Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. janúar 2022 19:41 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Sigurjón Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Húsnæðisliðurinn vegur þungt í þessu samhengi, og eftir sögulega lága vexti hér á landi, eru þeir farnir að hækka aftur. „Við áttum nú von á því að toppurinn væri eiginlega að koma núna í janúar. Okkar spá var upp á töluvert minni verðbólgu en raunin varð, þannig að við þurfum svolítið að stilla líkönin okkar aftur og fara yfirstöðuna. Verðbólga verður vafalítið umtalsverð og fer ekki að hjaðna að ráði fyrr en lengra líður á þetta ár,” segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Til að setja þessar hækkanir í samhengi mætti taka dæmi um 30 milljón króna óverðtryggt húsnæðislán, sem upphaflega var tekið á 3,4 prósenta breytilegum vöxtum. Þar hefur greiðslubyrði farið úr 114 þúsund krónum í um 134 þúsund,. Ef vextir hækka um eitt prósent til viðbótar yrðu mánaðarlegar afborganir 154 þúsund. Það þýðir að með hverri 0,25 prósenta hækkun, hækkar lánið um fimm þúsund krónur á mánuði. Á ársgrundvelli yrði þetta tæplega 500 þúsund króna hækkun. Fá fordæmi fyrir viðlíka hækkunum „Það er svolítið nýtt í okkar umhverfi að vaxtakjörin á íbúðalánunum séu að versna, eða að vextirnir á þeim séu að hækka. Þannig að við höfum í raun ekki mörg fordæmi þar um. En þetta er vissulega allhröð hækkun sem er að verða og hefur þegar orðið og við gætum átt von á ef fram heldur sem horfir,” segir Jón Bjarki. Jón Bjarki segir mikilvægt að fólk hafi það í huga að staðan gæti versnað á næstu vikum og mánuðum. „Ég held að það sé alltaf mikilvægt af því að ef hlutirnir þróast með betri hætti heldur en útlit er fyrir núna, þá er það auðvitað glaðningur fyrir flest heimili, en það sem getur virkilega valdið þeim búsifjum er þegar greiðslubyrðin fer að ferða illviðráðanleg, þannig að það þarf alltaf fyrst og fremst að miða áætlanir við að hætta sé á verri þróun heldur en kannski spár gera ráð fyrir akkúrat núna.” Neytendur Húsnæðismál Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28. janúar 2022 09:22 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. 24. janúar 2022 19:16 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Húsnæðisliðurinn vegur þungt í þessu samhengi, og eftir sögulega lága vexti hér á landi, eru þeir farnir að hækka aftur. „Við áttum nú von á því að toppurinn væri eiginlega að koma núna í janúar. Okkar spá var upp á töluvert minni verðbólgu en raunin varð, þannig að við þurfum svolítið að stilla líkönin okkar aftur og fara yfirstöðuna. Verðbólga verður vafalítið umtalsverð og fer ekki að hjaðna að ráði fyrr en lengra líður á þetta ár,” segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Til að setja þessar hækkanir í samhengi mætti taka dæmi um 30 milljón króna óverðtryggt húsnæðislán, sem upphaflega var tekið á 3,4 prósenta breytilegum vöxtum. Þar hefur greiðslubyrði farið úr 114 þúsund krónum í um 134 þúsund,. Ef vextir hækka um eitt prósent til viðbótar yrðu mánaðarlegar afborganir 154 þúsund. Það þýðir að með hverri 0,25 prósenta hækkun, hækkar lánið um fimm þúsund krónur á mánuði. Á ársgrundvelli yrði þetta tæplega 500 þúsund króna hækkun. Fá fordæmi fyrir viðlíka hækkunum „Það er svolítið nýtt í okkar umhverfi að vaxtakjörin á íbúðalánunum séu að versna, eða að vextirnir á þeim séu að hækka. Þannig að við höfum í raun ekki mörg fordæmi þar um. En þetta er vissulega allhröð hækkun sem er að verða og hefur þegar orðið og við gætum átt von á ef fram heldur sem horfir,” segir Jón Bjarki. Jón Bjarki segir mikilvægt að fólk hafi það í huga að staðan gæti versnað á næstu vikum og mánuðum. „Ég held að það sé alltaf mikilvægt af því að ef hlutirnir þróast með betri hætti heldur en útlit er fyrir núna, þá er það auðvitað glaðningur fyrir flest heimili, en það sem getur virkilega valdið þeim búsifjum er þegar greiðslubyrðin fer að ferða illviðráðanleg, þannig að það þarf alltaf fyrst og fremst að miða áætlanir við að hætta sé á verri þróun heldur en kannski spár gera ráð fyrir akkúrat núna.”
Neytendur Húsnæðismál Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28. janúar 2022 09:22 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. 24. janúar 2022 19:16 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28. janúar 2022 09:22
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29
Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. 24. janúar 2022 19:16
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent