Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Fjölmargar vefsíður lágu niður klukkutímum saman í dag vegna bilunar hjá einni vefþjónustu. Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir mikilvægt að stofnanir séu með góðar varaleiðir, sem hægt sé að grípa í þegar bilun sem þessi kemur upp, svo nauðsynleg þjónusta liggi ekki niðri. 18.11.2025 20:30
Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Samtök iðnaðarins segja óásættanlegt að íslenskir kísilframleiðendur þurfi að fylgja íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins en loka eigi á aðgang þeirra að Evrópumarkaði. Verði af verndarráðstöfunum þurfi íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningsins 17.11.2025 23:01
„Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Tíu til fimmtán prósent eiga það til að sleppa bílbelti og hefur bílbeltanotkun sérstaklega dregist saman meðal ungra karlmanna á síðustu árum. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir þróunina óskiljanlega og það sé beinlínis heimskulegt að sleppa beltinu. 17.11.2025 20:00
Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir mikla óvissu ríkja um verndarráðstafanir Evrópusambandsins á íslenskan og norskan kísilmálm og lítið sé hægt að geta sér til um ákvörðun sambandsins. Raungerist ráðstafanirnar hafi hún mestar áhyggjur af getu til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum. 17.11.2025 12:51
Skyggnst inn í Hegningarhúsið Veitingaskáli rís í garði Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Húsið hefur ekki verið í notkun í tæpan áratug en það styttist í að almenningur fái að ganga þar frjáls um. 10.11.2025 14:01
Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. 9.11.2025 18:10
Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sala Neyðarkalls björgunarsveitanna hefur gengið vonum framar. Landsmenn virðast margir hafa sópað til sín köllum í kjölfar frétta af niðrandi athugasemdum um húðlit Neyðarkallsins. Síðasti söludagurinn er í dag. 9.11.2025 12:00
Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjálfstæðisflokkurinn er í klemmu á milli vinstrisins og hægrisins. Þetta segir stjórnmálafræðingur eftir yfirhalningarfund flokksins í gær, þar sem engar breytingar voru kynntar á stefnu flokksins. Hann segir stórsigur í borgarstjórnarkosningum lífsnauðsynlegan fyrir flokkinn. 9.11.2025 11:41
Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Töluverð hætta er á að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum og komi fölsuðum lyfjum í umferð. Sérfræðingur segir dæmi um að fólk hafi látið lífið neyslu slíkra lyfja sem það keypti á netinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 8.11.2025 18:11
Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. 8.11.2025 13:34