Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás

Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra.

Íslandsvinur frá Tonga biður fólk um að rétta fram hjálparhönd

Íslandsvinur frá Tonga segir afar erfitt að horfa upp á alla þá eyðileggingu sem hafi átt sér stað í heimalandinu í kjölfar eldgossins þar fyrr í þessum mánuði. Hann segir gríðarlegan skort ríkja og hvetur Íslendinga, og heimsbyggðina alla, til að rétta fram hjálparhönd.

„Það eru allir að boða hækkanir“

Búast má við að verðhækkanir á næstu vikum muni svipa til þeirra sem sáust eftir hrun, að sögn framkvæmdastjóra Bónus. Hins vegar sé staðan í dag sú að bæði innlendir og erlendir aðilar hafi boðað hækkanir en að í hruninu hafi það nær eingöngu átt við um innfluttar vörur. Hann segir allt gert til þess að milda hækkanirnar eins og hægt er.

Líkfundur við Sólfarið

Karlmaður fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík um hálftvöleytið í dag. Umfangsmikil leit hafði þá staðið yfir eftir að mannlaus bátur fannst í fjörunni í Engey á ellefta tímanum í morgun.

„Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk“

Við erum ekki í þessu til að negla fólk, heldur einfaldlega til að passa upp á hag okkar allra, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eftirlit með sóttvörnum er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en hátt í fimm hundruð sektir hafa verið gefnar út vegna brota á sóttvörnum.

Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana

ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum.

Gera þurfi gangskör í að uppræta stafrænt kynferðisofbeldi

Ungar stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í sívaxandi mæli. Breskur sérfræðingur í stafrænu kynferðisofbeldi segir að ríki heims þurfi að gera gangskör að því að uppræta ofbeldi af þessu tagi enda hafi þau alla burði til þess.

Einar Örn smitaður og lýsir næstu leikjum af hótelherberginu

Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson er líklega kominn í hóp covid-smitaðra í Ungverjalandi en hann greindist jákvæður á hraðprófi í morgun. Hann spyr þó að leikslokum og segir að talsvert sé um að hraðprófin gefi falskar niðurstöður.

Sjá meira