynd

25 ár frá embættistöku Vigdísar

Í dag eru 25 ár liðin frá því Vigdís Finnbogadóttir tók við embætti forseta. Kjör hennar vakti heimsathygli, enda var hún fyrst kvenna í heiminum þjóðkjörin forseti. Fjórir voru í kjöri í forsetakosningunum árið 1980, þrír karlar og Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. Hún náði kjöri með um þriðjungi atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Fordæmir vísindaveiðar Íslendinga

Ian Campbell, umhverfismálaráðherra Ástralíu, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar. Hann fordæmdi í morgun vísindaveiðar Íslandinga á hrefnum og sagði að sér blöskruðu veiðarnar. Þær væru rangar og brytu í bága við vilja yfirgnæfandi meirihluta alþjóða hvalveiðiráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Skaftárhlaup í hægum vexti

Skaftárhlaup er enn í hægum vexti. Rennsli árinnar við Sveinstind klukkan hálffimm í dag var sex hundruð og tuttugu rúmmetrar á sekúndu og hafði það aukist um sjötíu rúmmetra frá því klukkan hálfátta í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Skipaði sendiherra í þingfríi

George W. Bush Bandaríkjaforseti skipaði John Bolton í gær sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Bush nýtti sér tækifærið meðan öldungadeild Bandaríkjaþings var í fríi og komst þannig hjá staðfestingarferli þingsins þar sem ljóst þótti að miklar deilur yrðu um skipun Bolton.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið að komast í samt lag

Orri Pétursson, sem býr í Lundúnum, segir að ástandið í borginni sé að komast í samt lag eftir hryðjuverkaárásirnar í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Enn mótmælt við stífluna

Lögreglumenn frá Seyðisfirði og Reykjavík handsömuðu sjö mótmælendur sem komust inn á bannsvæði við Kárahnjúkastíflu í gær og settu þar upp borða í mótmælaskyni við framkvæmdirnar.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla elti ánamaðkaþjóf

Veiðimaður sem saknaði tíu lítra fötu af ánamöðkum kærði þjófnað á ánamöðkum til lögreglunnar í Búðardal. Fötuna hafði maðurinn skilið eftir utan við gistiheimilið Bjarg. Eftir stutta eftirgrennslan féll grunur á nýfarinn gest á Bjargi sem menn vissu að var á leið í Borgarfjörð í veiðiferð.

Innlent
Fréttamynd

Erilsamar nætur í Reykjavík

Helgin var síður en svo róleg hjá lögreglunni í Reykjavík þrátt fyrir að fjöldi fólks væri utanbæjar um helgina. Næturnar voru að sögn lögreglu erilsamar og alls ekki minna að gera en um venjulega helgi þótt minna af fólki væri í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Landsmóti lauk í gærkvöldi

Landsmóti unglinga í frjálsum íþróttum í Vík í Mýrdal var slitið í gærkvöldi með flugeldasýningu. Flestir gestanna eyddu nóttinni í Vík þótt einhver hluti þeirra hafi byrjað að tínast heim um kvöldið. Engin ölvun var merkjanleg á landsmótsgestum.

Innlent
Fréttamynd

Frakkar stórauka öryggisgæslu

Frakkar telja vænlegast að stórauka öryggisgæslu í kjölfarið hryðjuverkanna í London. Þeir ætla meðal annars að þrefalda fjölda myndavéla á alþjóðaflugvöllum við París og herða landamæraeftirlit.

Erlent
Fréttamynd

Vatnavextir skemmdu bíla

Nokkrir bílar skemmdust í Lindá við Herðubreiðarlindir um helgina þegar vatn flóði yfir vélar þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Stokkið inn í 21. öldina

Alexandria í Bandaríkjunum er einhver elsti bær landsins. Nú á hins vegar að taka þar stórt stökk inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Alexandria er nánast hluti Washington-borgar, gamall bær í frönskum stíl þar sem gangur lífsins virðist á köflum aðeins hægari en annars staðar í grennd.

Erlent
Fréttamynd

Myrti þrjú börn og sjö fullorðna

Hálffertugur karlmaður myrti tíu manns í San Jeronimo de Juarez, rólegum bæ í Mexíkó. Eiginkona hans og ellefu mánaða frændi voru meðal þeirra sem maðurinn myrti.

Innlent
Fréttamynd

Góð umferðarhelgi

Umferðin var nokkuð þétt upp við Rauðavatn á sjöunda tímanum en svo virðist sem að úr henni sé að greiðast.

Innlent
Fréttamynd

Engin nauðgun tilkynnt

Engin nauðgun hefur verið tilkynnt yfir verslunarmannahelgina. Þeir sem vinna að forvörnum segja þetta vissulega gleðiefni en taka þessu þó með nokkrum fyrirvara þar sem kynferðisbrot eru oft ekki tilkynnt fyrr en að nokkrum tíma liðnum.

Innlent
Fréttamynd

Jafnar fylkingar í borginni

R-listinn fengi 47 prósenta fylgi en listi Sjálfstæðisflokksins 48 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar nú. Þetta er niðurstaða nýrrar fylgiskönnunar sem Gallup hefur gert. Miðað við könnun síðastliðið haust tapar R-listinn um sex prósentustigum en Sjálfstæðisflokkurinn bætir öðru eins við sig.

Innlent
Fréttamynd

120 teknir af Blönduóslögreglunni

Um það bil 120 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um verslunarmannahelgina, en ekki var búið að taka saman nákvæma tölu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Bjóðast til að ná í geimfarana

Rússneskir geimvísindamenn hafa lúmskt gaman af vandræðum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Einn þeirra segist reiðubúinn að senda geimflaugar á loft til að ná áhöfn geimferjunnar Discovery niður.

Erlent
Fréttamynd

Mun stærra hlaup en síðast

Vatnsrennsli í Skaftá var komið í 620 rúmmetra á sekúndu í gær og er orðið mun stærra en hlaupið 2003. Oddsteinn Kristjánsson, bóndi í Hvammi, lét sér ekki bregða þó að farið væri að flæða að túnfætinum og sagði þetta í lagi svo fremi að Katla léti ekki á sér kræla.

Innlent
Fréttamynd

Engin þörf fyrir lögreglu

"Hér skemmti fólk sér vel án áfengis og það erum við afar ánægð með því það er skemmtilegast af öllu að vera í faðmi fjölskyldunnar án þess að vera undir áhrifum," segir Sævar Finnbogason í undirbúningsnefnd bindindismótsins í Galtalæk.

Innlent
Fréttamynd

Atkins í greiðslustöðvun

Atkins Nutritionals, fyrirtækið sem hefur verið einna fremst í að breiða út megrunarkúr sem byggir á því að borða ekki kolefni, hefur farið fram á greiðslustöðvun.

Viðskipti erlent