Fréttir

Fréttamynd

Óvíst um framtíð geimferjanna

Búist er við að geimferjan Discovery lendi í Flórída í dag - vonandi heilu og höldnu. Engu síður eru líkur taldar á að leiðangurinn sem nú er senn á enda gæti orðið sá síðasti sem bandarísk geimferja fer í.

Erlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald framlengt

Þrír þeirra sem talið er víst að hafi gert misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum þann tuttugasta og fyrsta júlí síðastliðinn voru úrskurðaðir í lengra gæsluvarðhald í dag.

Erlent
Fréttamynd

Yfirmenn þáðu tugmilljóna mútur

Alexander Jakovlev lýsti sig í gær sekan um samsæri, peningaþvætti og fjármálamisferli í tengslum við störf sín sem einn af yfirmönnum áætlunar Sameinuðu þjóðanna sem átti að gera Írökum kleift að selja olíu í skiptum fyrir mat og lyf meðan þeir sættu viðskiptabanni.

Erlent
Fréttamynd

Bo afgreiddi Val

Fram sigraði Val 2-1 Landsbankadeild karla í kvöld á Laugardalsvelli. Bo Henriksen sem sendur var í burtu frá Val var í hefndarhug og gerði bæði mörk Framara en mark Vals gerði Garðar Gunnlaugsson úr umdeildri vítaspyrnu.Þar með eru titilvonir Valsmanna nánast orðnar að engu því liðið er nú 9 stigum á eftir FH.

Sport
Fréttamynd

Höfðu skrifað kveðjubréfin

Skipverjar rússneska smákafbátsins sem lá fastur á hafsbotni hafa tjáð sig í fyrsta sinn um veruna í bátnum áður en þeim var bjargað. Þeir segja vatnsskortinn hafa verið tilfinnanlegastan þar sem þeir hafi þurft að láta sér nægja tvo til þrjá vatnssopa á dag, þar sem þeir lágu flatir í þröngu, myrkvuðu rými.

Erlent
Fréttamynd

Féll úr rennibraut og tannbrotnaði

Rúmlega ársgamall drengur datt á höfuðið úr rennibraut í barnagæslu Sporthússins á dögunum. "Það brotnaði í honum tönn og hann marðist einnig á höfðinu," segir móðir hans. "Ég brýndi það sérstaklega fyrir gæslustúlkunum að hann mætti ekki vera einn í rennibrautinni.

Innlent
Fréttamynd

Sameiningarkosningar í október

Þann 8. október næstkomandi munu 16 sameiningarkosningar fara fram í 62 sveitarfélögum vítt og breitt um landið. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst laugardaginn 13. ágúst 2005 og er unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt, sendiráðum, fastanefndum hjá alþjóðastofnunum og ræðismönnum Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Íranar taka upp fyrri iðju

Íranar hófu í gær vinnslu úrans, Vesturveldunum til mikillar gremju. Búist er við að þau þrýsti á Sameinuðu þjóðirnar að beita Írana efnahagsþvingunum fyrir vikið.

Erlent
Fréttamynd

Skógareldar og þurrkar í S-Evrópu

Brakandi þurrkur veldur vandræðum í suðurhluta Evrópu. Skógareldar geisa þar og hafa valdið miklu tjóni. Víða þarf að skammta vatn. Hundruð slökkviliðsmanna hafa barist við elda í Provence í Suðaustur-Frakklandi.

Erlent
Fréttamynd

Ávarp Bin Laden fjarlægt af netinu

Dönum brá í brún þegar danskir fjölmiðlar greindu frá því að finna mætti myndbandsupptöku frá leiðtogum al-Qaeda á vefsíðu danskra öfgamúslíma. Á myndbandinu mátti sjá ávörp Osama bin Ladens og Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga samtakanna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskir auðmenn kaupa á Spáni

Íslenskir fjárfestar hafa keypt land á Spáni fyrir rúma átta milljarða króna. Á svæðinu verður reist glæsihótel og íbúðarhús fyrir ríka Evrópubúa. Um er að ræða tvær milljónir fermetra lands í Murcia héraði á suð-austur Spáni í nágrenni en ferðamannastaðarins La Manga.

Innlent
Fréttamynd

Virðum ekki Fram lengur

Valsmenn segja Framara hafa brotið heiðursmannasamkomulag þegar liðið ákvað að tefla Bo Henriksen fram í leik liðsins við Val en Bo lék fyrr í sumar með Val og ein aðal forsenda þess að Henriksen fengi að fara í Fram var sú að hann léki ekki með gegn Val. Henriksen gerði bæði mörk Framara sem sigruðu 2-1 og gerðu titilvonir Vals nánast að engu.

Sport
Fréttamynd

Sprengja grandar stúlkum í Kasmír

Þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 8 ára létust þegar sprengja sem þær fundu sprakk í indverska hluta Kasmír í gær. Talið er að sprengjan sé eftir átök sem stóðu yfir í tvo mánuði á milli indverska hersins og íslamskra uppreisnarmanna á svæðinu árið 1999. Talið er að stúlkurnar hafi látist samstundis og að allt að 44 þúsund manns hafi látist í baráttu uppreisnarmanna fyrir sjálfstæði Kasmír sem varað hefur í sextán ár.

