Fréttamaður

Jóhann K. Jóhannsson

Jóhann er fréttamaður í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað

Fatnaður lögreglumanna hefur verið eitt af aðal deilumálum embættisins við lögreglufélög og lögregluembætti frá því snemma á þessu ári en um langa hríð hafa embættin sjálf séð um innkaup fyrir lögreglumenn í sínu embætti og því engin stefna á landsvísu hvernig klæðnaður lögreglumanna skuli keyptur.

Garnaveiki í sauðfé á Tröllaskaga

Tilfellið uppgötvaðist við smölun um síðustu helgi og eftir að héraðsdýralæknir hafði skoðað kindina, sem var grunuð um að vera smituð, var henni lógað, sýni tekið úr henni og sent til greiningar á Keldum. Sýnið reyndist jákvætt með tilliti til garnaveiki.

Skaftárhlaup sem hófst fyrir þremur dögum er enn í gangi þó lítið sé

Náttúruvársérfræðingur sagði að í samtölum sínum við landverði í Hólaskjóli hafi komið fram að Skaftá sé óvenjulega gruggug en hvort mikill aur hafi borist niður liggur ekki fyrir. Skaftárhlaup sem hóst fyrir þremur dögum er enn í gangi. Ekki er hægt að segja til um hvort hlaupið hafi náð hámarki sínu, en það sé mjög lítið.

Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra

Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri.

Ástandið á flakinu gerir rannsakendum erfitt fyrir

Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.