Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9.6.2021 09:01
Samfélagsskýrsla ársins 2021: Aðkoma og eljusemi starfsfólks skiptir máli Í gær hlutu viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021 fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö fyrirtæki hljóta verðlaunin en að þeim standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA. 9.6.2021 07:00
„Einn takki til að sjá rétt laun” „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. 7.6.2021 07:00
Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5.6.2021 10:01
Bólusettir en Covidþreyttir samstarfsfélagar Það neita því fæstir að heimsfaraldurinn hefur tekið á. Sóttvarnarreglur, boð og bönn, fjarvinna, lokun vinnustaða, hólfaskiptir vinnustaðir, öðruvísi matartímar, atvinnumissir, jólakúlur, páskakúlur, grímuskylda og spritt. 4.6.2021 07:01
Eitrað andrúmsloft getur haft langtímaáhrif Eitrað andrúmsloft á vinnustað á sér margar birtingarmyndir. Við höfum heyrt af málum eins og einelti, samskiptaörðugleikum á milli vinnufélaga, vinnustaðamenningu sem samþykkir almennt baktal um náungann, kynþáttfordómum og öðrum fordómum (til dæmis vegna aldurs, kynhneigðar eða fitufordómar) og fleira. 3.6.2021 07:00
Algengast að vinnustaðir vilji auka ánægju starfsfólks og bæta þjónustu „Það var ánægjulegt að sjá áherslu svarenda á ánægju starfsmanna, bæði sem helstu stefnumarkandi áskorun vinnustaða og helsta markmið hvað varðar starfsþróun,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal stjórnenda í mars síðastliðnum. Niðurstöðurnar sýna að mikil vitundavakning hefur orðið á vinnumarkaði um mikilvægi þess að bæta andlega líðan og heilsu starfsfólks og stuðla þannig að vaxandi árangri vinnustaða. 2.6.2021 07:01
Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1.6.2021 07:01
Nánast með doktorspróf í þrautseigju og þolinmæði „Zeto er í raun fjölskyldufyrirtæki, stofnað af mér, móður minni, Fjólu Sigurðardóttur og móðurbróður, Steindóri Rúniberg Haraldssyni árið 2016. Það er Steindór sem hefur þróað þaraþykknið sem við notum í vörurnar okkar,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, einn stofnandi Zeto. Fyrirtækið er þessa dagana að kynna nýtt vatnslaust sjampó. 31.5.2021 07:00
Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29.5.2021 10:01