Hersir Aron Ólafsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Sólarferðir seljast vel í vonda veðrinu

Sala á sólarlandaferðum hefur tekið kipp undanfarnar vikur samhliða slæmu veðri víða á landinu. Forstjórar ferðaskrifstofa segja algengt að ferðir séu bókaðar kvöldið fyrir brottför þegar spáð er roki og rigningu.

Íslensk fyrirtæki finna fyrir breytingum í vikunni

Ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi næsta föstudag mun strax hafa mikil áhrif á fjölmörg íslensk fyrirtæki. Forstjóri Persónuverndar segir að í reglugerðinni felist gríðarleg réttarbót fyrir evrópskan almenning.

Segir röngum upplýsingum kerfisbundið dreift

Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman.

Vongóð um samstarf við Kára

Meira en tuttugu þúsund Íslendingar hafa skráð sig á vef Íslenskrar erfðagreiningar þar sem sækja má upplýsingar um stökkbreytingu í BRCA2 geninu. Landlæknir er vongóður um samstarf og telur æskilegt að úrræðið sé á forræði heilbrigðiskerfisins. Erfðaráðgjafi varar þó við að vefurinn geti veitt falskt öryggi.

Segir tillögur sínar ekki tengjast komandi kosningum

Borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir tillögu sína um afturköllun á lóð Félags múslima ekki tengjast komandi kosningum. Hún vilji einfaldlega fylgja málinu eftir, enda sé félagið komið framyfir fresti til að byggja mosku.

Vonar að vefurinn hjálpi sem flestum

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vonar að nýr vefur fyrirtækisins geti hjálpað að minnsta kosti hluta þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA2 geninu. Það hafi verið rétt ákvörðun að opna slíkan vef frekar en að bíða eftir svipuðu úrræði hins opinbera. Enn væri þó best að að nálgast einstaklingana að fyrra bragði.

Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustu

Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu.

Sjá meira