Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22.6.2021 07:01
Þegar að sjálfsmyndin hrynur við atvinnumissi Það er frábært þegar að vel gengur. Góð vinna, góður vinnustaður, góðir vinnufélagar, jafnvel góð laun. Vinir og vandamenn samgleðjast okkur í velgengninni. Starfið okkar eykur sjálfstraustið, við erum stolt af því hvað við gerum og hver við erum. 21.6.2021 07:01
Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18.6.2021 07:00
Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16.6.2021 07:01
Eitraðir stjórnunarhættir vinnustaða Síðustu árin höfum við heyrt mikið um það hvernig vinnustaðir hafa innleitt stefnur og verklag til að sporna við hegðun eins og áreitni á vinnustöðum, einelti og fleira. Eins fjölgar þeim vinnustöðum í sífellu sem sýnilega eru að leggja markvissa áherslu á heilsu og líðan starfsfólks. 15.6.2021 07:00
Tvær duglegar þjóðir með sama húmor og vinna vel saman „Við getum í rauninni ekki alveg skýrt það út hvers vegna Íslendingar og Króatar eiga svona auðvelt með að vinna saman. Mögulega er skýringin sú að við erum tvær litlar þjóðir sem höfum þurft að leggja hart að okkur og vera hugrökk og frumleg í því að móta okkar sérstöðu í stórum heimi,“ segir Vlatka Sipos, ein af fjórum stofnendum króatíska fyrirtækisins Resonate, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur unnið fyrir fjölmörg íslensk nýsköpunarfyrirtæki. „Kannski er skýringin bara sú að báðar þjóðirnar eru með svo frábæran húmor,“ segir Vlatka hlæjandi og bætir við: „Reyndar stundum svolítið kaldhæðinn húmor!“ 14.6.2021 07:01
Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12.6.2021 10:00
Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11.6.2021 07:00
Starfsfólk, hluthafar, fjölmiðlar og fleiri eiga að geta nýtt skýrslurnar „Þó samfélagsskýrslur þurfi að vera nokkuð ítarlegar, rökstuddar og byggðar á vísindalegum grunni má það ekki taka lesandann of langan tíma að fá skýra heildarmynd,“ segir Tómas Möller, formaður dómnefndar um val á Samfélagsskýrslu ársins 2021. 10.6.2021 07:00
Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9.6.2021 09:01