Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5.7.2021 13:01
Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. 5.7.2021 11:07
Leirgos líklegasta skýringin á sprengingunni í Kaspíahafi Forsvarsmenn SOCAR, ríkisolíufyrirtækis Aserbaídsjan, segja svokallað leirgos vera líklegustu skýringuna fyrir sprengingunni í Kaspíhafi í gær. Mikið eldhaf lýsti upp himininn á svæðinu og vakti mikla furðu. 5.7.2021 09:41
Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1.7.2021 20:06
Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1.7.2021 19:01
Auka vernd uppljóstrara hjá Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt reglur um verklag vegna uppljóstrunar starfsmanna um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi. Það felur í sér að lög um vernd uppljóstrara hafa verið innleidd með reglum, verklagsreglum og uppljóstrunargátt. 1.7.2021 18:27
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Einn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hoppukastali tókst á loft með hátt í 100 börn innanborðs. Eigandinn hoppukastalans segist bera fulla ábyrgð á þessum harmleik. Rætt verður við hann og lögreglustjórann á Norðurlandi eystra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þetta slys. 1.7.2021 18:17
Þrjátíu og tveimur sagt upp hjá Agustson í Stykkishólmi Starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækisins Agustson ehf. í Stykkishólmi var sagt upp um mánaðamótin. Um 32 starfsmenn er að ræða og var þeim tilkynnt um uppsagnirnar á fundi í gær. 1.7.2021 17:54
Fundu mannlausan bát á Álftavatni Mannlaus bátur fannst á Álftavatni, rétt ofan við Þrastarlund, í kvöld og er óttast að bátsverjar hafi fallið frá borði. Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út vegna bátsins. 30.6.2021 22:44
Kínverjar sagðir byggja fjölda byrgja fyrir langdrægar eldflaugar Kínverjar eru sagðir vera að byggja allt að 119 eldflaugabyrgi í eyðimörk í vesturhluta landsins. Byrgi þessi gætu hýst langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. 30.6.2021 22:30