Dapurlegt að hjólastólar skemmist og fólki þurfti að bíða lengi eftir þeim á Keflavíkurflugvelli Formaður Öryrkjabandalagsins segir það dapurlegt að hjólastólar skemmist í flugi og að fólk þurfi að bíða lengi eftir afhendingu þeirra eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkert nýtt að fólk kvarti yfir þessari þjónustu sem sé óboðleg. 6.5.2019 12:00
Fjögurra hæða blokk reist á hálfum mánuði Fjögurra hæða fjölbýlishús var reist í Reykjanesbæ á aðeins hálfum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem byggð er blokk úr timbureiningum hér á landi, en þær komu til landsins í nóvember og fólk er þegar flutt inn í nokkrar íbúðir hússins. 5.5.2019 19:30
Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli eftir sérútbúnum hjólastól sínum Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Maðurinn var með lungnabólgu og segir að sér hafi liðið hræðilega á meðan hann beið. 5.5.2019 18:45
Tæplega tveggja tíma bið eftir strætó í Landeyjahöfn Formaður stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir til greina koma að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóferðir í tengslum við siglingar Herjólfs. Kostnaður hafi hækkað um sex milljónir króna á þessu ári vegna lokunar Landeyjahafnar. 5.5.2019 12:15
Hluti erlendu starfsmanna WOW air farinn aftur heim Stór hluti þeirra sem hafa misst vinnuna eftir gjaldþrot WOW air eru erlendir ríkisborgarar, segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Sumir erlendu starfsmenn WOW air hafi snúið aftur til heimalandsins. 4.5.2019 18:45
Tvö hundruð milljóna króna styrkur til að rannsaka ofvirka þvagblöðru Fyrirtækið Saga Natura framleiðir fæðubótarefni úr smáþörungum og ætihvönn. 4.5.2019 14:40
Sjö af hverjum tíu innflytjendum vilja persónulega þjónustu Sjö af hverjum tíu innflytjendum vilja fá persónulega þjónustu en ekki eingöngu þjónustu í gegnum síma eða tölvu. Þetta er meðal niðurstaðna í nýju meistaraverkefni um bætta innflytjendaþjónustu í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum segir þörf á því að geta veitt innflytjendum margvíslega þjónustu á einum stað. 4.5.2019 12:15
Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. 1.5.2019 19:30
Íslenskur nemandi segir árásarmanninn hafa verið ósáttan við kennara í skólanum Tveir létust og nokkrir særðust í skotárás á svæði háskóla Norður Karólínu í Charlotte í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Íslenskur námsmaður í skólanum segir ofsahræðslu hafa gripið um sig. Árásarmaðurinn hafi verið ósáttur við kennara í skólanum. 1.5.2019 18:45
Landvernd vill hvorki stærri Keflavíkurflugvöll né fleiri ferðamenn Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins. 1.5.2019 14:30