Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13.5.2018 20:00
Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13.5.2018 15:45
Segir Reykjavík vera borg auðjöfra og ferðamanna Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að Reykjavík sé orðin borg auðjöfra og ferðamanna. Hún segir ástandið verra en nokkru sinni fyrr og vill setja fólkið í fyrsta sæti. 12.5.2018 20:00
„Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum“ Til stendur að perla að minnsta kosti fjögur þúsund armbönd í íslensku fánalitunum í stúkunni við Laugardalsvöll í dag. Átakið fer fram til styrktar ungu fólki með krabbamein, og ætla landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu meðal annars að etja kappi í armbandagerð. 12.5.2018 12:45
Gagnrýnir málflutning ASÍ um iðgjöld ökutækjatrygginga Verkefnastjóri hjá ASÍ segir tryggingafélög hækka iðgjöld þvert á þróun neysluverðs og annarra mikilvægra þátta. Félögin greiði út háan arð í stað þess að láta viðskiptavini njóta hagnaðar af rekstrinum. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja gagnrýnir málflutning ASÍ og segir ekki horft til réttra þátta. 11.5.2018 20:30
Forsætisráðherra drap biskup við skákborðið Forsætisráðherra drap biskup við Reykjavíkurhöfn í dag. Þó var aðeins um skákmann að ræða, en skákmaraþon Hróksins til styrktar börnum í Jemen hófst í morgun. 11.5.2018 20:00
„Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8.5.2018 22:09
Íslendingur fékk „óskarsverðlaun“ flugsins Einkaþota með fallhlíf sem hönnuð var undir stjórn íslensks flugverkfræðings hlaut á dögunum hin virtu Collier verðlaun vestanhafs. 3.5.2018 20:56
Telur hótanir ekki vænlegar til árangurs Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi. 2.5.2018 20:00
Segir Miklubraut í stokk geta beðið Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. 2.5.2018 20:00