Fréttamaður

Snorri Másson

Nýjustu greinar eftir höfund

„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“

Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu.

Renndi sér niður af þaki framhalds­skólans

Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan.

Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag

Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta.

Draumurinn rættist og hluti af honum eru svakaleg áhættuatriði

„Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ segir Eiríkur Helgason snjóbrettakappi, sem ásamt bróður sínum Halldóri rekur í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding.

„Innræting er ekki orð sem við notum“

Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir í Íslandi í dag: „Ef ég væri Sigmundur Davíð myndi mér ekki þykja þægilegt að vera settur á sömu glæru og þessir þarna.“

Óheppilegt myndband virðist vera að leiða til afsagnar ráðherrans

Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hún birti það sem verður að heita óheppileg áramótakveðja til Þjóðverja á gamlársdag. Sumir hafa gengið svo langt að óska eftir afsögn hennar og nú herma þýskir miðlar að af henni verði. Lambrecht sé á leið úr þýsku stjórninni.

„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“

Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út.

Sjá meira