Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1.5.2019 12:30
Vegagerðin hafi neyðst til að innkalla bankaábyrgð til að tryggja fjárfestingu Vegagerðin segist hafa neyðst til að innkalla bankaábyrgð vegna nýsmíði Herjólfs til að tryggja fjárfestingu ríkisins í verkefninu. Skipasmíðastöðin hafi áður í smíðaferlinu framlengt bankaábyrgðir á allra síðustu stundu. 30.4.2019 19:00
Stefnt að opnun Landeyjahafnar á fimmtudag Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag. 30.4.2019 14:30
Vegagerðin innkallaði bankaábyrgðir vegna nýs Herjólfs Íslenska ríkið hefur krafist þess að skipasmíðastöðin Crist í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf endurgreiði þann kostnað sem greiddur hefur verið vegna smíði skipsins. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir þetta ígildi riftunar samnings um nýsmíðina. 30.4.2019 12:00
Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. 29.4.2019 20:00
Myndavélakerfi þurfi í fiskiskip til að koma í veg fyrir brottkast Fiskistofustjóri telur myndavélakerfi í skipum og bátum nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að fiski sé kastað aftur í hafið. Alls eru sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts afla. 29.4.2019 18:45
Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. 29.4.2019 12:00
Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til að þrýsta á innköllun Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til Ópal sjávarfangs um innköllun á vörum fyrirtækisins þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun eftir að staðfest hafði verið um listeríu í afurðum. Eigandi Ópal sjávarfangs segir að fylgst sé með framleiðslu fyrirtækisins í samstarfi við Matvælastofnun og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit. 26.4.2019 12:30
Margt í starfsháttum starfsmannaleigu kalli á lögreglurannsókn Lögmaður segir margt við starfshætti starfsmannaleigunnar Menn í vinnu kalla á lögreglurannsókn. Meðal annars þurfi að skoða persónulega ábyrgð stjórnenda leigunnar vegna vangoldinna launa. 25.4.2019 19:15
Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25.4.2019 19:00