Erlent
Fréttamynd

Hús fyrir fuglaskoðara á Reykhólum

Á vef Bæjarins besta á Ísafirði er sagt frá því að verið sé að reisa fuglaskoðunarhús við Langavatn í Reykhólahreppi. Það er sveitarfélagið sem stendur að byggingu hússins með styrk frá Ferðamálaráði.

Innlent
Fréttamynd

Sandstormur í Írak

Gríðarlegur sandstormur geisar í Írak og hamlar skyggni sem nú er einungis tveir til þrír metrar. Götur í Bagdad eru að mestu leyti mannlausar og sjúkrahús eru að fyllast af sjúklingum sem eiga við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma að stríða.

Innlent
Fréttamynd

Amnesty sýnir í Blöndustöð

Á hverju sumri opnar Landsvirkjun mörg orkuver sín fyrir ferðafólki og eru þar haldnir ýmisskonar viðburðir.<span style="mso-spacerun: yes">  Í Blöndustöð á Norðvesturlandi er áhugaverð sýning Amnesty International sem opnuð var í byrjun ágúst.</span>

Innlent
Fréttamynd

Hvalhræ á reki í Faxaflóa

"Það er alveg klárt að þetta eru fituleifar og innyfli úr veiddri hrefnu," segir Viðar Helgason, leiðsögumaður á hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni, en í síðasta mánuði hafa hvalaskoðunarmenn rekist á tvö hvalahræ um það bil tveimur mílum utan við innsiglinguna í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Lítið um leyfislausa hópferðabíla

"Það er afar lítið um slík tilvik í hópbílabransanum en kannski öllu meira í annars konar verktöku," segir Sveinn Ingi lýðsson, umferðareftirlitsmaður Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sérleyfisleiðir boðnar út

Ríkiskaup hafa boðið út sérleyfisleiðir vegna áætlunar- og skólaaksturs á árunum 2006 til 2008. Alls er um að ræða fjörutíu sérleyfisleiðir um allt land og er þetta í fyrsta skipti sem allar sérleyfisleiðirnar eru boðnar út.

Innlent
Fréttamynd

Fyrri gröf Egils fundin?

Jessie Byock, prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, leggur áherslu á að vinna þeirra í Mosfellsdalnum beinist ekki að því að finna gröf Egils Skallagrímssonar. Uppgröfturinn í Mosfellsdal hefur staðið í mörg ár og kirkjan á Hrísbrú er sjötti staðurinn sem þeir grafa á.

Innlent
Fréttamynd

Unnið að brottvísun mótmælenda

Útlendingastofnun fékk í morgun gögn um tólf útlendinga sem sýslumaðurinn á Eskifirði fer fram á að verði vísað úr landi. Fólkið sem um ræðir mótmælti byggingu álvers á Reyðarfirði í síðustu viku meðal annars með því að klifra upp í krana og stöðvuðu þannig vinnu í nokkrar klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

Lögum fylgt við starfslok Andra

Það er ekkert hægt að gera ef menn gera starfslokasamning af fúsum og frjálsum vilja í stað þess að fara í fæðingarorlof. Fyrirtæki sem meina feðrum að fara í fæðingarorlof myndu vart ráða konu á barneignaraldri til starfa.

Innlent
Fréttamynd

Höfn við túnfót móður sinnar

"Þetta er svona eins og bílastæðið okkar við húsið hennar mömmu," segir Sveinn Lyngmo byggingatæknifræðingur sem hefur hannað höfn við Höfðaströnd við Ísafarðardjúp ásamt sex bræðrum sínum. Sveinn segir þá flesta hafa lagt hönd á plóg.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk kona hlýtur styrk í Noregi

Þorbjörg Hróarsdóttir hefur starfað undanfarin 10 ár við Universitetet i Tromsø, Noregi. Hún fékk nýlega stóran styrk frá Vísindaráði Noregs til málvísindarannsókna. Kallast verkefnið Syntactic Architecture.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á auknum skattsvikum

Samtök verslunar og þjónustu segja of mikla lækkun virðisaukaskatts geta stuðlað að skattsvikum. Pétur H. Blöndal segir að lækkun virðisaukaskatts á matvæli sé ekki til að draga úr offituvandanum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Árni nýtur stuðnings þingflokksins

Þingflokkur Framsóknarflokksins er fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sama réttar til ættleiðinga og tæknifrjóvgana og aðrir. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill, líkt og dómsmálaráðherra, ekki tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Skýrar reglur um greftrun ungbarna

Mjög skýrar reglur eru á Íslandi um hvað er gert við fóstur og börn sem fæðast andvana. Ekki eru taldar neinar líkur á að þær reglur séu brotnar, eins og gert var á sjúkrahúsi í París.

Innlent
Fréttamynd

Byssupúður sprakk á Akureyri

Sprenging varð í gömlu íbúðarhúsi á Akureyri í gær, en íbúarnir komust ómeiddir út. Verið er að gera húsið upp og var húsráðandi að vinna með skurðarskífu og hljóp neisti úr henni í krukku, sem var full af púðri til að hlaða skot.

Innlent
Fréttamynd

Fæðingarorlof er fyrir alla

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir fordæmi KEA, varðandi fæðingarorlofsmál fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, slæmt og að það beri að varast sjónarmið sem þetta. Hann ítrekar að lög um fæðingarorlof séu fyrir alla.

Innlent