Blaðamaður

Sigurður Mikael Jónsson

Sigurður Mikael er blaðamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði

Skiptum er lokið á þrotabúi fyrirtækjanna Smálána og Kredia sem bæði voru úrskurðuð gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Lýstar kröfur í búin tvö námu á fimmta hundrað milljónum. Smálánaváin lifir enn úr dönsku skjóli.

Áfall að heyra af morðinu í Mehamn

Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður.

Mikill munur á verði matvöru netverslana

Verulegur verðmunur getur verið á milli netverslana með matvöru samkvæmt verðathugun Fréttablaðsins. Þrjú fyrirtæki sérhæfa sig helst í matvöru á netinu. Framkvæmdastjóri Bónuss segist ekki geta farið í netverslun sem sakir standa.

Svartur mars í uppsögnum

Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp.

Greiddu með hverjum farþega

Kostnaður Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar við hvern farþega í tilraun með siglingar þeirra á milli árið 2017 nam átta þúsund krónum.

Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf

Eyþór Arnalds furðar sig á að það hafi tekið borgina rúma fjóra mánuði að svara fyrirspurn Sjálfstæðismanna í borgarráði um Banksy-mál Jóns Gnarr. Tafirnar sýni að málið var óþægilegt. Pantaði sjálfur Banksy-plaköt á netinu

Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn

Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins.

Sjá meira