Fréttamaður

Hersir Aron Ólafsson

Hersir er dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag.

Nýjustu greinar eftir höfund

Uggandi yfir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

Forstjóri Kynnisferða segir bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um rútustæðagjöld við Leifsstöð skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Þannig séu Kynnisferðir í beinni samkeppni í flugrútuakstri við fyrirtæki sem engin gjöld greiða á gildistíma ákvörðunarinnar. Með ákvörðuninni var ISAVIA gert að hætta tímabundið gjaldtöku í svokölluð fjarstæði við Leifsstöð.

Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum

Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða.

Fengu ekki leyfi til að nota lestur Katrínar í auglýsingu

Ríkisútvarpið bað forsætisráðherra ekki um leyfi til að nota lestur hennar á broti úr þjóðsöng Íslands í auglýsingaskyni. Forsætisráðuneytið hefur auglýsinguna nú til skoðunar vegna mögulegra brota á lögum um þjóðsönginn, en ráðherra kveðst ekki vanhæf til að fjalla um málið.

Óska eftir undanþágu fyrir ókyngreind klósett

Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur mun óska eftir undanþágu eða breytingu á reglugerð til að geta gert salerni á skrifstofum borgarinnar ókyngreind. Formaðurinn segir gildandi reglur úr takti við tíðarandann og telur nauðsynlegt að taka meira tillit til hópa á borð við trans- og intersex fólk.

Borga hálfa milljón á mánuði fyrir neysluna

Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík segir stöðu þeirra sem háðir eru morfínskyldum lyfjum hafa stórversnað samhliða átaki yfirvalda um að koma efnunum af svörtum markaði. Kostnaður við neysluna nemi oft um hálfri milljón á mánuði og notendur leiðist í auknum mæli út í glæpi og kynlífsvinnu.

Segist tilneyddur til að sættast: „Gáfumst upp á þessum slag“

Á þriðja hundrað skrautfuglar úr gæludýraversluninni Dýraríkinu voru aflífaðir í gær eftir harðar deilur við Matvælastofnun undanfarna mánuði. Lögfræðingur stofnunarinnar segir sátt hafa náðst um málið, en eigandi Dýraríkisins segist einfaldlega hafa gefist upp.

Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin

Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða.

Sjá meira