Innlent

Vesen á fólki í miðborginni

Nóttin var erilsöm hjá Reykjavíkurlögreglu líkt og fyrrinótt. Mikið var um útköll vegna ölvunar og pústra í miðbænum og almennt nokkuð vesen á fólki eins og lögregla orðaði það við fréttastofu. Fjölmenni var í miðbæ Reykjavíkur í nótt, og segir lögregla að talsvert hafi verið um ölvað fólk á röltinu alveg fram undir klukkan átta í morgun. Þrír voru teknir ölvaðir undir stýri í höfuðborginni í nótt. Í Hafnarfirði var maður á þrítugsaldri handtekinn í miðbænum um klukkan 7 í morgun, eftir að í fórum hans höfðu fundist þrír skammtar af lsd og eitt gramm af amfetamíni. Hann gekkst við því að eiga efnin, og er ekki annað vitað en að hann hafi ætlað þau til eigin neyslu. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×