Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Engin óeining innan raða VR

Ekkert ó­sætti er innan stjórnar VR með á­kvörðun formannsins um að ganga út af þingi Al­þýðu­sam­bandsins eða bolla­leggingar hans um að draga VR úr Al­þýðu­sam­bandinu. Sú um­ræða­mun ekki eiga sér stað fyrr en eftir kjara­samnings­við­ræðurnar.

Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjara­við­ræður

Búast má við hörðum fram­boðs­slag á þingi Al­þýðu­sam­bandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur for­seti sam­bandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikil­vægum mál­efnum og marka stefnu fyrir komandi kjara­við­ræður.

Stressuð að byrja í ís­lenskum skóla

Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 

Strengur í hjarta Reykja­víkur úti vegna álags

Bygginga­fram­kvæmdir og þétting byggðar í Reykja­vík hafa valdið víð­tækum raf­magns­truflunum síðustu vikur. For­stöðu­maður hjá Veitum segir að auka þurfi sam­starf við verk­taka svo raf­magns­bilanir verði ekki al­gengari sam­hliða aukinni upp­byggingu.

Þétting byggðar ein helsta or­sök tíðra raf­magns­bilana

Bygginga­fram­kvæmdir sem fylgja þéttingu byggðar eru helsta or­sök ó­venju tíðra raf­magns­bilana sem hafa hrjáð íbúa mið­bæjar og Vestur­bæjar upp á síð­kastið. Veitinga­maður segist hafa tapað gríðar­legum fjár­munum vegna raf­magns­leysisins í gær.

Fólk ætti að búa sig undir raf­magns­leysi á morgun

Búist er við miklu ó­veðri fyrir norðan á morgun og hefur Veður­stofan fært appel­sínu­gula við­vörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undir­búningur er í gangi á Akur­eyri til að koma í veg fyri flóða­á­stand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á raf­magns­leysi á svæðinu á morgun.

Fékk ís­lenskt nafn og ævin­týra­lega fæðingar­sögu

Frönsk kona sem hefur setið föst á Íslandi í tvo mánuði eftir að hafa misst vatnið óvænt í ferðalagi fæddi fyrirbura á Landspítalanum í síðustu viku. Hún hefur nú gefið honum íslenskt millinafn og er staðráðin í að sýna honum Ísland einn daginn.

Sjá meira