Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tillögu um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur vísað til velferðarráðs

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur til velferðarráðs. Tillagan felur í sér að koma á fót nýju neyðarathvarfi fyrir heimilislausar konur í formi herbergjagistingar og yrði starfrækt með skaðaminnkandi nálgun.

Vilj­a þreif­a á sýnd­ar­heim­um fram­tíð­ar­inn­ar

Síðastliðin sjö ár hafa starfsmenn Reality Labs, dótturfyrirtækis Meta (áður Facebook), unnið að því að svara þeirri spurningu hvernig fólk á að skynja sýndarheima framtíðarinnar. Hvernig fólk eigi að snerta stafræna hluti og jafnvel annað fólk.

Aron, Freyja og Andrea vinsælustu nöfnin í fyrra

Aron var vinsælasta nafn barna sem fæddust á síðasta ári, 2020. 48 drengir voru nefndir Aron. Meðal stúlkna Freyja og Andrea vinsælustu nöfnin en 28 stúlkur voru nefndar Freyja og 28 Andrea.

Queens: Taka tangó og spila Resident Evil 5

Móna og Valla eru mættar aftur og ætla að spila samvinnuleikinn Operation Tango. Þetta er þó líklegast í síðasta sinn þar sem aðeins eitt verkefni er eftir í leiknum en í honum stíga stelpurnar í spor alþjóðlegra njósnara sem þurfa að leysa ýmis verkefni í sameiningu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Mánudagsstreymið: Squid Game og glænýr Battlefield

Það verður nóg um að vera í mánudagsstreymi GameTíví í kvöld. Strákarnir ætla að byrja á að keppa í Squid Game leiknum Crab Game. Eftir það verður hinn glænýi Battlefield 2042 prófaður.

Britney loks orðin frjáls

Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi.

Sjá meira