Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um 900 starfsmenn Árborgar fá 8.500 króna gjafakort

Hver og einn starfsmaður hjá Sveitarfélaginu Árborg mun á næstu dögum fá að gjöf gjafakort að upphæð 8.500 krónur. Um 900 starfsmenn er að ræða. Hvatt er til þess að inneignin á gjafakortinu verði notaðu á heimaslóðum.

Herdís Magna er nýr formaður kúabænda

Herdís Magna Gunnarsdóttir frá Egilsstöðum á Héraði er nýr formaður Landssambands kúabænda. Hún er  33 ára og býr á Egilsstaðabúinu með manni sínum, Sigbirni Þór Birgissyni og drengjum þeirra. Herdís er fyrsta konan til að gegna stöðu formanns hjá kúabændum.

Umferðaröngþveiti við jólahús í Hveragerði

Húsið við Réttarheiði 17 í Hveragerði vekur mikla athygli en það er ríkulega jólaskreytt af eiganda hússins, Gunnari Sigurðssyni. Mikil umferð er í kringum húsið síðdegs og á kvöldinn þar sem fólk er að skoða skreytingarnar.

Sex ára hestasirkusstelpa

Svala Björk Hlynsdóttir, sex ára á Selfossi hefur mikinn áhuga á hestum og getur riðið þeim öllum gangtegundum. Þá finnst henni mjög gaman að gera sirkusatriði á merinni Viðju. Hún ætlar að sjálfsögðu að vera hestakona þegar hún verður fullorðin.

Hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til framkvæmda

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hvetur sveitarfélög á svæðinu til framkvæmda á tímum Covid-19. Þá vill hún sjá stærri eða smærri sameiningar sveitarfélaga á Suðurlandi.

Ofurkýrin Staka með 14 þúsund lítra af mjólk

Kýrin Staka í fjósinu í Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi er einstakur gripur, sem mjólkar mest allra kúa á Suðurlandi eða um 14 þúsund lítra á síðustu tólf mánuðum.

Ungbörnum fjölgar og fjölgar í Mýrdal

Ekki er hægt að kvarta undan frjósemi íbúa Mýrdalshrepps því þar hafa fæðst tólf börn það sem af er ári og von er á fleiri barnsfæðingum á næstunni.

Sjá meira