Viðskipti innlent

Eigendur spenna bogann með metarðgreiðslu

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Gísli Gíslason hafnarstjóri segir ljóst að afkoman í ár verði ekkert í líkingu við afkomuna í fyrra.
Gísli Gíslason hafnarstjóri segir ljóst að afkoman í ár verði ekkert í líkingu við afkomuna í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór
„Við ráðum við þetta núna, þetta sleppur til eins og maður segir,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, aðspurður hvort eigendur séu að skera sér of stóra sneið með arðgreiðslu upp á 694 milljónir króna í ár. Gísli segir fyrirtækið, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, hafa kallað eftir í því mörg ár að eigendur setji sér skýra arðgreiðslustefnu til framtíðar.Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík í stjórn Faxaflóahafna, vöruðu við upphæð arðgreiðslunnar í bókun á fundi stjórnar fyrir helgi. Aðrir fulltrúar eigenda í stjórn segja fyrirtækið hins vegar hafa alla fjárhagslega burði til að standa undir arðgreiðslunni, sem nemur 50 prósentum af reglulegum hagnaði ársins 2018 og 25 prósentum af óreglulegum hagnaði.Aðspurður segir Gísli að árið 2018 hafi að sumu leyti verið óvenjulegt hvað afkomu varðar, enda er tillagan um arðgreiðslu nær tvöfalt hærri en síðustu tvö ár þar á undan og fjórfalt hærri en árið þar áður. „Það var tekjuauki af farþegaskipum og síðan af auknum flutningum. Við sáum um mitt ár í fyrra að það var komið ákveðið jafnvægi. Við sjáum ekki fram á að árið 2019 verði með sama hætti og 2018. Þá er maður ekki að spá neinum heimsenda en það verður ekki sama afkoma í ár,“ segir Gísli.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0
4
52.475
MAREL
0
8
69.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-4,56
10
126.705
REITIR
-4,03
6
42.780
REGINN
-3,09
15
82.623
SJOVA
-2,88
8
33.092
VIS
-2,16
6
80.631
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.