Sport

Virðum ekki Fram lengur

Valsmenn segja Framara hafa brotið heiðursmannasamkomulag þegar liðið ákvað að tefla Bo Henriksen fram í leik liðsins við Val en Bo lék fyrr í sumar með Val og ein aðal forsenda þess að Henriksen fengi að fara í Fram var sú að hann léki ekki gegn Val. "Aðalatriðið er ekki að Bo hafi gert bæði mörk Framara, aðalatriðið er að þegar gert er heiðursmannasamkomulag við félag eða einstakling ætlast maður til þess að það standi. Það er ljóst að við virðum ekki Fram lengur sem eitt af okkar vinafélögum og nú andar köldu á milli félaganna. Þarna eru við stjórnvölin menn sem er ekki orð að marka og við treystum okkur ekki lengur til að eiga samskipti við Fram", sagði Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals í samtali við Vísi að leik Fram og Vals loknum. "Við Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Fram tókumst í hendur og gerðum samkomulag um að Henriksen myndi ekki leika gegn okkur Valsmönnum enda hefðum við aldrei leyft honum að fara í Úrvalsdeildarfélag annars." "Á föstudag hringdum við til að ítreka þetta samkomulag við Brynjar en þá segist hann aldrei hafa heyrt af þessu samkomulagi og ef hann hafi heyrt af því þá ætlaði hann sér svo sannarlega ekki að virða það. Það er náttúrulega mjög erfitt að eiga við óheiðarlega menn. Við kunnum þeim litlar þakkkir fyrir þetta," sagði Börkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×