Blaðamaður

Sigurður Mikael Jónsson

Sigurður Mikael er blaðamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði

Skiptum er lokið á þrotabúi fyrirtækjanna Smálána og Kredia sem bæði voru úrskurðuð gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Lýstar kröfur í búin tvö námu á fimmta hundrað milljónum. Smálánaváin lifir enn úr dönsku skjóli.

Áfall að heyra af morðinu í Mehamn

Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður.

Mikill munur á verði matvöru netverslana

Verulegur verðmunur getur verið á milli netverslana með matvöru samkvæmt verðathugun Fréttablaðsins. Þrjú fyrirtæki sérhæfa sig helst í matvöru á netinu. Framkvæmdastjóri Bónuss segist ekki geta farið í netverslun sem sakir standa.

Svartur mars í uppsögnum

Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp.

Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna

Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna.

Greiddu með hverjum farþega

Kostnaður Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar við hvern farþega í tilraun með siglingar þeirra á milli árið 2017 nam átta þúsund krónum.

Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf

Eyþór Arnalds furðar sig á að það hafi tekið borgina rúma fjóra mánuði að svara fyrirspurn Sjálfstæðismanna í borgarráði um Banksy-mál Jóns Gnarr. Tafirnar sýni að málið var óþægilegt. Pantaði sjálfur Banksy-plaköt á netinu

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.