Fréttamaður

Hersir Aron Ólafsson

Hersir er dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir tillögurnar geta breytt internetinu til hins verra

Umdeildum breytingum á evrópskri höfundaréttarlöggjöf var frestað á Evrópuþinginu í dag. Málið verður tekið fyrir á ný í september, en fyrrum þingmaður Pírata segir frumvarpið til þess fallið að breyta internetinu til hins verra. Framkvæmdastjóri STEFs segir það hins vegar mikla réttarbót fyrir höfunda.

Segjast eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu

Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.

Ljósmæður kjósa um yfirvinnubann á morgun

Formaður kjaranefndar ljósmæðra segir líklegt að fyrirhugað yfirvinnubann hefjist um miðjan júlí. Hún kveðst þó bjartsýn eftir fund með forsætisráðherra í dag, en ráðherrann segir mikilvægt að horfa heildstætt á komandi kjaraviðræður.

Segir lyfið ekki töfralausn fyrir alla astmasjúklinga

Sérfræðilæknir segir vonir bundnar við að líftæknilyf geti nýst í auknum mæli í baráttunni við astma. Ekki sé þó um neinar töfralausnir að ræða, en þau lyf sem nú séu í boði nýtist aðeins litlum hluta astmasjúklinga.

Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV

Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu.

Sjá meira