Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31.7.2017 20:00
Ætla að útfæra leiðsögn fyrir krabbameinsveika Heilbrigðisráðherra vill taka upp leiðsögumenn sem myndu hjálpa krabbameinsveikum að rata um heilbrigðiskerfið. Hann ætlar að þrýsta á lækkun á þaki á greiðsluþátttöku sjúklinga og segir að ráðist verði í vinnu við krabbameinsáætlun í haust. 31.7.2017 20:00
„Topp tíu ráð fyrir krabbameinssjúka“ Kona sem var greind með krabbamein fyrr á árinu telur sjúklinga vanta leiðsögn eða trúnaðarmann sem leiði um kerfið. Á nokkrum mánuðum hefur hún þurft að leggja út tæplega 1,4 milljónir króna vegna sjúkdómsins. 30.7.2017 20:00
Saka stjórnvöld um dýraníð Samtökin Jarðarvinir saka stjórnvöld um dýraníð og hyggja á málarekstur. Þau vilja að griðartími hreindýrskálfa verði lengdur um einn mánuð og að hreindýraveiðum verði seinkað. 30.7.2017 20:00
„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29.7.2017 20:00
Panta tíma til að kæra Panta þarf orðið tíma til að leggja fram kæru hjá lögreglu en þetta var gert til að spara brotaþolum og yfirvöldum tíma. Þolendur alvarlegri brota geta þó ennþá mætt óbókaðir. 29.7.2017 20:00
„Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. 28.7.2017 20:00
Foreldrar beðið um skjól fyrir börnin Dæmi eru um að foreldrar í Reykjavík hafi beðið barnaverndanefnd um að útvega börnum sínum skjól vegna húsnæðisvanda. Barnaverndarnefnd fær tilkynningu þegar foreldrar eru bornir út úr húsnæði sínu. 28.7.2017 20:00
Núllstilling eftir ofhitnun Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í fyrsta skipti í tvö ár í síðasta mánuði og vísbendingar eru um að breytingar á markaðnum séu framundan. Fasteignasali talar um núllstillingu eftir ofhitnun markaðarins. 25.7.2017 20:30
Ekki að afhjúpa ríkisleyndarmál Prófessor í hagfræði segir þá sem hyggjast fjárfesta hér á landi þekkja kosti og galla krónunnar. Hann telur orð fjármálaráðherra, sem hefur verið sakaður um að tala niður gjaldmiðilinn, breyta þar litlu um. 25.7.2017 20:00