Sighvatur Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjögurra hæða blokk reist á hálfum mánuði

Fjögurra hæða fjölbýlishús var reist í Reykjanesbæ á aðeins hálfum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem byggð er blokk úr timbureiningum hér á landi, en þær komu til landsins í nóvember og fólk er þegar flutt inn í nokkrar íbúðir hússins.

Tæplega tveggja tíma bið eftir strætó í Landeyjahöfn

Formaður stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir til greina koma að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóferðir í tengslum við siglingar Herjólfs. Kostnaður hafi hækkað um sex milljónir króna á þessu ári vegna lokunar Landeyjahafnar.

Hluti erlendu starfsmanna WOW air farinn aftur heim

Stór hluti þeirra sem hafa misst vinnuna eftir gjaldþrot WOW air eru erlendir ríkisborgarar, segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Sumir erlendu starfsmenn WOW air hafi snúið aftur til heimalandsins.

Sjö af hverjum tíu innflytjendum vilja persónulega þjónustu

Sjö af hverjum tíu innflytjendum vilja fá persónulega þjónustu en ekki eingöngu þjónustu í gegnum síma eða tölvu. Þetta er meðal niðurstaðna í nýju meistaraverkefni um bætta innflytjendaþjónustu í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum segir þörf á því að geta veitt innflytjendum margvíslega þjónustu á einum stað.

Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu.

Landvernd vill hvorki stærri Keflavíkurflugvöll né fleiri ferðamenn

Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins.

Sjá meira