Fimmtíu manns tóku þátt í leit sem stóð til fjögur í nótt Um 50 manns tóku þátt í umfangsmikilli leit eftir Sígríði Jóhannsdóttur sem hófst um miðnætti í gær og stóð til fjögur í nótt. Biðlað er til allra þeirra sem kunna að hafa einhverjar vísbendingar um veru hennar að hafa samband við Neyðarlínuna í síma: 112. 15.6.2025 13:25
Skorar á Unu Torfa í tilefni dagsins Þjóðgarðsvörður Þingvalla hvetur fólk til að taka saman höndum og treysta sín heit á Þingvöllum í sól og sumaryl í dag. Þar fer fram sérstök hátíðardagskrá með það fyrir stafni að hita upp fyrir þjóðhátíðardaginn á þriðjudag. 15.6.2025 12:19
„Það er svo mikið rugl í gangi“ Neytendasamtökin biðla til stjórnvalda að koma skikki á bílastæðamál hér á landi sem séu í algjörum ólestri. Fólk er hvatt til að krefjast endurgreiðslu á ólögmætum gjöldum sem bílastæðafyrirtæki leggja á. 14.6.2025 21:23
Brautskráði soninn á síðustu útskriftinni Hátt í tvö þúsund og átta hundruð kandídatar brautskráðust úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í Laugardalshöll í dag. Þetta voru síðustu brautskráningathafnir Jóns Atla Benediktssonar í embætti rektors skólans. Frá því hann tók við fyrir tíu árum hafa hátt í þrjátíu og tvö þúsund nemendur hlotið prófgráðu frá Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir tekur við rektorsembættinu af Jóni Atla þann fyrsta júlí næstkomandi. 14.6.2025 20:17
„Þetta eru alvarlegir stunguáverkar“ Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 14.6.2025 19:22
Frönsk kona grunuð um að bana dóttur sinni og eiginmanni Frönsk kona á sextugsaldri er með stöðu sakbornings grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var með alvarlega stunguáverka þegar lögreglu bar að garði. Hún er í haldi lögreglu. 14.6.2025 16:43
Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14.6.2025 11:55
Selja sinn sögufrægasta grip til að lifa af sumarið Söngskóli Sigurðar Demetz berst nú fyrir lífi sínu eftir óvænt fjárhagsvandræði. Skólinn selur sinn sögufrægasta grip en 30 ára afmæli skólans á næsta ári gæti orðið hans síðasta ef ekki verður gripið inn í. 13.6.2025 23:00
Stofnandi Viðreisnar segir Daða seilast í vasa almennings Stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra segir eignir ellilífeyrisþega færðar í vasa öryrkja með nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar snerti mest þá sem fá minnstu tekjurnar og vinna erfiðustu störfin. 13.6.2025 14:31
Segir reikninginn ekki enda hjá eldri borgurum Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir ríkið seilast í vasa almennings með nýju frumvarpi. Ellilífeyrir muni lækka á meðan öryrkjar fá hærri bætur en þeir hefðu haft í tekjur fyrir orkutap. Hann segir breytinguna skerða eignarrétt sjóðsfélaga sem brjóti gegn stjórnarskránni. 13.6.2025 11:10