Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Donald Rumsfeld er dáinn

Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak.

Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð

Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær.

Allison Mack dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir kynlífsþrælkun

Allison Mack, fyrrverandi leikkona sem er þekktust fyrir þættina Smallville, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm (borið fram Nexium). Hún játaði árið 2019 að hafa aðstoðað Keith Raniere, forsvarsmann „sjálfshjálparhópsins“ að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður fjallað um hóp kvenna, sem telur á þriðja tug, sem hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála.

Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst

Vísindamenn Geimvísindastofnana Bandaríkjanna og Evrópu (NASA og ESA) telja sig nærri því að leysa ráðgátuna um metan á Mars, þó stórum spurningum sé enn ósvarað. Allt frá því gasið greindist fyrst á plánetunni rauðu hafa vísindamenn leitað að uppruna þess, sem gæti mögulega verið lífverur eða hitavirkni neðanjarðar.

Varar við borgarastyrjöld í Afganistan

Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu.

Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu

Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku.

Fékk skilaboð frá nauðgara sínum sem stendur nú frammi fyrir handtöku

Lögregluþjónar í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum gáfu í dag út handtökuskipun gegn manni fyrir meinta nauðgun árið 2013. Nærri því átta ár eru síðan kona fór til lögreglunnar og sagði manninn hafa nauðgað sér en hann varð aldrei ákærður. Fyrir um ári síðan fékk hún skilaboð frá manninum sem hófust á orðunum: „Svo ég nauðgaði þér.“

„Grensársvegur“ verður ekki lengi uppi

Búið er að panta nýtt götuskilti eftir að stafsetningarvilla á nýju götuskilti við Grensásveg kom í ljós. Mistökin hafa vakið mikla athygli netverja á undanförnum sólarhring.

Sjá meira