Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan

Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn.

Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon

Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns.

Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu

Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi.

Auka vernd uppljóstrara hjá Reykjavíkurborg

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt reglur um verklag vegna uppljóstrunar starfsmanna um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi. Það felur í sér að lög um vernd uppljóstrara hafa verið innleidd með reglum, verklagsreglum og uppljóstrunargátt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Einn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hoppukastali tókst á loft með hátt í 100 börn innanborðs. Eigandinn hoppukastalans segist bera fulla ábyrgð á þessum harmleik. Rætt verður við hann og lögreglustjórann á Norðurlandi eystra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þetta slys.

Fundu mannlausan bát á Álftavatni

Mannlaus bátur fannst á Álftavatni, rétt ofan við Þrastarlund, í kvöld og er óttast að bátsverjar hafi fallið frá borði. Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út vegna bátsins.

Sjá meira