Hersir Aron Ólafsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala

Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs.

Segir að huga megi betur að sviðsetningunni

Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins.

„Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum“

Til stendur að perla að minnsta kosti fjögur þúsund armbönd í íslensku fánalitunum í stúkunni við Laugardalsvöll í dag. Átakið fer fram til styrktar ungu fólki með krabbamein, og ætla landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu meðal annars að etja kappi í armbandagerð.

Gagnrýnir málflutning ASÍ um iðgjöld ökutækjatrygginga

Verkefnastjóri hjá ASÍ segir tryggingafélög hækka iðgjöld þvert á þróun neysluverðs og annarra mikilvægra þátta. Félögin greiði út háan arð í stað þess að láta viðskiptavini njóta hagnaðar af rekstrinum. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja gagnrýnir málflutning ASÍ og segir ekki horft til réttra þátta.

Telur hótanir ekki vænlegar til árangurs

Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi.

Segir Miklubraut í stokk geta beðið

Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur.

Sjá meira